Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 15:07 Aðeins fimm dagar eru síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel. Farvel Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnam, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að starfsemi Farvel hafi verið stöðvuð sem hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns. Heimasíðu Farvel hefur verið lokað en enn er Facebook-síðan opin þar sem fyrr í desember voru auglýstar lúxusferðir til Mexíkó og Balí. Engin tilkynning er á Facebook-síðunni um að starfsemin hafði verið stöðvuð. Hét áður Oríental Farvel hóf starfsemi í mars 2016 og var Viktor Heiðdal Sveinsson í forsvari fyrir nýja fyrirtækið. Það byggði á gömlum grunni ferðaþjónustufyrirtækisins Oríental sem Viktor stofnaði áratug fyrr. Farvel sérhæfði sig til að byrja með í pakkaferðum til Asíu. Viktor Heiðal hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Á vef Ferðamálastofu segir að Farvel hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna. Þá hafði Farvel ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar. „Farvel ehf. hefur nú hætt starfsemi,“ segir á vef Ferðamálastofu. Tryggingafé Farvel dugar ekki til Stöðvun starfseminnar mun hafa áhrif á ferðaplön á milli 100 og 200 manns. „Þar sem Farvel ehf. hefur ekki skilað inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, liggur fyrir að tryggingafé Farvel dugar ekki til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins,“ segir á vef Ferðamálastofu. Fólk er hvatt til að kanna samhliða rétt sinn hjá tryggingafélögum og kortafyrirtækjum. Ertu á ferðalagi með Farvel eða hafðirðu keypt ferð sem ekki verður farin? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnam, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að starfsemi Farvel hafi verið stöðvuð sem hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns. Heimasíðu Farvel hefur verið lokað en enn er Facebook-síðan opin þar sem fyrr í desember voru auglýstar lúxusferðir til Mexíkó og Balí. Engin tilkynning er á Facebook-síðunni um að starfsemin hafði verið stöðvuð. Hét áður Oríental Farvel hóf starfsemi í mars 2016 og var Viktor Heiðdal Sveinsson í forsvari fyrir nýja fyrirtækið. Það byggði á gömlum grunni ferðaþjónustufyrirtækisins Oríental sem Viktor stofnaði áratug fyrr. Farvel sérhæfði sig til að byrja með í pakkaferðum til Asíu. Viktor Heiðal hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Á vef Ferðamálastofu segir að Farvel hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna. Þá hafði Farvel ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar. „Farvel ehf. hefur nú hætt starfsemi,“ segir á vef Ferðamálastofu. Tryggingafé Farvel dugar ekki til Stöðvun starfseminnar mun hafa áhrif á ferðaplön á milli 100 og 200 manns. „Þar sem Farvel ehf. hefur ekki skilað inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, liggur fyrir að tryggingafé Farvel dugar ekki til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins,“ segir á vef Ferðamálastofu. Fólk er hvatt til að kanna samhliða rétt sinn hjá tryggingafélögum og kortafyrirtækjum. Ertu á ferðalagi með Farvel eða hafðirðu keypt ferð sem ekki verður farin? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira