Aksturskostnaður Ásmundar 350 þúsund krónur á mánuði Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2019 09:05 Ásmundur Friðriksson er sem fyrr á ferð og flugi og það kostar. visir/vilhelm Ásmundur Friðriksson er sá þingmaður sem helst er á ferðinni en fyrstu tíu mánuði ársins er kostnaður Alþingis vegna ökuferða hans 3,5 milljónir króna.Kjarninn fjallar ítarlega um málið en Alþingi birti nýverið tölur um aksturskostnað þingmanna. Ásmundur hefur verið í kastljósinu að undanförnu vegna aksturskostnaðar. Hann vildi nota eigin bifreið í akstur en það gekk í bága við lög og hefur hann nú keyrt um á bílaleigubílum að undanförnu og það fyrir rúmlega 2,8 milljónir króna þessa fyrstu tíu mánuði ársins auk þess sem Ásmundur hefur fengið 628 greiddar frá Alþingi vegna eldsneytiskostnaðar. Ásmundur er kóngurinn á listanum yfir þá þingmenn sem kosta þjóðina mest vegna aksturs.Ásmundur Friðriksson 3,5 milljónir krónaVilhjálmur Árnason 2,3 milljónir krónaBirgir Þórarinsson 1,6 milljónir krónaGuðjón S. Brjánsson 1,5 milljónir krónaSigurður Páll Jónsson 1,5 milljónir krónaHaraldur Benediktsson 1,5 milljónir krónaBjarkey Olsen Gunnarsdóttir 1,4 milljónir krónaLilja Rafney Magnúsdóttir 1,2 milljónir krónaLíneik Anna Sævarsdóttir 1,0 milljónir króna Þessi níu þingmenn taka 63 prósent af endurgreiðslum vegna aksturskostnaðar. Ásmundur er hættur að notast við eigin bifreið í keyrslu, líkt og hann gerði árum saman, en hefur þess í stað keyrt bílaleigubíla fyrir rúmlega 2,8 milljónir króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Auk þess hefur Ásmundur fengið 628 þúsund krónur greiddar frá Alþingi vegna eldsneytiskostnaðar. Heildarkostnaður vegna aksturs Ásmundar frá byrjun árs og út októbermánuð var því tæplega 3,5 milljónir króna. Það er um 40 prósent aukning á kostnaði við aksturs hans allt árið í fyrra, þegar hann nam samtals 2,5 milljónum króna. Aksturskostnaður Ásmundar er rúmlega 14 prósent af öllum aksturskostnaði þingmanna það sem af er ári. Ásmundur hefur verið harðlega gagnrýndur vegna akstursgleði sinnar en Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur bent á að akstur Ásmundar sé þannig ekki alltaf í tengslum við þingstörf hans eins og lög gera ráð fyrir heldur hafi hann í gegnum tíðina skráð aksturskostnað vegna snúninga í prófkjörsbaráttu og vegna þáttagerðar fyrir ÍNN, sjónvarpsstöð sem þrátt fyrir þetta óbeina framlag þingsins fór á hausinn. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Af og frá að þingmenn fái einhverjar druslur Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar segir Ásmund Friðriksson fara með rangt mál. 15. febrúar 2018 13:30 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Ásmundur Friðriksson er sá þingmaður sem helst er á ferðinni en fyrstu tíu mánuði ársins er kostnaður Alþingis vegna ökuferða hans 3,5 milljónir króna.Kjarninn fjallar ítarlega um málið en Alþingi birti nýverið tölur um aksturskostnað þingmanna. Ásmundur hefur verið í kastljósinu að undanförnu vegna aksturskostnaðar. Hann vildi nota eigin bifreið í akstur en það gekk í bága við lög og hefur hann nú keyrt um á bílaleigubílum að undanförnu og það fyrir rúmlega 2,8 milljónir króna þessa fyrstu tíu mánuði ársins auk þess sem Ásmundur hefur fengið 628 greiddar frá Alþingi vegna eldsneytiskostnaðar. Ásmundur er kóngurinn á listanum yfir þá þingmenn sem kosta þjóðina mest vegna aksturs.Ásmundur Friðriksson 3,5 milljónir krónaVilhjálmur Árnason 2,3 milljónir krónaBirgir Þórarinsson 1,6 milljónir krónaGuðjón S. Brjánsson 1,5 milljónir krónaSigurður Páll Jónsson 1,5 milljónir krónaHaraldur Benediktsson 1,5 milljónir krónaBjarkey Olsen Gunnarsdóttir 1,4 milljónir krónaLilja Rafney Magnúsdóttir 1,2 milljónir krónaLíneik Anna Sævarsdóttir 1,0 milljónir króna Þessi níu þingmenn taka 63 prósent af endurgreiðslum vegna aksturskostnaðar. Ásmundur er hættur að notast við eigin bifreið í keyrslu, líkt og hann gerði árum saman, en hefur þess í stað keyrt bílaleigubíla fyrir rúmlega 2,8 milljónir króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Auk þess hefur Ásmundur fengið 628 þúsund krónur greiddar frá Alþingi vegna eldsneytiskostnaðar. Heildarkostnaður vegna aksturs Ásmundar frá byrjun árs og út októbermánuð var því tæplega 3,5 milljónir króna. Það er um 40 prósent aukning á kostnaði við aksturs hans allt árið í fyrra, þegar hann nam samtals 2,5 milljónum króna. Aksturskostnaður Ásmundar er rúmlega 14 prósent af öllum aksturskostnaði þingmanna það sem af er ári. Ásmundur hefur verið harðlega gagnrýndur vegna akstursgleði sinnar en Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur bent á að akstur Ásmundar sé þannig ekki alltaf í tengslum við þingstörf hans eins og lög gera ráð fyrir heldur hafi hann í gegnum tíðina skráð aksturskostnað vegna snúninga í prófkjörsbaráttu og vegna þáttagerðar fyrir ÍNN, sjónvarpsstöð sem þrátt fyrir þetta óbeina framlag þingsins fór á hausinn.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09 Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26 Af og frá að þingmenn fái einhverjar druslur Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar segir Ásmund Friðriksson fara með rangt mál. 15. febrúar 2018 13:30 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. 21. maí 2019 16:09
Þungbært að sitja undir ásökunum vegna aksturs Ásmundar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis sem birt var í dag. 22. maí 2019 17:26
Af og frá að þingmenn fái einhverjar druslur Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar segir Ásmund Friðriksson fara með rangt mál. 15. febrúar 2018 13:30
4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25