Hefur áhyggjur af þróuninni en er spenntur fyrir Olís-deildinni næsta vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 13:30 Eftir þrjú ár í atvinnumennsku leikur Helena Rut Örvarsdóttir í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. vísir/bára „Leiðin liggur ekki heim,“ söng Bubbi Morthens í samnefndu lagi frá 1997. Það á ekki við íslenskar landsliðskonur í handbolta en hjá þeim hefur leiðin svo sannarlega legið heim í vor. Fimm landsliðskonur, sem hafa leikið erlendis undanfarin ár, eru á heimleið og hafa samið við lið í Olís-deildinni. Birna Berg Haraldsdóttir fór til ÍBV, Mariam Eradze til Vals, Rut Jónsdóttir til KA/Þórs og í dag var greint frá því að Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru gengnar í raðir Stjörnunnar. Þá er líklegt að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leiki á Íslandi á næsta tímabili. Íslenskir leikmenn sem leika erlendis eru því nánast teljandi á fingrum annarar handar í dag. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, neitar því ekki að hann vilji sjá fleiri íslenska leikmenn leika erlendis. Hann segir þó að Olís-deildin verði gríðarlega sterk og spennandi á næsta tímabili. „Þetta styrkir deildina hér heima og það stefnir í eitt skemmtilegasta tímabil í langan tíma. Og því ber að fagna,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. „Á móti kemur að þetta er visst áhyggjuefni. Það á eftir að koma í ljós hvort kórónuveirufaraldurinn hafi einhver áhrif á þetta en auðvitað vill maður sjá þessar stelpur í atvinnumennsku, í góðum liðum í bestu deildum í heimi.“ Undanfarin ár hefur íslenskum handboltakonum sem spila á hæsta getustigi fækkað. „Ég hef haft áhyggjur af þróuninni í töluverðan tíma. Í gegnum tíðina höfum átt stelpur í mjög sterkum liðum. Það hefur dregið úr því og við þurfum að koma okkur á þá braut á ný,“ sagði Arnar. Atvinnumennskan er oft ekkert sældarlíf og harkið mikið. „Auðvitað er það þannig og hefur alltaf verið þannig, sérstaklega í kvennaíþróttum. Þessar stelpur sem eru í þessu eru naglar. Eins og þær hafa flestar sagt er þetta ekkert sældarlíf og oft erfitt. Svo hjálpar ástandið ekki til. Margar af þessum stelpum voru með lausan samning,“ sagði Arnar. Fram hafði mikla yfirburði í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili en útlit er fyrir jafnari deild næsta vetur, sérstaklega þar sem leikmennirnir sem komu heim hafa dreifst á liðin í deildinni. „Við fögnum því. Það stefnir allt í frábæra deild næsta vetur. Við erum vonandi komin með 5-6 lið sem eru mjög sterk,“ sagði Arnar. „Ég er mjög spenntur fyrir deildinni á næsta tímabili og það verður gaman að fylgjast með henni.“ Landsliðskonur sem eru komnar heim Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur Atvinnumenn erlendis Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36 KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29 Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45 Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
„Leiðin liggur ekki heim,“ söng Bubbi Morthens í samnefndu lagi frá 1997. Það á ekki við íslenskar landsliðskonur í handbolta en hjá þeim hefur leiðin svo sannarlega legið heim í vor. Fimm landsliðskonur, sem hafa leikið erlendis undanfarin ár, eru á heimleið og hafa samið við lið í Olís-deildinni. Birna Berg Haraldsdóttir fór til ÍBV, Mariam Eradze til Vals, Rut Jónsdóttir til KA/Þórs og í dag var greint frá því að Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru gengnar í raðir Stjörnunnar. Þá er líklegt að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leiki á Íslandi á næsta tímabili. Íslenskir leikmenn sem leika erlendis eru því nánast teljandi á fingrum annarar handar í dag. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, neitar því ekki að hann vilji sjá fleiri íslenska leikmenn leika erlendis. Hann segir þó að Olís-deildin verði gríðarlega sterk og spennandi á næsta tímabili. „Þetta styrkir deildina hér heima og það stefnir í eitt skemmtilegasta tímabil í langan tíma. Og því ber að fagna,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. „Á móti kemur að þetta er visst áhyggjuefni. Það á eftir að koma í ljós hvort kórónuveirufaraldurinn hafi einhver áhrif á þetta en auðvitað vill maður sjá þessar stelpur í atvinnumennsku, í góðum liðum í bestu deildum í heimi.“ Undanfarin ár hefur íslenskum handboltakonum sem spila á hæsta getustigi fækkað. „Ég hef haft áhyggjur af þróuninni í töluverðan tíma. Í gegnum tíðina höfum átt stelpur í mjög sterkum liðum. Það hefur dregið úr því og við þurfum að koma okkur á þá braut á ný,“ sagði Arnar. Atvinnumennskan er oft ekkert sældarlíf og harkið mikið. „Auðvitað er það þannig og hefur alltaf verið þannig, sérstaklega í kvennaíþróttum. Þessar stelpur sem eru í þessu eru naglar. Eins og þær hafa flestar sagt er þetta ekkert sældarlíf og oft erfitt. Svo hjálpar ástandið ekki til. Margar af þessum stelpum voru með lausan samning,“ sagði Arnar. Fram hafði mikla yfirburði í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili en útlit er fyrir jafnari deild næsta vetur, sérstaklega þar sem leikmennirnir sem komu heim hafa dreifst á liðin í deildinni. „Við fögnum því. Það stefnir allt í frábæra deild næsta vetur. Við erum vonandi komin með 5-6 lið sem eru mjög sterk,“ sagði Arnar. „Ég er mjög spenntur fyrir deildinni á næsta tímabili og það verður gaman að fylgjast með henni.“ Landsliðskonur sem eru komnar heim Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur Atvinnumenn erlendis Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK
Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur
Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36 KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29 Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45 Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36
KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29
Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45
Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28