Fundu bíl Rimu við Dyrhólaey á Þorláksmessu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 11:25 Frá leit við Dyrhólaey nú rétt fyrir hádegi í dag. Sigurður Gýmir Lögregla á Suðurlandi fann bíl Rimu Grunskyté Feliksasdóttur við Dyrhólaey síðasta mánudag, á Þorláksmessu. Leit að Rimu verður haldið áfram á hádegi í dag en hennar hefur verið saknað frá því á föstudag í síðustu viku.Fréttablaðið greindi fyrst frá því að bíll Rimu hefði fundist en Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir fundinn í samtali við Vísi. Hann segir að farið hafi verið í frekari eftirgrennslan á svæðinu við Dyrhólaey þegar bíllinn fannst. Ekki hafa fundist fleiri munir í eigu Rimu við leitina. Ekkert hefur spurst til Rimu síðan á föstudaginn í síðustu viku.Lögreglan á suðurlandi Fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveitarmanna hefur leitað að Rimu síðustu daga en talið er að hún hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Tólf manns frá björgunarsveitinni Víkverja leituðu meðfram strandlengjunni frá Þorlákshöfn að Skaftárósum í gær. Sveinn Kristján segir að leitarmenn í dag séu flestir úr björgunarsveitum á Suðurlandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun jafnframt aðstoða við leitina, að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins. Leitin hefst nú upp úr hádegi þegar verður háfjara og áfram leitað á sama svæði og undanfarna daga. Þá er veður á svæðinu betra en í gær og gert ráð fyrir að leitað verði fram eftir degi. Lögregla óskar enn eftir því að hafi einhver vitneskju um ferðir Rimu hafi sá hinn sami samband við lögregluna í tölvupósti eða í einkaskilaboðum á Facebook. Björgunarsveitir Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óska eftir upplýsingum um ferðir Rima Leit hefur verið frestað fram á fimmtudag. 24. desember 2019 16:03 Leitinni við Dyrhólaey lokið í bili Björgunarsveitin Víkverji sem leitað hefur að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur við Dyrhólaey hefur lokið leit í bili. 26. desember 2019 17:25 Áfram leitað að Rima Grunskyté Björgunarsveitin Víkverji hóf að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur fyrir um klukkustund og taka tólf manns þaðan þátt í leitinni í dag. 26. desember 2019 11:40 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi fann bíl Rimu Grunskyté Feliksasdóttur við Dyrhólaey síðasta mánudag, á Þorláksmessu. Leit að Rimu verður haldið áfram á hádegi í dag en hennar hefur verið saknað frá því á föstudag í síðustu viku.Fréttablaðið greindi fyrst frá því að bíll Rimu hefði fundist en Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir fundinn í samtali við Vísi. Hann segir að farið hafi verið í frekari eftirgrennslan á svæðinu við Dyrhólaey þegar bíllinn fannst. Ekki hafa fundist fleiri munir í eigu Rimu við leitina. Ekkert hefur spurst til Rimu síðan á föstudaginn í síðustu viku.Lögreglan á suðurlandi Fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveitarmanna hefur leitað að Rimu síðustu daga en talið er að hún hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Tólf manns frá björgunarsveitinni Víkverja leituðu meðfram strandlengjunni frá Þorlákshöfn að Skaftárósum í gær. Sveinn Kristján segir að leitarmenn í dag séu flestir úr björgunarsveitum á Suðurlandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun jafnframt aðstoða við leitina, að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins. Leitin hefst nú upp úr hádegi þegar verður háfjara og áfram leitað á sama svæði og undanfarna daga. Þá er veður á svæðinu betra en í gær og gert ráð fyrir að leitað verði fram eftir degi. Lögregla óskar enn eftir því að hafi einhver vitneskju um ferðir Rimu hafi sá hinn sami samband við lögregluna í tölvupósti eða í einkaskilaboðum á Facebook.
Björgunarsveitir Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óska eftir upplýsingum um ferðir Rima Leit hefur verið frestað fram á fimmtudag. 24. desember 2019 16:03 Leitinni við Dyrhólaey lokið í bili Björgunarsveitin Víkverji sem leitað hefur að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur við Dyrhólaey hefur lokið leit í bili. 26. desember 2019 17:25 Áfram leitað að Rima Grunskyté Björgunarsveitin Víkverji hóf að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur fyrir um klukkustund og taka tólf manns þaðan þátt í leitinni í dag. 26. desember 2019 11:40 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Óska eftir upplýsingum um ferðir Rima Leit hefur verið frestað fram á fimmtudag. 24. desember 2019 16:03
Leitinni við Dyrhólaey lokið í bili Björgunarsveitin Víkverji sem leitað hefur að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur við Dyrhólaey hefur lokið leit í bili. 26. desember 2019 17:25
Áfram leitað að Rima Grunskyté Björgunarsveitin Víkverji hóf að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur fyrir um klukkustund og taka tólf manns þaðan þátt í leitinni í dag. 26. desember 2019 11:40