Rondey rotaði drukkinn Íslending í miðbænum eftir kynþáttaníð en nefbraut óvart Booker í leiðinni Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 12:00 Teitur gerði upp ferilinn hjá Rikka G í gær og sagði margar skemmtilegar sögur af ferlinum. Teitur Örlygsson segir að það hafi verið margar sögurnar af Bandaríkjamanninum Rondey Robison sem lék í sex ár með Njarðvík á árunum 1990 til 1996. Ein þeirra gerðist í miðbæ Reykjavíkur þegar drukkinn Íslendingur kallaði hann illum nöfnum. Teitur gerði upp magnaðan feril sinn hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gær en Teitur vann hvern titilinn á fætur öðrum; sem leikmaður og þjálfari. Einn af fimm bestu samherjum Teits var Rondey Robison og Teitur segir að það hafi verið margar sögurnar af þessum frábæra leikmanni. „Það eru margar frægar sögur af honum. Ein þeirra er þegar þeir voru á djamminu í Reykjavík, ég veit ekki hvort ég megi segja þetta, en þá var hann og Frank Booker saman fyrir framan veitingastað í Reykjavík. Þeir sitja fram í og þá kemur leiðinlega dónalegur Íslendingur,“ sagði Teitur en Frank Booker lék hér á landi frá 1991 til 1995. Hann lék með ÍR, Val og Grindavík. „Hann var dauðadrukkinn og byrjaði að kalla þá þessu n-orði sem þeir þola ekki. Þeir urðu mikið fyrir aðkasti á þessum árum þessir strákar. Þeir gerðu ekkert og Booker skrúfar niður rúðuna og reynir að róa manninn niður en hann heldur áfram og er kominn með hausinn inn í bílinn að kalla þetta og niðurlægja þá.“ „Þangað til að okkar maður Rondey sem situr í farþegasætinu fær nóg og þetta voru engir venjulegir handleggir á honum. Hann teygir sig yfir og gefur honum einn á lúðurinn. Það heyrist bara höggið og gaurinn dettur á bakið alveg kaldur nema hann tók nefið af Booker í leiðinni og nefbraut hann líka. Booker var allur í blóði líka og það dró ekkert úr högginu. Hann rotaði hinn líka,“ sagði Teitur. Klippa: Sportið í kvöld - Teitur með sögu af Rondey Robison Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. UMF Njarðvík Sportið í kvöld Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Teitur Örlygsson segir að það hafi verið margar sögurnar af Bandaríkjamanninum Rondey Robison sem lék í sex ár með Njarðvík á árunum 1990 til 1996. Ein þeirra gerðist í miðbæ Reykjavíkur þegar drukkinn Íslendingur kallaði hann illum nöfnum. Teitur gerði upp magnaðan feril sinn hjá Rikka G í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gær en Teitur vann hvern titilinn á fætur öðrum; sem leikmaður og þjálfari. Einn af fimm bestu samherjum Teits var Rondey Robison og Teitur segir að það hafi verið margar sögurnar af þessum frábæra leikmanni. „Það eru margar frægar sögur af honum. Ein þeirra er þegar þeir voru á djamminu í Reykjavík, ég veit ekki hvort ég megi segja þetta, en þá var hann og Frank Booker saman fyrir framan veitingastað í Reykjavík. Þeir sitja fram í og þá kemur leiðinlega dónalegur Íslendingur,“ sagði Teitur en Frank Booker lék hér á landi frá 1991 til 1995. Hann lék með ÍR, Val og Grindavík. „Hann var dauðadrukkinn og byrjaði að kalla þá þessu n-orði sem þeir þola ekki. Þeir urðu mikið fyrir aðkasti á þessum árum þessir strákar. Þeir gerðu ekkert og Booker skrúfar niður rúðuna og reynir að róa manninn niður en hann heldur áfram og er kominn með hausinn inn í bílinn að kalla þetta og niðurlægja þá.“ „Þangað til að okkar maður Rondey sem situr í farþegasætinu fær nóg og þetta voru engir venjulegir handleggir á honum. Hann teygir sig yfir og gefur honum einn á lúðurinn. Það heyrist bara höggið og gaurinn dettur á bakið alveg kaldur nema hann tók nefið af Booker í leiðinni og nefbraut hann líka. Booker var allur í blóði líka og það dró ekkert úr högginu. Hann rotaði hinn líka,“ sagði Teitur. Klippa: Sportið í kvöld - Teitur með sögu af Rondey Robison Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
UMF Njarðvík Sportið í kvöld Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira