Skoðun

Takk fyrir allt

Jón Fannar Árnason skrifar

Ég er nýkominn heim eftir útskriftarráðstefnu í tómstunda og félagsmálafræði. Ég var þar ásamt samnemendum mínum að kynna útskriftarverkefnin okkar. Ráðstefnan gekk mjög vel þótt ég segi sjálfur frá. 

Ekki var einfalt að skipuleggja þessa ráðstefnu vegna samkomubannsins. Upphaflega átti ráðstefnan að fara fram fyrir fullum sal af fólki en það var ekki hægt eins og gefur að skilja. Þá var brugðið á það ráð að hafa ráðstefnuna einungis í gegnum netið og hver og einn myndi kynna sitt verkefni í gegnum tölvu. Hugmynd sem margir voru stressaðir yfir, þar á meðal ég. 

Á endanum fór ráðstefnan fram í sal en bara 50 manns þar inni. Henni var streymt á netinu svo allir sem höfðu áhuga gátu fylgst með. Í þessu langa ferli að breyta skipulagi ráðstefnunnar fram og til baka þá stóð nemendahópurinn mjög þétt saman undir góðri stjórn Vöndu Sigurgeirsdóttur. 

Ég sá í þessu ferli mikið af einkennum nemendahópsins. Einkenni sem ég hef séð alla tíð síðan hann kom fyrst saman. Samvinna, jákvæðni og allir að gera sitt besta svo fátt eitt sé nefnt. Allir lögðu sitt að mörkum svo að ráðstefnan yrði eins flott og hægt var. Ég er ótrúlega stoltur af okkur öllum.

Það er gaman að útskrifast en það fylgja því gallar eins og öllu öðru. Gallinn er sá að ég er ekki að fara hitta daglega, mínu frábæru samnemendur og kennara, sem ég kynntist fyrir þremur árum síðan. Þessi þrjú ára hafa verið algjört ævintýri og ég hef skemmt mér konunglega. Það er ykkur öllum að þakka. Þið hafið verið frábær. Takk fyrir allt.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×