Misnotkun á opinberum styrkjum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 8. maí 2020 07:30 Nú eru sum fyrirtæki farin að endurgreiða þann stuðning sem þau hafa nýtt sér frá stjórnvöldum, úr okkar sameiginlegu sjóðum. Það er ljóst að mörg fyrirtæki hafa fengið stuðning sem þurftu ekkert á stuðningi að halda. Það er með ólíkindum að fyrirtækin hafi sýnt þessa hlið á sér, að vera ekki í rekstrarvanda en nýta sér samt sem áður stuðning samfélagsins. Fyrirtæki eiga mörg hver sjóði til að leita í á erfiðum mánuðum. Mörg fyrirtæki geta lifað af án stuðnings en nýta sér slíkt samt sem áður. Þetta er óþolandi og er með öllu siðlaust. Fyrirtæki eiga að fá stuðnings þegar virkilega þörf er á því. Nú er það svo að staðan er farin að batna að mörgu leyti. Okkur er að takast að halda veirunni niðri Það er sjálfsögð krafa okkar að fyrirtækin endurgreiði óþarfa stuðning. Sjálfviljugar endurgreiðslur þegar við sjáum að staðan er að lagast hjá fyrirtækjum væri lang eðlilegasta leiðin. Stuðningsgreiðslur verði endurgreiddar í sameiginlega sjóði. Ég legg jafnframt til að lög verði sett um að á næstu árum muni ríkið setja á sérstakan skatt á fyrirtæki sem hafa nýtt sér þetta úrræði ÁN þess að þau hafi þurft stuðning. Þessi skattur verði settur á arðgreiðslur út úr fyrirtækjunum og gæti til dæmis verið virkur næstu fimm árin. Auk þess þarf auðvitað að stöðva allan stuðning við fyrirtæki þar sem eigendur tengjast á einhvern hátt aflandsfélögum eða skattaskjólum. Það er hreint út sagt með ólíkindum að það sjálfsagða skilyrði hafi ekki verið sett í lögin hér á landi líkt og víða var gert. Það er með öllu ólíðandi að mikilvægur stuðningur sé misnotaður með þeim hætti sem við sjáum. Við verðum að reisa réttlátt samfélag þar sem áherslan verður lögð á réttindi fólksins. Fjármagnseigendur verða að leggja til samfélagsins í miklu meiri mæli en hingað til og því þarf að taka upp nýtt fjármagnstekjuskattskerfi þar sem arðgreiðslur úr rekstri fyrirtækja verða skattlagðar með ígildi skattprósentu efsta skattþreps í tekjuskattskerfisins. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kristján Þórður Snæbjarnarson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú eru sum fyrirtæki farin að endurgreiða þann stuðning sem þau hafa nýtt sér frá stjórnvöldum, úr okkar sameiginlegu sjóðum. Það er ljóst að mörg fyrirtæki hafa fengið stuðning sem þurftu ekkert á stuðningi að halda. Það er með ólíkindum að fyrirtækin hafi sýnt þessa hlið á sér, að vera ekki í rekstrarvanda en nýta sér samt sem áður stuðning samfélagsins. Fyrirtæki eiga mörg hver sjóði til að leita í á erfiðum mánuðum. Mörg fyrirtæki geta lifað af án stuðnings en nýta sér slíkt samt sem áður. Þetta er óþolandi og er með öllu siðlaust. Fyrirtæki eiga að fá stuðnings þegar virkilega þörf er á því. Nú er það svo að staðan er farin að batna að mörgu leyti. Okkur er að takast að halda veirunni niðri Það er sjálfsögð krafa okkar að fyrirtækin endurgreiði óþarfa stuðning. Sjálfviljugar endurgreiðslur þegar við sjáum að staðan er að lagast hjá fyrirtækjum væri lang eðlilegasta leiðin. Stuðningsgreiðslur verði endurgreiddar í sameiginlega sjóði. Ég legg jafnframt til að lög verði sett um að á næstu árum muni ríkið setja á sérstakan skatt á fyrirtæki sem hafa nýtt sér þetta úrræði ÁN þess að þau hafi þurft stuðning. Þessi skattur verði settur á arðgreiðslur út úr fyrirtækjunum og gæti til dæmis verið virkur næstu fimm árin. Auk þess þarf auðvitað að stöðva allan stuðning við fyrirtæki þar sem eigendur tengjast á einhvern hátt aflandsfélögum eða skattaskjólum. Það er hreint út sagt með ólíkindum að það sjálfsagða skilyrði hafi ekki verið sett í lögin hér á landi líkt og víða var gert. Það er með öllu ólíðandi að mikilvægur stuðningur sé misnotaður með þeim hætti sem við sjáum. Við verðum að reisa réttlátt samfélag þar sem áherslan verður lögð á réttindi fólksins. Fjármagnseigendur verða að leggja til samfélagsins í miklu meiri mæli en hingað til og því þarf að taka upp nýtt fjármagnstekjuskattskerfi þar sem arðgreiðslur úr rekstri fyrirtækja verða skattlagðar með ígildi skattprósentu efsta skattþreps í tekjuskattskerfisins. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar