Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 15:30 Lionel Messi er á eftir markameti Pele. Getty/Tim Clayton Lionel Messi hefur slegið ófá metin á glæsilegum ferli en Arnar Björnsson komst að því að fleiri met gætu fallið á nýju ári. Það eru fastir liðir eins og venjulega í spænska fótboltanum, Barcelona er á toppnum. Þetta er áttunda árið af síðustu tíu þar sem Katalónarnir eru í efsta sæti þegar nýtt ár gengur í garð. Sjö sinnum af þessum átta skiptum hefur liðið síðan orðið Spánarmeistari. Lionel Messi er markahæstur með 13 mörk, einu marki meira en Karim Benzema hjá Real Madríd og það þrátt fyrir að spila ekki fjóra fyrstu leikina vegna meiðsla. Árið var bara nokkuð þokkalegt hjá honum, hann skoraði 50 mörk. Það er hans næst slakasti árangur undanfarin 10 ár. Fyrir sjö árum skoraði sá argentínski 91 mark en árið áður helmingi færri. Þá urðu mörkin „aðeins“ 45. Messi er þegar búinn að bæta mörg met og það eru fleiri í sjónmáli. Argentínumaðurinn er búinn að skora 618 mörk fyrir Barcelona og vantar 26 í viðbót til að slá met Brasilíumannsins Pele sem skoraði 643 lið fyrir Santos 1956-1974. Messi vantar 62 leiki til að verða sá leikjahæsti í 120 ára sögu Barcelona. Xavi á metið en hann spilaði 767 leiki fyrir Katalóníufélagið. Líklegt má telja að Barcelona komist í meistaradeildina á næstu leiktíð, þá getur Messi jafnað við Ryan Giggs sem skoraði á sextán leiktíðum með Manchester United í deild þeirra bestu. Keppni í La Liga hefst á nýjan leik 4. janúar en þá verður grannaslagurinn í Katalóníu á heimavelli Espanol.Mörk Lionel Messi frá árinu 2010 2010 - 60 mörk = Barcelona (58) + Argentina (2) 2011 - 59 mörk = Barcelona (55) + Argentina (4) 2012 - 91 mark = Barcelona (79) + Argentína (12) 2013 - 45 mörk = Barcelona (39) + Argentína (6) 2014 - 58 mörk = Barcelona (50) + Argentína (8) 2015 - 52 mörk = Barcelona (48) + Argentína (4) 2016 - 59 mörk = Barcelona (51) + Argentína (8) 2017 - 54 mörk = Barcelona (50) + Argentína (4) 2018 - 51 mörk = Barcelona (47) + Argentína (4) 2019 - 50 mörk = Barcelona (45) + Argentína (5)Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um Lionel Messi hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Lionel Messi hefur slegið ófá metin á glæsilegum ferli en Arnar Björnsson komst að því að fleiri met gætu fallið á nýju ári. Það eru fastir liðir eins og venjulega í spænska fótboltanum, Barcelona er á toppnum. Þetta er áttunda árið af síðustu tíu þar sem Katalónarnir eru í efsta sæti þegar nýtt ár gengur í garð. Sjö sinnum af þessum átta skiptum hefur liðið síðan orðið Spánarmeistari. Lionel Messi er markahæstur með 13 mörk, einu marki meira en Karim Benzema hjá Real Madríd og það þrátt fyrir að spila ekki fjóra fyrstu leikina vegna meiðsla. Árið var bara nokkuð þokkalegt hjá honum, hann skoraði 50 mörk. Það er hans næst slakasti árangur undanfarin 10 ár. Fyrir sjö árum skoraði sá argentínski 91 mark en árið áður helmingi færri. Þá urðu mörkin „aðeins“ 45. Messi er þegar búinn að bæta mörg met og það eru fleiri í sjónmáli. Argentínumaðurinn er búinn að skora 618 mörk fyrir Barcelona og vantar 26 í viðbót til að slá met Brasilíumannsins Pele sem skoraði 643 lið fyrir Santos 1956-1974. Messi vantar 62 leiki til að verða sá leikjahæsti í 120 ára sögu Barcelona. Xavi á metið en hann spilaði 767 leiki fyrir Katalóníufélagið. Líklegt má telja að Barcelona komist í meistaradeildina á næstu leiktíð, þá getur Messi jafnað við Ryan Giggs sem skoraði á sextán leiktíðum með Manchester United í deild þeirra bestu. Keppni í La Liga hefst á nýjan leik 4. janúar en þá verður grannaslagurinn í Katalóníu á heimavelli Espanol.Mörk Lionel Messi frá árinu 2010 2010 - 60 mörk = Barcelona (58) + Argentina (2) 2011 - 59 mörk = Barcelona (55) + Argentina (4) 2012 - 91 mark = Barcelona (79) + Argentína (12) 2013 - 45 mörk = Barcelona (39) + Argentína (6) 2014 - 58 mörk = Barcelona (50) + Argentína (8) 2015 - 52 mörk = Barcelona (48) + Argentína (4) 2016 - 59 mörk = Barcelona (51) + Argentína (8) 2017 - 54 mörk = Barcelona (50) + Argentína (4) 2018 - 51 mörk = Barcelona (47) + Argentína (4) 2019 - 50 mörk = Barcelona (45) + Argentína (5)Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um Lionel Messi hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli
Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira