Lögreglan á Suðurlandi hefur í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita tekið þá ákvörðun að fresta skuli stærri aðgerðum í leitinni að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur sem leitað hefur verið að við suðurströndina undanfarna daga.
Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi segir að fyrirhugað sé að kalla til „stórrar“ leitar um næstu helgi þegar veðurspá sé hagstæð.
Í dag var leitað á svæði sem náði austur af Þjórsá til Kúðafljóts. Leitað var á landi og úr lofti en bar leit ekki árangur. Aðstæður voru erfiðar og gerði blautt færi, ísskarir og veðrið leitarmönnum erfitt fyrir.
Stærri leitaraðgerðum frestað í leitinni að Rimu

Tengdar fréttir

Óska eftir upplýsingum um ferðir Rima
Leit hefur verið frestað fram á fimmtudag.

Leitinni við Dyrhólaey lokið í bili
Björgunarsveitin Víkverji sem leitað hefur að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur við Dyrhólaey hefur lokið leit í bili.

Áfram leitað að Rima Grunskyté
Björgunarsveitin Víkverji hóf að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur fyrir um klukkustund og taka tólf manns þaðan þátt í leitinni í dag.