Ferill Margrétar Láru gerður upp: „Fallegur endir á fallegri sögu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2019 13:30 Margrét Lára faðmar systur sína, Elísu, eftir 5-1 sigur Vals á Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna. Með sigrinum tryggði Valur sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2010. vísir/daníel Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, lagði skóna á hilluna í haust. Hún varð Íslandsmeistari í Val og skoraði 15 mörk í Pepsi Max-deild kvenna. Rætt var við Margréti Láru í annál um íslenska kvennaknattspyrnu 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Fyrir tímabilið sagðist Margrét Lára ekki hafa verið búin að ákveða að hætta í haust. „Kannski ekki alveg fyrir sumarið. En hvernig það þróaðist, að við ættum rosalega góðan möguleika á að verða Íslandsmeistarar og hvar ég var persónulega. Ég var að skora mörk og var leikmaður sem skipti máli fyrir mitt lið,“ sagði Margrét Lára í samtali við Helenu Ólafsdóttur í annálnum. „Það hefur alltaf skipt mig máli, að vera leikmaður sem hefur sitt að segja fyrir liðið. Mér fannst ég vera á ofboðslega góðum stað hvað það varðar og hef alltaf dreymt að loka ferlinum á þann hátt, helst með titli.“ Margrét Lára í sínum síðasta leik á ferlinum, 0-6 sigri Íslands á Lettlandi í undankeppni EM 2021. „Ég held að kveðjustundin hefði ekki getað verið betri. Síðasti leikurinn var með landsliðinu og ég skoraði með minni síðustu snertingu. Það var eins og rómantískt ævintýri. Mér fannst þetta fallegur endir á fallegri sögu,“ sagði Margrét Lára. Samherjar, mótherjar, þjálfarar og sérfræðingar tjáðu sig einnig um Margréti Láru í annálnum. Pétur Pétursson, sem þjálfaði Margréti Láru síðustu tvö tímabilin hennar, segir að afrek hennar verði seint toppuð. „Sjálfsagt er einhver sem mun koma en miðað við það sem búin að gera á ég bágt með að trúa að það verði gert aftur,“ sagði Pétur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Margrét Lára um ferilinn EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, lagði skóna á hilluna í haust. Hún varð Íslandsmeistari í Val og skoraði 15 mörk í Pepsi Max-deild kvenna. Rætt var við Margréti Láru í annál um íslenska kvennaknattspyrnu 2019 sem var sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Fyrir tímabilið sagðist Margrét Lára ekki hafa verið búin að ákveða að hætta í haust. „Kannski ekki alveg fyrir sumarið. En hvernig það þróaðist, að við ættum rosalega góðan möguleika á að verða Íslandsmeistarar og hvar ég var persónulega. Ég var að skora mörk og var leikmaður sem skipti máli fyrir mitt lið,“ sagði Margrét Lára í samtali við Helenu Ólafsdóttur í annálnum. „Það hefur alltaf skipt mig máli, að vera leikmaður sem hefur sitt að segja fyrir liðið. Mér fannst ég vera á ofboðslega góðum stað hvað það varðar og hef alltaf dreymt að loka ferlinum á þann hátt, helst með titli.“ Margrét Lára í sínum síðasta leik á ferlinum, 0-6 sigri Íslands á Lettlandi í undankeppni EM 2021. „Ég held að kveðjustundin hefði ekki getað verið betri. Síðasti leikurinn var með landsliðinu og ég skoraði með minni síðustu snertingu. Það var eins og rómantískt ævintýri. Mér fannst þetta fallegur endir á fallegri sögu,“ sagði Margrét Lára. Samherjar, mótherjar, þjálfarar og sérfræðingar tjáðu sig einnig um Margréti Láru í annálnum. Pétur Pétursson, sem þjálfaði Margréti Láru síðustu tvö tímabilin hennar, segir að afrek hennar verði seint toppuð. „Sjálfsagt er einhver sem mun koma en miðað við það sem búin að gera á ég bágt með að trúa að það verði gert aftur,“ sagði Pétur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Margrét Lára um ferilinn
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Níu vörður á ferli Margrétar Láru Vísir fer yfir helstur vörðurnar á glæsilegum ferli Margrétar Láru Viðarsdóttur. 27. nóvember 2019 11:55