Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 15:15 Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2 rétt í þessu. Á viðurkenningarskjali sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir tók við fyrir hönd hópsins segir að ungir loftslagsaðgerðasinnar séu Menn ársins fyrir að hafa vakið athygli þjóðarinnar á afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir komandi kynslóðir. „Ungt fólk, margt á grunnskólaaldri, hefur með vikulegum loftslagsverkföllum krafist aðgerða til að sporna gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Með einörðum málflutningi hafa þau minnt hina fullorðnu á persónulega ábyrgð hvers og eins við að tryggja að jörðin verði byggileg um langa framtíð,“ segir í skjalinu. Þorgerður María, sem er gjaldkeri Ungra umhverfissinna, segir að í heildina hafi um 4000 manns tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli. Hún telur þennan fjölda til marks um vitundarvakningu um loftslagsmál sem orðið hefur í samfélaginu. „Fólk er orðið kvíðið og fólk er komið með samviskubit yfir neyslunni sinni, flugferðum erlendir og bílunum sínum. Okkur þykir ekki nægilega mikið af aðgerðum fylgja hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Hún segir samtökin jafnframt finna fyrir loftslagskvíða hjá ungu fólki og börnum. „Þau eru með miklar áhyggjur af framtíðinni sinni og barnanna sinna, og hvernig heimurinn mun koma til með að þróast.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir er gjaldkeri Ungra umhverfissinna.Stöð 2 Hún segist telja mikilvægt að ungt fólk fái útrás fyrir þessar tilfinningar með því að mæta á mótmælafundi og eiga samtal við ráðamenn. „Við náum að koma skilaboðum til skila, og þá líður manni eins og maður sé að gera eitthvað í málunum. Þá minnkar kvíðinn.“ Hún segir enga hættu á að hreyfingin láti deigan síga á nýju ári og að sá eldmóður sem einkennt hefur hreyfinguna muni lognast út af. „Þetta er bara maraþon, og við erum bara rétt að byrja. Við komum til með að halda áfram hvern einasta föstudag, þangað til við sjáum gríðarlega minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og um heiminn allan,“ segir Þorgerður. Þorgerður er sjálf hluti af björgunarsveit, en eins og alþjóð veit er stór hluti af fjáröflun björgunar- og hjálparsveita víða um land í formi flugeldasölu, en flugeldar eru einn þeirra þátta sem stuðla að aukinni mengun. Aðspurð út í þetta er Þorgerður með svar á reiðum höndum. „Þegar maður er hluti af samfélagi, þá tekur maður þátt í því, og mig langaði að vera í björgunarsveit. Þá tek ég þátt í því starfi sem þær eru með, þrátt fyrir að ég gagnrýni það innan samfélagsins,“ segir hún og bætir við að hún vildi helst sjá aðrar fjáröflunarleiðir farnar af björgunar- og hjálparsveitum. Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Loftslagsmál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2 rétt í þessu. Á viðurkenningarskjali sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir tók við fyrir hönd hópsins segir að ungir loftslagsaðgerðasinnar séu Menn ársins fyrir að hafa vakið athygli þjóðarinnar á afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir komandi kynslóðir. „Ungt fólk, margt á grunnskólaaldri, hefur með vikulegum loftslagsverkföllum krafist aðgerða til að sporna gegn áframhaldandi hlýnun jarðar. Með einörðum málflutningi hafa þau minnt hina fullorðnu á persónulega ábyrgð hvers og eins við að tryggja að jörðin verði byggileg um langa framtíð,“ segir í skjalinu. Þorgerður María, sem er gjaldkeri Ungra umhverfissinna, segir að í heildina hafi um 4000 manns tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli. Hún telur þennan fjölda til marks um vitundarvakningu um loftslagsmál sem orðið hefur í samfélaginu. „Fólk er orðið kvíðið og fólk er komið með samviskubit yfir neyslunni sinni, flugferðum erlendir og bílunum sínum. Okkur þykir ekki nægilega mikið af aðgerðum fylgja hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ segir Þorgerður. Hún segir samtökin jafnframt finna fyrir loftslagskvíða hjá ungu fólki og börnum. „Þau eru með miklar áhyggjur af framtíðinni sinni og barnanna sinna, og hvernig heimurinn mun koma til með að þróast.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir er gjaldkeri Ungra umhverfissinna.Stöð 2 Hún segist telja mikilvægt að ungt fólk fái útrás fyrir þessar tilfinningar með því að mæta á mótmælafundi og eiga samtal við ráðamenn. „Við náum að koma skilaboðum til skila, og þá líður manni eins og maður sé að gera eitthvað í málunum. Þá minnkar kvíðinn.“ Hún segir enga hættu á að hreyfingin láti deigan síga á nýju ári og að sá eldmóður sem einkennt hefur hreyfinguna muni lognast út af. „Þetta er bara maraþon, og við erum bara rétt að byrja. Við komum til með að halda áfram hvern einasta föstudag, þangað til við sjáum gríðarlega minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og um heiminn allan,“ segir Þorgerður. Þorgerður er sjálf hluti af björgunarsveit, en eins og alþjóð veit er stór hluti af fjáröflun björgunar- og hjálparsveita víða um land í formi flugeldasölu, en flugeldar eru einn þeirra þátta sem stuðla að aukinni mengun. Aðspurð út í þetta er Þorgerður með svar á reiðum höndum. „Þegar maður er hluti af samfélagi, þá tekur maður þátt í því, og mig langaði að vera í björgunarsveit. Þá tek ég þátt í því starfi sem þær eru með, þrátt fyrir að ég gagnrýni það innan samfélagsins,“ segir hún og bætir við að hún vildi helst sjá aðrar fjáröflunarleiðir farnar af björgunar- og hjálparsveitum.
Fréttir ársins 2019 Kryddsíld Loftslagsmál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira