Ýmsar skattabreytingar um áramótin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2019 00:00 Skattar ríkisins á bensín og bíla hækka um 2,5 prósent um áramót. Mynd/Vísir. Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekjuskattskerfinu verður breytt í þriggja þrepa kerfi, tryggingagjald lækkar en olíugjöld, áfengisgjöld og tóbaksgjöld hækka en lækka að raungildi.Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er vakin athygli á þessum skattabreytingum þar sem segir að heildaráhrif þeirra séu metin til 9,5 milljarða króna lækkunar.Um áramótin taka breytingar á tekjuskattskerfinu sem áður hafa verið tilkynntar. Tekjuskattur lækkar í tveimur áföngum, annars vegar 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári.Hér að neðan má reikna út hvaða áhrif breytingarnar hafa. Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 5,15 prósent í 4,9 prósent. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60 prósent í 6,35 prósent.Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak lækka að raungildi un næstu áramót en þau hækka um 2,5 prósent sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu.Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10 prósent. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mynd/Stjórnarráðið. Þá taka einnig á árinu 2020 gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og eiga að nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi: Frá 1. janúar 2020 Reiðhjól (órafknúið): VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnshlaupahjól: VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnsreiðhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafknúið létt bifhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafmagns- eða vetnisbifhjól: VSK felldur niður (hámark 1.440.000 kr.) Hleðslustöð í eða við íbúðarhúsnæði: full endurgreiðsla VSK af kaupum á hleðslustöð og endurgreiðsla VSK vegna vinnu við uppsetningu aukin úr 60% í 100%. Hámarksfjöldi rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða sem njóta VSK-ívilnana aukinn í 15.000 í hverjum flokki. Frá 1. júlí 2020 Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið eða -bifhjóli, hækkar úr 1.440.000 kr. í 1.560.000 kr. á hvert tæki. Bílaleigur, eignaleigur og fjármögnunarleigur: útleiga á vistvænum bifreiðum verður undanþegin VSK-skyldri veltu. Hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa: VSK felldur niður að fullu. Aðilar í atvinnurekstri: heimilt að fyrna að fullu ökutæki á kaupári sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni. Nánar má lesa um skattbreytingarnar á vef Stjórnarráðsins. Skattar og tollar Tengdar fréttir Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekjuskattskerfinu verður breytt í þriggja þrepa kerfi, tryggingagjald lækkar en olíugjöld, áfengisgjöld og tóbaksgjöld hækka en lækka að raungildi.Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er vakin athygli á þessum skattabreytingum þar sem segir að heildaráhrif þeirra séu metin til 9,5 milljarða króna lækkunar.Um áramótin taka breytingar á tekjuskattskerfinu sem áður hafa verið tilkynntar. Tekjuskattur lækkar í tveimur áföngum, annars vegar 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári.Hér að neðan má reikna út hvaða áhrif breytingarnar hafa. Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 5,15 prósent í 4,9 prósent. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60 prósent í 6,35 prósent.Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak lækka að raungildi un næstu áramót en þau hækka um 2,5 prósent sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu.Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10 prósent. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mynd/Stjórnarráðið. Þá taka einnig á árinu 2020 gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og eiga að nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi: Frá 1. janúar 2020 Reiðhjól (órafknúið): VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnshlaupahjól: VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnsreiðhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafknúið létt bifhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafmagns- eða vetnisbifhjól: VSK felldur niður (hámark 1.440.000 kr.) Hleðslustöð í eða við íbúðarhúsnæði: full endurgreiðsla VSK af kaupum á hleðslustöð og endurgreiðsla VSK vegna vinnu við uppsetningu aukin úr 60% í 100%. Hámarksfjöldi rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða sem njóta VSK-ívilnana aukinn í 15.000 í hverjum flokki. Frá 1. júlí 2020 Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið eða -bifhjóli, hækkar úr 1.440.000 kr. í 1.560.000 kr. á hvert tæki. Bílaleigur, eignaleigur og fjármögnunarleigur: útleiga á vistvænum bifreiðum verður undanþegin VSK-skyldri veltu. Hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa: VSK felldur niður að fullu. Aðilar í atvinnurekstri: heimilt að fyrna að fullu ökutæki á kaupári sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni. Nánar má lesa um skattbreytingarnar á vef Stjórnarráðsins.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20