Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 19:00 Liverpoolmenn eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni en bíða þess sem verða vill. VÍSIR/GETTY Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkur vilji væri á meðal félaganna til þess að síðustu umferðir tímabilsins yrðu kláraðar á heimavöllum liðanna, en ekki á fáeinum, hlutlausum völlum eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Allir myndu kjósa að hægt yrði að spila leikina á heimavöllum liðanna ef það er hægt, og það er augljóst að sum félög hafa sterkari skoðun en önnur á þessu,“ sagði Masters. Samkvæmt Sky Sports gerir áætlun breskra stjórnvalda ráð fyrir því að hægt verði að keppa í afreksíþróttum frá og með 1. júní, fyrir luktum dyrum. Enn er því stefnt að því að hægt verði að spila þá 92 leiki sem eftir eru af tímabilinu. „Við erum í stöðugu sambandi við stjórnvöld og hlustum á þeirra leiðbeiningar, á sama tíma og við komum sjónarmiðum félaganna á framfæri,“ sagði Masters. Fyrir tveimur vikum var félögunum sagt að aðeins yrði hægt að klára tímabilið á hlutlausum velli eða völlum, vegna þess að stjórnvöld óttuðust að hópar myndu safnast saman fyrir utan heimavelli liðanna þegar leikið væri og þannig brjóta reglur um fjarlægðarmörk. Að minnsta kosti sex félög lýstu sig andvíg hugmyndinni, þar á meðal Watford, Aston Villa og Brighton. Samþykktu að framlengja mætti samninga Svo gæti vissulega farið að tímabilið verði blásið af, með einum eða öðrum hætti, en félögin virðast hafa forðast að ræða um þann möguleika. „Á fundinum í dag var í fyrsta sinn rætt um styttingu. Það er auðvitað enn markmiðið að klára tímabilið en það er mikilvægt að ræða alla möguleika við félögin okkar. Við munum ekki geta byrjað að spila fyrr en um miðjan júní í fyrsta lagi. Það er ekki vit í því að tala um að byrja að spila áður en að fyrsta skrefið er tekið í því að hefja æfingar aftur. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en hægt verður að spila og við höldum áfram að meta stöðuna fram að því,“ sagði Masters. „Það sem var samþykkt í dag var að leikmenn mættu framlengja samninga sína fram yfir 30. júní, til loka tímabilsins. Báðir aðilar verða að samþykkja það, og þetta verður að vera komið á hreint fyrir 23. júní,“ sagði Masters. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkur vilji væri á meðal félaganna til þess að síðustu umferðir tímabilsins yrðu kláraðar á heimavöllum liðanna, en ekki á fáeinum, hlutlausum völlum eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Allir myndu kjósa að hægt yrði að spila leikina á heimavöllum liðanna ef það er hægt, og það er augljóst að sum félög hafa sterkari skoðun en önnur á þessu,“ sagði Masters. Samkvæmt Sky Sports gerir áætlun breskra stjórnvalda ráð fyrir því að hægt verði að keppa í afreksíþróttum frá og með 1. júní, fyrir luktum dyrum. Enn er því stefnt að því að hægt verði að spila þá 92 leiki sem eftir eru af tímabilinu. „Við erum í stöðugu sambandi við stjórnvöld og hlustum á þeirra leiðbeiningar, á sama tíma og við komum sjónarmiðum félaganna á framfæri,“ sagði Masters. Fyrir tveimur vikum var félögunum sagt að aðeins yrði hægt að klára tímabilið á hlutlausum velli eða völlum, vegna þess að stjórnvöld óttuðust að hópar myndu safnast saman fyrir utan heimavelli liðanna þegar leikið væri og þannig brjóta reglur um fjarlægðarmörk. Að minnsta kosti sex félög lýstu sig andvíg hugmyndinni, þar á meðal Watford, Aston Villa og Brighton. Samþykktu að framlengja mætti samninga Svo gæti vissulega farið að tímabilið verði blásið af, með einum eða öðrum hætti, en félögin virðast hafa forðast að ræða um þann möguleika. „Á fundinum í dag var í fyrsta sinn rætt um styttingu. Það er auðvitað enn markmiðið að klára tímabilið en það er mikilvægt að ræða alla möguleika við félögin okkar. Við munum ekki geta byrjað að spila fyrr en um miðjan júní í fyrsta lagi. Það er ekki vit í því að tala um að byrja að spila áður en að fyrsta skrefið er tekið í því að hefja æfingar aftur. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en hægt verður að spila og við höldum áfram að meta stöðuna fram að því,“ sagði Masters. „Það sem var samþykkt í dag var að leikmenn mættu framlengja samninga sína fram yfir 30. júní, til loka tímabilsins. Báðir aðilar verða að samþykkja það, og þetta verður að vera komið á hreint fyrir 23. júní,“ sagði Masters.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira