Tilboð, tilboð! Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2019 10:00 Þá eru svörtu og stafrænu tilboðin búin – hvað næst? Nú keppast fyrirtæki við það að ná athygli fyrir næstu atrennu –jólavertíðina sjálfa. Magn auglýsinga eykst, blöðin þykkna, markpóstar aukast og auglýsingatímar eru þétt bókaðir og verðlagðir eftir því. Skilaboðin snúast um verð, afslætti, „síðasta séns“ og auglýsingar elta okkur um veraldarvefinn. Ein af áskorunum fyrirtækja er að skera sig úr í þessu flóði upplýsinga. Ein leið til þess er að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópinn, er t.d. lausn á vandamálum, fræðsla eða leiðir til að nota vöruna á nýjan hátt. Jafnvel með smá tilfinningum í bland? Ekki bara hörð sölumennska. Má bjóða þér eitthvað til sölu? Það sama gildir um þessa aðferð og aðrar innan markaðsfræðinnar. Þú verður að hafa stefnu, skilgreind markmið og tilgang áður en lagt er af stað í aðgerðir. Afslættir og efnismarkaðssetning útilokar ekki hvort annað. Best er að gera sitt lítið af hvoru því hugsanlega ertu að tala við tvo mismunandi hópa; annars vegar þau verðdrifnu og hins vegar þau sem síður elta tilboð. Stilltu þetta saman – í takt. Ef fyrirtæki hafa metnað og áhuga á viðskiptavinum sínum og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna eru þau ekkert, kemur árangurinn fljótlega í ljós. Viðskiptavinurinn skiptir öllu máli. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum þá elska ég vel framkvæmdar markaðsherferðir. Herferðirnar þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvert annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri. Vekja með því hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnileg fyrr en loksins er ýtt á „play“-takkann og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með útspil og herferð. Þá áttu dansgólfið ein(n) í dýrmætan tíma, en það er mjög verðmæt staða. Næg tækifæri Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss á öllum snertiflötum. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og velur þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf og synda í bláum sjó, eru næg tækifæri fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir alla sem kunna að meta áskoranir og árangur, er það mjög skemmtilegt verkefni. Af fenginni reynslu, þá mæli ég með því!Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þá eru svörtu og stafrænu tilboðin búin – hvað næst? Nú keppast fyrirtæki við það að ná athygli fyrir næstu atrennu –jólavertíðina sjálfa. Magn auglýsinga eykst, blöðin þykkna, markpóstar aukast og auglýsingatímar eru þétt bókaðir og verðlagðir eftir því. Skilaboðin snúast um verð, afslætti, „síðasta séns“ og auglýsingar elta okkur um veraldarvefinn. Ein af áskorunum fyrirtækja er að skera sig úr í þessu flóði upplýsinga. Ein leið til þess er að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópinn, er t.d. lausn á vandamálum, fræðsla eða leiðir til að nota vöruna á nýjan hátt. Jafnvel með smá tilfinningum í bland? Ekki bara hörð sölumennska. Má bjóða þér eitthvað til sölu? Það sama gildir um þessa aðferð og aðrar innan markaðsfræðinnar. Þú verður að hafa stefnu, skilgreind markmið og tilgang áður en lagt er af stað í aðgerðir. Afslættir og efnismarkaðssetning útilokar ekki hvort annað. Best er að gera sitt lítið af hvoru því hugsanlega ertu að tala við tvo mismunandi hópa; annars vegar þau verðdrifnu og hins vegar þau sem síður elta tilboð. Stilltu þetta saman – í takt. Ef fyrirtæki hafa metnað og áhuga á viðskiptavinum sínum og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna eru þau ekkert, kemur árangurinn fljótlega í ljós. Viðskiptavinurinn skiptir öllu máli. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum þá elska ég vel framkvæmdar markaðsherferðir. Herferðirnar þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvert annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri. Vekja með því hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnileg fyrr en loksins er ýtt á „play“-takkann og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með útspil og herferð. Þá áttu dansgólfið ein(n) í dýrmætan tíma, en það er mjög verðmæt staða. Næg tækifæri Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss á öllum snertiflötum. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og velur þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf og synda í bláum sjó, eru næg tækifæri fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir alla sem kunna að meta áskoranir og árangur, er það mjög skemmtilegt verkefni. Af fenginni reynslu, þá mæli ég með því!Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar