Meira en 100 ný smit tengd næturlífinu í Suður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 06:34 Þúsundir lögreglumanna vinna nú því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem talið er að hafi verið í næturklúbbahverfi Seúl þegar sýkingin kom upp. Getty/Chung Sung-Jun 101 einstaklingur hefur nú greinst með kórónuveiruna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, en smitin eru öll tengd tilteknu hverfi í borginni þar sem er fjöldi næturklúbba. Aðgerðir Suður-Kóreu gegn kórónuveirunni hafa reynst vel þar sem fjöldi fólks hefur verið prófaður fyrir veirunni og mikil smitrakning átt sér stað. Hins vegar er það mikil áskorun fyrir yfirvöld að ná utan um þessa nýju hópsýkingu í Seúl en hún er talin sýna hversu erfitt það getur verið að hafa stjórn á veirunni eftir að tilslökunum á samkomubanni hefur verið aflétt. Barir og næturklúbbar í Suður-Kóreu fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Á meðal þess sem allir þeir sem farið hafa út á lífið í landinu síðan þá hafa þurft að gera er að gefa upp nafn sitt og símanúmer áður en farið er inn á klúbbinn. Var þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu ef það kæmi til dæmis upp hópsýking, eins og nú hefur gerst. Sumir klúbbanna eru aðallega fyrir hinsegin fólk sem verður fyrir miklum fordómum í Suður-Kóreu. Að því er fram kemur á vef BBC getur hinsegin einstaklingur sem kemur út úr skápnum átt á hættu að missa tengslin við fjölskylduna sína og jafnvel vinnuna. Þar af leiðandi gaf gáfu hinsegin einstaklingar ekki alltaf upp rétt nöfn og símanúmer þegar þeir fóru inn á klúbbanna í Seúl eftir að nýju reglunum var komið á. Það hefur gert smitrakningu erfiða en yfirvöld hafa nú ákveðið að bjóða upp á að skima fyrir veirunni nafnlaust. Talið er að hópsýkinguna sem kom upp í næturklúbbahverfi Seúl megi rekja til fleiri en einnar manneskju. Meira en 8.500 lögregluþjónar vinna nú að því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem voru í hverfinu þá tilteknu helgi sem sýkingin kom upp. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
101 einstaklingur hefur nú greinst með kórónuveiruna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, en smitin eru öll tengd tilteknu hverfi í borginni þar sem er fjöldi næturklúbba. Aðgerðir Suður-Kóreu gegn kórónuveirunni hafa reynst vel þar sem fjöldi fólks hefur verið prófaður fyrir veirunni og mikil smitrakning átt sér stað. Hins vegar er það mikil áskorun fyrir yfirvöld að ná utan um þessa nýju hópsýkingu í Seúl en hún er talin sýna hversu erfitt það getur verið að hafa stjórn á veirunni eftir að tilslökunum á samkomubanni hefur verið aflétt. Barir og næturklúbbar í Suður-Kóreu fengu að opna á ný fyrr í þessum mánuði. Á meðal þess sem allir þeir sem farið hafa út á lífið í landinu síðan þá hafa þurft að gera er að gefa upp nafn sitt og símanúmer áður en farið er inn á klúbbinn. Var þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu ef það kæmi til dæmis upp hópsýking, eins og nú hefur gerst. Sumir klúbbanna eru aðallega fyrir hinsegin fólk sem verður fyrir miklum fordómum í Suður-Kóreu. Að því er fram kemur á vef BBC getur hinsegin einstaklingur sem kemur út úr skápnum átt á hættu að missa tengslin við fjölskylduna sína og jafnvel vinnuna. Þar af leiðandi gaf gáfu hinsegin einstaklingar ekki alltaf upp rétt nöfn og símanúmer þegar þeir fóru inn á klúbbanna í Seúl eftir að nýju reglunum var komið á. Það hefur gert smitrakningu erfiða en yfirvöld hafa nú ákveðið að bjóða upp á að skima fyrir veirunni nafnlaust. Talið er að hópsýkinguna sem kom upp í næturklúbbahverfi Seúl megi rekja til fleiri en einnar manneskju. Meira en 8.500 lögregluþjónar vinna nú að því að finna alla þá 11.000 einstaklinga sem voru í hverfinu þá tilteknu helgi sem sýkingin kom upp.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira