Viðar um samninginn í Kína: „Hefði líklega aldrei getað sagt nei“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 20:15 Það voru alvöru peningar sem biðu Viðars í Kína. vísir/s2s Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson gekk árið 2015 til raðir kínverska félagsins Jiangsu Sainty eftir að hafa slegið í gegn með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Samningur var það góður að það var varla hægt að segja nei sagði Viðar. Selfyssingurinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir ferilinn en hann er nú á mála hjá Yeni Malatyaspor í Tyrkandi. Þar er hann á láni frá Rostov en Viðar hefur komið víða við á ferlinum. Hann sló fyrst í gegn í atvinnumennsku hjá Vålerenga í Noregi þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann segir að það hafi mörg tilboð komið inn á borð Vålerenga en félagið hafi viljað margar milljónir evra fyrir framherjann. „Það voru margar dyr opnar um sumarið þegar tímabilið var hálfnað en þá var ég ekkert voða stressaður. Ég vildi klára tímabilið og vera markahæstur en þá voru búnir ellefu, tólf leikir og ég kominn með jafn mörg mörk. Mér leið vel þarna og það gekk vel en þá voru ensk lið að fylgjast með mér. Það komu tilboð frá Hollandi og Þýskalandi fyrir fína upphæð en Vålerenga vildi fimm milljónir evra,“ sagði Viðar en liðin voru ekki tilbúin að borga uppsett verð. „Það voru í hverri einustu viku stór lið að horfa á mig. Ég veit alveg að ég var kannski ekkert að fara beint í Premier League en það voru félög þaðan sem voru frekar stórir að horfa. Það var mikill áhugi en liðin sögðu bara að upphæðin hafi verið alltof há,“ en það fór ekki í taugarnar á Viðari. Hann segir að eftir að tímabilinu lauk hafi ekki verið eins mörg lið á eftir honum eins og sumarið. Það var helst Rússland og Kína og þá kölluðu peningarnir. „Svo er tímabilið búið í nóvember og þá eru ekki mörg lið að leita að mönnum. Það er eitthvað aðeins í gangi en þá ertu kominn í rússnesk lið og svo var ég þolinmóður en það var ekkert mikið í gangi. Þú ert ekki búinn að spila þá í tvo mánuði og þetta er erfiður gluggi. Liðið vill að þú komir inn og hafir strax áhrif.“ „Það kom mikill áhugi frá Kína og það er meira að segja það en að segja nei við þeim. Það er metnaður í þeim. Maður er að spila í Noregi og maður taldi sig vera höfðingja að vera bjóða systur sinni út að borða. Þegar tölur koma eins og frá Kínverjunum þá hefði ég séð eftir því ansi lengi ef ég hefði sagt nei.“ „Þetta er fótboltalega séð ekki rétt skref og ég myndi gera þetta öðruvísi í dag en ég sé ekki eftir þessu. Ég hefði líklega aldrei getað sagt nei við þessu sem þau buðu mér. Þetta er ævintýri og allt það en orðinn 25 ára. Ég held ég gæti ekki sagt nei við þessu þó ég gæti breytt einhverju,“ sagði Viðar. Klippa: Sportið í dag - Viðar Örn um Kína ævintýrið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson gekk árið 2015 til raðir kínverska félagsins Jiangsu Sainty eftir að hafa slegið í gegn með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Samningur var það góður að það var varla hægt að segja nei sagði Viðar. Selfyssingurinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir ferilinn en hann er nú á mála hjá Yeni Malatyaspor í Tyrkandi. Þar er hann á láni frá Rostov en Viðar hefur komið víða við á ferlinum. Hann sló fyrst í gegn í atvinnumennsku hjá Vålerenga í Noregi þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann segir að það hafi mörg tilboð komið inn á borð Vålerenga en félagið hafi viljað margar milljónir evra fyrir framherjann. „Það voru margar dyr opnar um sumarið þegar tímabilið var hálfnað en þá var ég ekkert voða stressaður. Ég vildi klára tímabilið og vera markahæstur en þá voru búnir ellefu, tólf leikir og ég kominn með jafn mörg mörk. Mér leið vel þarna og það gekk vel en þá voru ensk lið að fylgjast með mér. Það komu tilboð frá Hollandi og Þýskalandi fyrir fína upphæð en Vålerenga vildi fimm milljónir evra,“ sagði Viðar en liðin voru ekki tilbúin að borga uppsett verð. „Það voru í hverri einustu viku stór lið að horfa á mig. Ég veit alveg að ég var kannski ekkert að fara beint í Premier League en það voru félög þaðan sem voru frekar stórir að horfa. Það var mikill áhugi en liðin sögðu bara að upphæðin hafi verið alltof há,“ en það fór ekki í taugarnar á Viðari. Hann segir að eftir að tímabilinu lauk hafi ekki verið eins mörg lið á eftir honum eins og sumarið. Það var helst Rússland og Kína og þá kölluðu peningarnir. „Svo er tímabilið búið í nóvember og þá eru ekki mörg lið að leita að mönnum. Það er eitthvað aðeins í gangi en þá ertu kominn í rússnesk lið og svo var ég þolinmóður en það var ekkert mikið í gangi. Þú ert ekki búinn að spila þá í tvo mánuði og þetta er erfiður gluggi. Liðið vill að þú komir inn og hafir strax áhrif.“ „Það kom mikill áhugi frá Kína og það er meira að segja það en að segja nei við þeim. Það er metnaður í þeim. Maður er að spila í Noregi og maður taldi sig vera höfðingja að vera bjóða systur sinni út að borða. Þegar tölur koma eins og frá Kínverjunum þá hefði ég séð eftir því ansi lengi ef ég hefði sagt nei.“ „Þetta er fótboltalega séð ekki rétt skref og ég myndi gera þetta öðruvísi í dag en ég sé ekki eftir þessu. Ég hefði líklega aldrei getað sagt nei við þessu sem þau buðu mér. Þetta er ævintýri og allt það en orðinn 25 ára. Ég held ég gæti ekki sagt nei við þessu þó ég gæti breytt einhverju,“ sagði Viðar. Klippa: Sportið í dag - Viðar Örn um Kína ævintýrið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Fótbolti Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Sjá meira