Eins og flesta aðra sunnudaga er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en veislan hefst fyrir hádegi og stendur fram langt fram á kvöld.
Dagurinn hefst með leik Atalanta og AC Milan í ítalska boltanum en síðarnefnda liðið hefur verið í alls konar vandræðum það sem af er leiktíðinni. Atalanta er hins vegar komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Enskur ástríðufótbolti er svo á dagskrá skömmu síðan en alls eru sex fótboltaleikir á dagskránni í dag. Real Madrid tekur á mæti Athletic Club á heimavelli og þarf þrjú stig til að jafna Barcelona að stigum.
Getting that aim ready for tomorrow!
— Real Madrid C.F. (@realmadriden) December 21, 2019
@marianodiaz7
@Benzema
@viniciusjr#RMLiga | #HalaMadridpic.twitter.com/vwTO0FFSUj
Pílan hefur skemmt landsmönnum síðustu daga og veislan heldur áfram í dag er 32-manna úrslitin hefjast. Meðal keppenda í dag er sá besti, Michael van Gerwen.
Það eru svo tveir NFL leikir á dagskránni í dag. Cleveland tekur á móti Baltimore og Philadelphia heimsækir Dallas.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.
Beinar útsendingar dagsins:
11.20 Atalanta - AC Milan (Stöð 2 Sport 3)
11.55 Sheffield Wednesday - Bristol City (Stöð 2 Sport)
12.30 HM í pílukasti (Stöð 2 Sport 2)
13.50 Parma - Brescia (Stöð 2 Sport 3)
14.55 Real Betis - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport)
17.55 Cleveland Browns - Baltimore Ravens (Stöð 2 Sport 2)
19.00 HM í pílukasti (Stöð 2 Sport)
19.35 Sassuolo - Napoli (Stöð 2 Sport 4)
19.55 Real Madrid - Athletic Club (Stöð 2 Sport 3)
21.20 Philadelphia Eagles - Dallas Cowboys (Stöð 2 Sport 2)