Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 15:15 Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2 rétt í þessu. Á viðurkenningarskjali sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir tók við fyrir hönd hópsins segir að ungir loftslagsaðgerðasinnar séu Menn ársins fyrir að hafa vakið athygli þjóðarinnar á afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir komandi kynslóðir. „Ungt fólk, margt á grunnskólaaldri, hefur með vikulegum loftslagsverkföllum krafist aðgerða til að sporna gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Með einörðum málflutningi hafa þau minnt hina fullorðnu á persónulega ábyrgð hvers og eins við að tryggja að jörðin verði byggileg um langa framtíð,“ segir í skjalinu. Þorgerður María, sem er gjaldkeri Ungra umhverfissinna, segir að í heildina hafi um 4000 manns tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli. Hún telur þennan fjölda til marks um vitundarvakningu um loftslagsmál sem orðið hefur í samfélaginu. „Fólk er orðið kvíðið og fólk er komið með samviskubit yfir neyslunni sinni, flugferðum erlendir og bílunum sínum. Okkur þykir ekki nægilega mikið af aðgerðum fylgja hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Hún segir samtökin jafnframt finna fyrir loftslagskvíða hjá ungu fólki og börnum. „Þau eru með miklar áhyggjur af framtíðinni sinni og barnanna sinna, og hvernig heimurinn mun koma til með að þróast.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir er gjaldkeri Ungra umhverfissinna.Stöð 2 Hún segist telja mikilvægt að ungt fólk fái útrás fyrir þessar tilfinningar með því að mæta á mótmælafundi og eiga samtal við ráðamenn. „Við náum að koma skilaboðum til skila, og þá líður manni eins og maður sé að gera eitthvað í málunum. Þá minnkar kvíðinn.“ Hún segir enga hættu á að hreyfingin láti deigan síga á nýju ári og að sá eldmóður sem einkennt hefur hreyfinguna muni lognast út af. „Þetta er bara maraþon, og við erum bara rétt að byrja. Við komum til með að halda áfram hvern einasta föstudag, þangað til við sjáum gríðarlega minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og um heiminn allan,“ segir Þorgerður. Þorgerður er sjálf hluti af björgunarsveit, en eins og alþjóð veit er stór hluti af fjáröflun björgunar- og hjálparsveita víða um land í formi flugeldasölu, en flugeldar eru einn þeirra þátta sem stuðla að aukinni mengun. Aðspurð út í þetta er Þorgerður með svar á reiðum höndum. „Þegar maður er hluti af samfélagi, þá tekur maður þátt í því, og mig langaði að vera í björgunarsveit. Þá tek ég þátt í því starfi sem þær eru með, þrátt fyrir að ég gagnrýni það innan samfélagsins,“ segir hún og bætir við að hún vildi helst sjá aðrar fjáröflunarleiðir farnar af björgunar- og hjálparsveitum. Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Loftslagsmál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2 rétt í þessu. Á viðurkenningarskjali sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir tók við fyrir hönd hópsins segir að ungir loftslagsaðgerðasinnar séu Menn ársins fyrir að hafa vakið athygli þjóðarinnar á afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir komandi kynslóðir. „Ungt fólk, margt á grunnskólaaldri, hefur með vikulegum loftslagsverkföllum krafist aðgerða til að sporna gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Með einörðum málflutningi hafa þau minnt hina fullorðnu á persónulega ábyrgð hvers og eins við að tryggja að jörðin verði byggileg um langa framtíð,“ segir í skjalinu. Þorgerður María, sem er gjaldkeri Ungra umhverfissinna, segir að í heildina hafi um 4000 manns tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli. Hún telur þennan fjölda til marks um vitundarvakningu um loftslagsmál sem orðið hefur í samfélaginu. „Fólk er orðið kvíðið og fólk er komið með samviskubit yfir neyslunni sinni, flugferðum erlendir og bílunum sínum. Okkur þykir ekki nægilega mikið af aðgerðum fylgja hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Hún segir samtökin jafnframt finna fyrir loftslagskvíða hjá ungu fólki og börnum. „Þau eru með miklar áhyggjur af framtíðinni sinni og barnanna sinna, og hvernig heimurinn mun koma til með að þróast.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir er gjaldkeri Ungra umhverfissinna.Stöð 2 Hún segist telja mikilvægt að ungt fólk fái útrás fyrir þessar tilfinningar með því að mæta á mótmælafundi og eiga samtal við ráðamenn. „Við náum að koma skilaboðum til skila, og þá líður manni eins og maður sé að gera eitthvað í málunum. Þá minnkar kvíðinn.“ Hún segir enga hættu á að hreyfingin láti deigan síga á nýju ári og að sá eldmóður sem einkennt hefur hreyfinguna muni lognast út af. „Þetta er bara maraþon, og við erum bara rétt að byrja. Við komum til með að halda áfram hvern einasta föstudag, þangað til við sjáum gríðarlega minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og um heiminn allan,“ segir Þorgerður. Þorgerður er sjálf hluti af björgunarsveit, en eins og alþjóð veit er stór hluti af fjáröflun björgunar- og hjálparsveita víða um land í formi flugeldasölu, en flugeldar eru einn þeirra þátta sem stuðla að aukinni mengun. Aðspurð út í þetta er Þorgerður með svar á reiðum höndum. „Þegar maður er hluti af samfélagi, þá tekur maður þátt í því, og mig langaði að vera í björgunarsveit. Þá tek ég þátt í því starfi sem þær eru með, þrátt fyrir að ég gagnrýni það innan samfélagsins,“ segir hún og bætir við að hún vildi helst sjá aðrar fjáröflunarleiðir farnar af björgunar- og hjálparsveitum.
Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Loftslagsmál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira