Ekki endilega víst að þjóðin sé lögst í kojufyllerí Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2020 14:15 Ýmsir hafa af því áhyggjur að stórir hópar séu að bregðast við ástandinu með því að hella í sig áfenginu og víst er að í gær mynduðust langar raðir fyrir utan útsölustaði ÁTVR. Í gær mynduðust langar raðir fyrir utan útsölustaði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Og samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er það svo að aukning á sölu áfengis nemur um 20 prósentum frá því sem venju ber til. Svo virðist sem hluti þjóðarinnar ætli að bregðast við samkomubanni og þeirri vá sem að steðjar vegna kórónuveirufaraldursins með kojufylleríi. En, varasamt er þó að hrapa að ályktunum, ýmsir þættir gætu haft veruleg áhrif á þessa söluaukningu. Alma varar við brennivíninu Alma Möller landlæknir gerði þessa auknu sölu áfengis að sérstöku umtalsefni á hinum venjubundna fundi almannavarna í gær; hún vill vara við áfengisneyslu meðan á faraldri stendur. „Ég vil ítreka sérstaklega að það er ekki gagnlegt að nota áfengi til að takast á við erfiðar tilfinningar eða kvíða,“ sagði Alma. Landlæknir sagði áfengisneyslu skammgóðan vermi, veikti ónæmiskerfin og sé hreinlega heilsuspillandi. Það brengli dómgreindina, auki líkur á heimilisofbeldi og ef fólk héldi að það hjálpaði til við svefn þá væri það bábilja; hugsanlega væri hægt að rota sig með áfengi en það rýrði gæði svefnsins. Þegar þessi viðvörunarorð landlæknis og söluaukning hjá ÁTVR eru lögð saman verður eiginlega ekki hjá því komist að draga þá ályktun að hluti þjóðarinnar vilji mæta ástandinu með kojufylleríi. En, þetta er ekki alveg svo einfalt. Fólk er að hafa áhyggjur af því að vínsala hér hafi aukist um rúm 8% í mars miðað við í fyrra. Í USA er aukning 66% og UK 58% samkvæmt þessari grein. Annað áhugavert; Á meðan við erum hvött til að sleppa því að drekka vín þá eru vínbúðir í UK settar á lista yfir essetial buisnes https://t.co/c9oH5gOxus— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) April 2, 2020 Ýmsir aðrir velta fyrir sér þessari stöðu, svo sem veitingamaðurinn Ólafur Örn Ólafsson sem bendir á það á sinni Twittersíðu að fólk hafi af því áhyggjur að vínsala hér hafi aukist um 8 prósent miðað við í fyrra. En í Bandaríkjunum nemi aukingin 66 prósentum og á Bretlandseyjum 58 prósentum. Næsta vika með þeim stærstu í áfengissölu Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri hjá ÁTVR segir það vissulega svo að það sé meiri sala. Og í gær var mikið álag sem lýsti sér meðal annars í miklum röðum sem mynduðust við útsölustaði. „Við erum auðvitað ekki á okkar hefðbundu afköstum, það eru færri kassar í notkun og út af samkomubanninu eru takmarkanir inn í búðirnar. En, miðað við í hvernig verkefnum starfsfólkið er þá gengur þetta vel.“ Í gær mynduðust langar raðir við helstu útsölustaði ÁTVR. Ljóst er að margir eru að birgja sig upp af áfengi. Og næstu viku er ein stærsta vika í áfengissölu hjá ÁTVR. Engin vandkvæði komu uppá á í gær sem gær þó óæskilegt sé að viðskiptavinir hafi þurft að bíða fyrir utan. Sigrún Ósk segir að þau hafi hvatt til þess að álaginu verði dreift. Í næstu viku stefnir í stóra söluviku hjá ÁTVR. „Næsta vika er ein sú stærsta ársins, vika fyrir páska er að jafnaði mjög stór. Ekki kannski eins og um jól og Verslunarmannahelgi en hún er stór.“ Fólk kaupir mikið magn og Sigrún Ósk telur að það megi ef til vill rekja til þess að fólk er hvatt til að versla sjaldnar. „Hvatning frá þríeykinu,“ segir Sigrún Ósk og vísar til Ölmu, Þórólfs og Víðis. Ýmsir þættir sem hafa áhrif En, erum við þá að horfa fram á það að þjóðin sé lögst í kojufyllerí sem viðbrögð við þessum erfiðu tímum? „Við getum ekki metið það en við höfum bent á að jafnaði er sala í vínbúðum 75 prósent á móti veitingageiranum,“ segir Sigrún Ósk. Sem sagt að ef engin er sala í veitingahúsum þá gæti það orsakað meiri sölu hjá ÁTVR. Við það bætist að engin umferð er um fríhöfnina en þar er töluverð sala á áfengum drykkjum. Sigrún Ósk aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að þó greina megi mikla aukingu í sölu áfengis hjá ÁTVR séu ýmisir þættir sem þar geti haft áhrif aðrir en þeir að fólk almennt drekki meira. „Án þess að við vitum nokkuð um hvað fólk gerir við vöruna þegar hún er komin úr búðinni en það eru aðrir þættir sem skipta máli,“ segir Sigrún Ósk. Hún bendir einnig á að nú séu fjölmargir Íslendingar komnir heim sem öðru jöfnu dvelja erlendis. „Þegar maður hugsar það er ekkert óeðlilegt að það sé meira álag hjá okkur. Þetta eru nú bara vangaveltur sem má hafa í huga en það er ekki hægt að draga fyrirvaralaust þá ályktun að áfengisneyslan sé meiri per einstakling. Þetta er það sem við erum að velta fyrir okkur en ég hef engar tölulegar upplýsingar sem snúa að þessu.“ Um það bil tuttugu prósenta aukning Sigrún Ósk metur það svo að undanfarnar tvær vikur megi greina 20 prósenta aukningu í sölu á áfengi. „Salan í mars 8,2 prósent yfir sölu marsmánaðar í fyrra. Í heildina er sala ársins 7,9 prósent yfir sama tíma. Mikil söluaukning hefur orðið í léttvíni og þá sérstaklega í mars,“ segir Sigrún Ósk og fer nánar í bókahald sitt: „Aukin sala er einnig í öðrum flokkum þá sérstaklega öðrum bjór. Sala á ávaxtavínum heldur áfram að dragast saman en það var þróun sem við sáum einnig á síðasta ári en á sama tíma jókst sala í blönduðum drykkjum. Síðustu tvær vikurnar í mars var saman allt að 20 prósent meiri en í hefðbundnum vikum á þessum árstíma.“ Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra Í þessu sambandi hefur frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á áfengissölu verið til umfjöllunar. Áslaug Arna hefur birt drög að frumvarpi til laga, sem heimilar innlendum aðilum að selja áfengi á netinu. Markmið laganna er að tryggja jafnræði milli innlendrar og erlendra söluaðila og víst er að málið er umdeilt eins og ætíð þegar breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu eru annars vegar. Áslaug Arna ræddi málið í Reykjavík síðdegis á dögunum. Áslaugu Örnu barst óvæntur stuðningur frá varaþingmanni Samfylkingarinnar, rithöfundinum Einari Kárasyni, sem telur hina mestu forsmán hvernig sú umræða er einatt afgreidd; að önnur mál séu mikilvægari. Og þar deyr sú umræða við hið sama. Hvernig væri að afgreiða þetta í eitt skipti fyrir öll, spyr Einar hvass. En, býsna fjörlegar umræður myndast í athugasemdum við færslu Einars. Sigrún Ósk segist aðspurð það svo vera að það sé Alþingis að marka stefnu í þessum málum. Og ákveða hvað gert verði. Þau hjá ÁTVR komi ekki að því, nema kannski á seinni stigum eftir að um málið hefur verið fjallað á vettvangi þingsins og í samráðsgáttinni. „Við fylgjumst með. En erum ekkert endilega að tjá okkur opinberlega um málið.“ Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Í gær mynduðust langar raðir fyrir utan útsölustaði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Og samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er það svo að aukning á sölu áfengis nemur um 20 prósentum frá því sem venju ber til. Svo virðist sem hluti þjóðarinnar ætli að bregðast við samkomubanni og þeirri vá sem að steðjar vegna kórónuveirufaraldursins með kojufylleríi. En, varasamt er þó að hrapa að ályktunum, ýmsir þættir gætu haft veruleg áhrif á þessa söluaukningu. Alma varar við brennivíninu Alma Möller landlæknir gerði þessa auknu sölu áfengis að sérstöku umtalsefni á hinum venjubundna fundi almannavarna í gær; hún vill vara við áfengisneyslu meðan á faraldri stendur. „Ég vil ítreka sérstaklega að það er ekki gagnlegt að nota áfengi til að takast á við erfiðar tilfinningar eða kvíða,“ sagði Alma. Landlæknir sagði áfengisneyslu skammgóðan vermi, veikti ónæmiskerfin og sé hreinlega heilsuspillandi. Það brengli dómgreindina, auki líkur á heimilisofbeldi og ef fólk héldi að það hjálpaði til við svefn þá væri það bábilja; hugsanlega væri hægt að rota sig með áfengi en það rýrði gæði svefnsins. Þegar þessi viðvörunarorð landlæknis og söluaukning hjá ÁTVR eru lögð saman verður eiginlega ekki hjá því komist að draga þá ályktun að hluti þjóðarinnar vilji mæta ástandinu með kojufylleríi. En, þetta er ekki alveg svo einfalt. Fólk er að hafa áhyggjur af því að vínsala hér hafi aukist um rúm 8% í mars miðað við í fyrra. Í USA er aukning 66% og UK 58% samkvæmt þessari grein. Annað áhugavert; Á meðan við erum hvött til að sleppa því að drekka vín þá eru vínbúðir í UK settar á lista yfir essetial buisnes https://t.co/c9oH5gOxus— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) April 2, 2020 Ýmsir aðrir velta fyrir sér þessari stöðu, svo sem veitingamaðurinn Ólafur Örn Ólafsson sem bendir á það á sinni Twittersíðu að fólk hafi af því áhyggjur að vínsala hér hafi aukist um 8 prósent miðað við í fyrra. En í Bandaríkjunum nemi aukingin 66 prósentum og á Bretlandseyjum 58 prósentum. Næsta vika með þeim stærstu í áfengissölu Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri hjá ÁTVR segir það vissulega svo að það sé meiri sala. Og í gær var mikið álag sem lýsti sér meðal annars í miklum röðum sem mynduðust við útsölustaði. „Við erum auðvitað ekki á okkar hefðbundu afköstum, það eru færri kassar í notkun og út af samkomubanninu eru takmarkanir inn í búðirnar. En, miðað við í hvernig verkefnum starfsfólkið er þá gengur þetta vel.“ Í gær mynduðust langar raðir við helstu útsölustaði ÁTVR. Ljóst er að margir eru að birgja sig upp af áfengi. Og næstu viku er ein stærsta vika í áfengissölu hjá ÁTVR. Engin vandkvæði komu uppá á í gær sem gær þó óæskilegt sé að viðskiptavinir hafi þurft að bíða fyrir utan. Sigrún Ósk segir að þau hafi hvatt til þess að álaginu verði dreift. Í næstu viku stefnir í stóra söluviku hjá ÁTVR. „Næsta vika er ein sú stærsta ársins, vika fyrir páska er að jafnaði mjög stór. Ekki kannski eins og um jól og Verslunarmannahelgi en hún er stór.“ Fólk kaupir mikið magn og Sigrún Ósk telur að það megi ef til vill rekja til þess að fólk er hvatt til að versla sjaldnar. „Hvatning frá þríeykinu,“ segir Sigrún Ósk og vísar til Ölmu, Þórólfs og Víðis. Ýmsir þættir sem hafa áhrif En, erum við þá að horfa fram á það að þjóðin sé lögst í kojufyllerí sem viðbrögð við þessum erfiðu tímum? „Við getum ekki metið það en við höfum bent á að jafnaði er sala í vínbúðum 75 prósent á móti veitingageiranum,“ segir Sigrún Ósk. Sem sagt að ef engin er sala í veitingahúsum þá gæti það orsakað meiri sölu hjá ÁTVR. Við það bætist að engin umferð er um fríhöfnina en þar er töluverð sala á áfengum drykkjum. Sigrún Ósk aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að þó greina megi mikla aukingu í sölu áfengis hjá ÁTVR séu ýmisir þættir sem þar geti haft áhrif aðrir en þeir að fólk almennt drekki meira. „Án þess að við vitum nokkuð um hvað fólk gerir við vöruna þegar hún er komin úr búðinni en það eru aðrir þættir sem skipta máli,“ segir Sigrún Ósk. Hún bendir einnig á að nú séu fjölmargir Íslendingar komnir heim sem öðru jöfnu dvelja erlendis. „Þegar maður hugsar það er ekkert óeðlilegt að það sé meira álag hjá okkur. Þetta eru nú bara vangaveltur sem má hafa í huga en það er ekki hægt að draga fyrirvaralaust þá ályktun að áfengisneyslan sé meiri per einstakling. Þetta er það sem við erum að velta fyrir okkur en ég hef engar tölulegar upplýsingar sem snúa að þessu.“ Um það bil tuttugu prósenta aukning Sigrún Ósk metur það svo að undanfarnar tvær vikur megi greina 20 prósenta aukningu í sölu á áfengi. „Salan í mars 8,2 prósent yfir sölu marsmánaðar í fyrra. Í heildina er sala ársins 7,9 prósent yfir sama tíma. Mikil söluaukning hefur orðið í léttvíni og þá sérstaklega í mars,“ segir Sigrún Ósk og fer nánar í bókahald sitt: „Aukin sala er einnig í öðrum flokkum þá sérstaklega öðrum bjór. Sala á ávaxtavínum heldur áfram að dragast saman en það var þróun sem við sáum einnig á síðasta ári en á sama tíma jókst sala í blönduðum drykkjum. Síðustu tvær vikurnar í mars var saman allt að 20 prósent meiri en í hefðbundnum vikum á þessum árstíma.“ Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra Í þessu sambandi hefur frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á áfengissölu verið til umfjöllunar. Áslaug Arna hefur birt drög að frumvarpi til laga, sem heimilar innlendum aðilum að selja áfengi á netinu. Markmið laganna er að tryggja jafnræði milli innlendrar og erlendra söluaðila og víst er að málið er umdeilt eins og ætíð þegar breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu eru annars vegar. Áslaug Arna ræddi málið í Reykjavík síðdegis á dögunum. Áslaugu Örnu barst óvæntur stuðningur frá varaþingmanni Samfylkingarinnar, rithöfundinum Einari Kárasyni, sem telur hina mestu forsmán hvernig sú umræða er einatt afgreidd; að önnur mál séu mikilvægari. Og þar deyr sú umræða við hið sama. Hvernig væri að afgreiða þetta í eitt skipti fyrir öll, spyr Einar hvass. En, býsna fjörlegar umræður myndast í athugasemdum við færslu Einars. Sigrún Ósk segist aðspurð það svo vera að það sé Alþingis að marka stefnu í þessum málum. Og ákveða hvað gert verði. Þau hjá ÁTVR komi ekki að því, nema kannski á seinni stigum eftir að um málið hefur verið fjallað á vettvangi þingsins og í samráðsgáttinni. „Við fylgjumst með. En erum ekkert endilega að tjá okkur opinberlega um málið.“
Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda