Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2020 12:17 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ætlar fram með áform sín um stofnun hálendisþjóðgarðs í haust. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hugðist mæla fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs nú á vorþingi. Þau áform fóru úr skorðum vegna kórónuveirufaraldursins og var frumvarpið eitt þeirra mála frá ríkisstjórninni sem felld voru út úr þingmálaskrá þegar hún var uppfærð í byrjun apríl. „Ég mun fara með það mál fram í haust og bind miklar vonir við að við klárum það að sjálfsögðu. Þetta er mál sem að er í stjórnarsáttmála. Mér finnst í rauninni ágætt að geta nýtt tímann sem að skapast núna, það þurftu allir að láta einhver mál af sinni þingmálaskrá, allir ráðherrar,“ segir Guðmundur Ingi. Ríflega sjötíu umsagnir bárust um drög að frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda en það var ekki komið formlega til þingsins. Málið þykir nokkuð umdeilt og eru skiptar skoðanir um það innan stjórnarflokkanna. Þá hafa nokkur sveitarfélög lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Sér sóknarfæri með stofnun hálendisþjóðgarðs „Ég hef tíma núna til að ræða ennþá betur, til dæmis við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila um þetta mikilvæga mál sem ég tel að í felist gríðarleg sóknarfæri fyrir Ísland og ekki síst fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar og fyrir ímynd okkar Íslendinga að eiga stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ segir Guðmundur Ingi en samkvæmt fyrirliggjandi tillögum gæti hálendisþjóðgarðurinn náð yfir um 33% af landinu. Ráðherra segist sjálfur hafa tekið ákvörðun um að fresta málinu, það hafi ekki verið tekið af þingmálaskrá vegna þrýstings frá hinum stjórnarflokkunum. „Það var í sjálfu sér ekki umræða á milli flokkanna sérstaklega hvaða mál færu heldur var það ákvörðun hvers og eins ráðherra. Ég tók þá ákvörðun að í ljósi aðstæðnanna að ég myndi gefa þessu meiri tíma og fá þá meira svigrúm til þess einmitt að tala við fleiri og reyna að sætta sjónarmið,“ segir ráðherra. „Vegna þess að þetta mál er stórt og það skiptir gríðarlega miklu máli að mínu mati þannig að það er algjörlega mín ákvörðun.“ Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Alþingi Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hugðist mæla fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs nú á vorþingi. Þau áform fóru úr skorðum vegna kórónuveirufaraldursins og var frumvarpið eitt þeirra mála frá ríkisstjórninni sem felld voru út úr þingmálaskrá þegar hún var uppfærð í byrjun apríl. „Ég mun fara með það mál fram í haust og bind miklar vonir við að við klárum það að sjálfsögðu. Þetta er mál sem að er í stjórnarsáttmála. Mér finnst í rauninni ágætt að geta nýtt tímann sem að skapast núna, það þurftu allir að láta einhver mál af sinni þingmálaskrá, allir ráðherrar,“ segir Guðmundur Ingi. Ríflega sjötíu umsagnir bárust um drög að frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda en það var ekki komið formlega til þingsins. Málið þykir nokkuð umdeilt og eru skiptar skoðanir um það innan stjórnarflokkanna. Þá hafa nokkur sveitarfélög lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Sér sóknarfæri með stofnun hálendisþjóðgarðs „Ég hef tíma núna til að ræða ennþá betur, til dæmis við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila um þetta mikilvæga mál sem ég tel að í felist gríðarleg sóknarfæri fyrir Ísland og ekki síst fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar og fyrir ímynd okkar Íslendinga að eiga stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ segir Guðmundur Ingi en samkvæmt fyrirliggjandi tillögum gæti hálendisþjóðgarðurinn náð yfir um 33% af landinu. Ráðherra segist sjálfur hafa tekið ákvörðun um að fresta málinu, það hafi ekki verið tekið af þingmálaskrá vegna þrýstings frá hinum stjórnarflokkunum. „Það var í sjálfu sér ekki umræða á milli flokkanna sérstaklega hvaða mál færu heldur var það ákvörðun hvers og eins ráðherra. Ég tók þá ákvörðun að í ljósi aðstæðnanna að ég myndi gefa þessu meiri tíma og fá þá meira svigrúm til þess einmitt að tala við fleiri og reyna að sætta sjónarmið,“ segir ráðherra. „Vegna þess að þetta mál er stórt og það skiptir gríðarlega miklu máli að mínu mati þannig að það er algjörlega mín ákvörðun.“
Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Alþingi Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08
Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45