Teiknaði upp tíu sviðsmyndir af fótboltasumrinu: „Væri hissa ef þetta rennur smurt í gegn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 22:00 Birkir fer yfir hvernig fótboltasumarið 2020 muni fara fram. vísir/s2s KSÍ hélt í gær blaðamananfund fyrir knattspyrnusumarið 2020 þar sem var tilkynnt hvernig sambandið hugsaði sér að koma þeim tæplega fimm þúsund leikjum fyrir í sumar. Það hefur verið nóg að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, undanfarna dagar og vikur en hann hefur þurft að setja upp ansi margar sviðsmyndir á skrifstofunni undanfarnar vikur. En hvað hafa þær verið margar þessar myndir? „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég var að vinna með tíu útgáfur framan af. Þetta er vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er tarnavinna,“ sagði Birkir í Sportinu í dag. „Þetta var spurning sem ég var að vonast til að fá ekki. Við höfum rætt þetta og við erum meðvituð um það að við verðum að vera tilbúin ef og þegar þetta gerist.“ „Þetta snýst um að spila fótboltaleiki. Þó að ég hafi varpað að við spilum 4950 leiki yfir sumarið þá erum við auðvitað með fleiri leiki. Þarna var ekki Lengjubikar, Reykjavíkurmót eða Faxaflóamót. Ég lagði einhverntímann í þá vinnu að fara yfir þá leliki sem fara fram á Íslandi og mér sýnist að þeir séu í kringum 17 þúsund leikir. Helmingurinn væri skipulagður af KSÍ en hinn helmingur af leikjunum sjálfum. Þetta er gríðarlegt magn.“ Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir hversu langt á að líða frá því að þeir megi æfa og hvenær byrja eigi að spila. Birkir segir að vikurnar þrjár hafi verið hálfgerð málamiðlun. „Við reyndum að afla okkur upplýsinga frá félögunum hvenær þau voru tilbúin. Frá því að þau fengu að æfa og hvenær þau væru klár í að spila. Málamiðlunin var þrjár vikur,“ en félögin hafa frest til 12. maí. Hann býst við að fá einhverja tölvupósta og hringingar. „Ég væri mjög hissa ef þetta myndi renna alveg smurt í gegn. Það væri eitthvað alveg nýtt,“ sagði Birkir. Viðtali við Birki má sjá hér að neðan sem og viðtal við formanninn Guðna Bergsson. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergsson og Birkir Sveinsson Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Sjá meira
KSÍ hélt í gær blaðamananfund fyrir knattspyrnusumarið 2020 þar sem var tilkynnt hvernig sambandið hugsaði sér að koma þeim tæplega fimm þúsund leikjum fyrir í sumar. Það hefur verið nóg að gera hjá Birki Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, undanfarna dagar og vikur en hann hefur þurft að setja upp ansi margar sviðsmyndir á skrifstofunni undanfarnar vikur. En hvað hafa þær verið margar þessar myndir? „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég var að vinna með tíu útgáfur framan af. Þetta er vinna eins og hver önnur vinna. Þetta er tarnavinna,“ sagði Birkir í Sportinu í dag. „Þetta var spurning sem ég var að vonast til að fá ekki. Við höfum rætt þetta og við erum meðvituð um það að við verðum að vera tilbúin ef og þegar þetta gerist.“ „Þetta snýst um að spila fótboltaleiki. Þó að ég hafi varpað að við spilum 4950 leiki yfir sumarið þá erum við auðvitað með fleiri leiki. Þarna var ekki Lengjubikar, Reykjavíkurmót eða Faxaflóamót. Ég lagði einhverntímann í þá vinnu að fara yfir þá leliki sem fara fram á Íslandi og mér sýnist að þeir séu í kringum 17 þúsund leikir. Helmingurinn væri skipulagður af KSÍ en hinn helmingur af leikjunum sjálfum. Þetta er gríðarlegt magn.“ Þjálfarar hafa mismunandi skoðanir hversu langt á að líða frá því að þeir megi æfa og hvenær byrja eigi að spila. Birkir segir að vikurnar þrjár hafi verið hálfgerð málamiðlun. „Við reyndum að afla okkur upplýsinga frá félögunum hvenær þau voru tilbúin. Frá því að þau fengu að æfa og hvenær þau væru klár í að spila. Málamiðlunin var þrjár vikur,“ en félögin hafa frest til 12. maí. Hann býst við að fá einhverja tölvupósta og hringingar. „Ég væri mjög hissa ef þetta myndi renna alveg smurt í gegn. Það væri eitthvað alveg nýtt,“ sagði Birkir. Viðtali við Birki má sjá hér að neðan sem og viðtal við formanninn Guðna Bergsson. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergsson og Birkir Sveinsson Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Sjá meira