Að skapa tækifæri – um land allt Selma Sigurjónsdóttir skrifar 6. maí 2020 13:00 Við getum nýtt tækifærið sem Covid-19 faraldurinn hefur fært okkur og hugsað atvinnulíf á Íslandi upp á nýtt. Með því að opna hugann gagnvart störfum án staðsetningar er hægt að auka fjölbreytileika atvinnulífs og efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu um allt land. Landsbyggðirnar hafa upp á að bjóða fjölbreytta kosti sem atvinnulífið gæti notið góðs af, svo sem fjölbreyttan mannauð og lægri rekstrarkostnað (t.d. í formi lægra leiguverðs) og öflugar menntastofnanir sem starfa náið með atvinnulífinu. Undanfarin ár hefur orðið heilmikil uppbygging innviða, til dæmis með verkefninu Ljóstengt Ísland. Nú er það því vel raunhæfur möguleiki að bjóða störf án staðsetningar. Menntun er hægt að sækja í gegnum einfaldar tæknilausnir sem gerir það að verkum að einstaklingar og fyrirtæki um land allt geta eflt sig í leik og starfi. Fram á völlinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hóf í fyrra rekstur verkefnisins Fram á völlinn. Um er að ræða samstarfsverkefni sem miðar að því að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði íbúa. Á haustmisseri 2019 kom verkefnið til framkvæmdar í Dölunum og var því ætlað að fylgja eftir kynningarherferð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Gríptu boltann, sem hvatti til nýsköpunar í sveitum. Fram á völlinn samanstendur af átta vinnusmiðjum þar sem blandað er saman fræðslu, leiðsögn og vinnu við hugmyndir þátttakenda. Þátttakendur vinna saman að verkefnum hvers annars um leið og sínum eigin og eflir það og styrkir bæði þátttakendur og verkefnin. Þátttakendur fengu einnig leiðsögn um helstu verkfæri til viðskiptáætlana og því til viðbótar hafa þeir aðgengi að leiðbeinendum eftir þörfum hvers og eins. Alls skráðu 19 þátttakendur sig til leiks og skuldbundu sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris á meðan verkefninu stóð. Störf án staðsetningar Ekki var einungis verið að hvetja til nýsköpunar í rekstri heldur var líka hvatt til þess að fólk veitti störfum án staðsetningar athygli. Það á enda ekki við alla að eiga og reka fyrirtæki. Einstaklingar vilja þó gjarnan fá starf við hæfi sem reynir á þeirra þekkingu og færni þar sem það kýs að búa. Vinnustöðum sem bjóða upp á störf án staðsetningar fer ört fjölgandi og hafa víða um heim verið sett upp einhvers konar „hub“ eða samnýtt vinnurými þar sem fleiri ámóta einstaklingar starfa ýmist að eigin verkefnum eða sem starfmenn fyrirtækja sem eiga höfuðstöðvar í þéttbýlum. Má þar nefna Blábankann á Þingeyri og Coworking á Akranesi sem dæmi um slík samvinnurými. Hugsum í lausnum Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur enn frekar að störf geta vel verið án staðsetningar. Með því að breyta venjum okkar svo mikið á skömmum tíma höfum við sannað fyrir sjálfum okkur að fastmótaðar venjur getur auðveldlega tekið breytingum. Hlutirnir þurfa alls ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Látum ekki viðjar hugarfars halda aftur af okkur, við þurfum að hugsa í lausnum og það er alltaf pláss fyrir nýsköpun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum nýtt tækifærið sem Covid-19 faraldurinn hefur fært okkur og hugsað atvinnulíf á Íslandi upp á nýtt. Með því að opna hugann gagnvart störfum án staðsetningar er hægt að auka fjölbreytileika atvinnulífs og efla nýsköpun og atvinnuuppbyggingu um allt land. Landsbyggðirnar hafa upp á að bjóða fjölbreytta kosti sem atvinnulífið gæti notið góðs af, svo sem fjölbreyttan mannauð og lægri rekstrarkostnað (t.d. í formi lægra leiguverðs) og öflugar menntastofnanir sem starfa náið með atvinnulífinu. Undanfarin ár hefur orðið heilmikil uppbygging innviða, til dæmis með verkefninu Ljóstengt Ísland. Nú er það því vel raunhæfur möguleiki að bjóða störf án staðsetningar. Menntun er hægt að sækja í gegnum einfaldar tæknilausnir sem gerir það að verkum að einstaklingar og fyrirtæki um land allt geta eflt sig í leik og starfi. Fram á völlinn Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hóf í fyrra rekstur verkefnisins Fram á völlinn. Um er að ræða samstarfsverkefni sem miðar að því að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði íbúa. Á haustmisseri 2019 kom verkefnið til framkvæmdar í Dölunum og var því ætlað að fylgja eftir kynningarherferð Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Gríptu boltann, sem hvatti til nýsköpunar í sveitum. Fram á völlinn samanstendur af átta vinnusmiðjum þar sem blandað er saman fræðslu, leiðsögn og vinnu við hugmyndir þátttakenda. Þátttakendur vinna saman að verkefnum hvers annars um leið og sínum eigin og eflir það og styrkir bæði þátttakendur og verkefnin. Þátttakendur fengu einnig leiðsögn um helstu verkfæri til viðskiptáætlana og því til viðbótar hafa þeir aðgengi að leiðbeinendum eftir þörfum hvers og eins. Alls skráðu 19 þátttakendur sig til leiks og skuldbundu sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris á meðan verkefninu stóð. Störf án staðsetningar Ekki var einungis verið að hvetja til nýsköpunar í rekstri heldur var líka hvatt til þess að fólk veitti störfum án staðsetningar athygli. Það á enda ekki við alla að eiga og reka fyrirtæki. Einstaklingar vilja þó gjarnan fá starf við hæfi sem reynir á þeirra þekkingu og færni þar sem það kýs að búa. Vinnustöðum sem bjóða upp á störf án staðsetningar fer ört fjölgandi og hafa víða um heim verið sett upp einhvers konar „hub“ eða samnýtt vinnurými þar sem fleiri ámóta einstaklingar starfa ýmist að eigin verkefnum eða sem starfmenn fyrirtækja sem eiga höfuðstöðvar í þéttbýlum. Má þar nefna Blábankann á Þingeyri og Coworking á Akranesi sem dæmi um slík samvinnurými. Hugsum í lausnum Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur enn frekar að störf geta vel verið án staðsetningar. Með því að breyta venjum okkar svo mikið á skömmum tíma höfum við sannað fyrir sjálfum okkur að fastmótaðar venjur getur auðveldlega tekið breytingum. Hlutirnir þurfa alls ekki að vera eins og þeir hafa alltaf verið. Látum ekki viðjar hugarfars halda aftur af okkur, við þurfum að hugsa í lausnum og það er alltaf pláss fyrir nýsköpun. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun