Warren sögð ætla að draga framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 15:58 Warren varð lítt ágegnt í forvalinu og lenti aðeins í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts á þriðjudag. AP/Patrick Semansky Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, ætlar að tilkynna stuðningsmönnum sínum að hún ætli að draga framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka í dag. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir heimildum sínum. Á tímabili í fyrra mældist Warren með næstmestan stuðning frambjóðenda í forvalinu á landsvísu. Henni varð þó aldrei sérstaklega ágengt eftir að forvalið hófst í febrúar og endaði hún aldrei hærra en í þriðja sæti í neinu ríki. Warren lenti meðal annars í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninum frá Vermont. Bæði Sanders og Biden hafa rætt við Warren eftir forvölin sem fóru fram í fjórtán ríkjum á þriðjudag. Talið er að eftir miklu sé að slægjast fyrir þá báða að tryggja sér stuðningsyfirlýsingu Warren. Hún er þó sögð ætla að bíða með slíkt og leggjast undir feld til að ákveða hvort hún taki afstöðu til frambjóðendanna sem eftir eru. New York Times segir að þó að Warren hafi aldrei náð að setja mark sitt á forvalið eins og hún vonaðist til hafi hún nær upp á eigin spýtur kippt fótunum undan framboði milljarðamæringsins Michaels Bloomberg með beittri gagnrýni á hann í sjónvarpskappræðum. Á þriðja tug frambjóðenda hófu kosningabaráttu fyrir forval Demókrataflokksins og var hópnum lýst sem þeim fjölbreyttasta frá upphafi. Eftir brotthvarf Warren stendur valið nú hins vegar í reynd á milli tveggja hvítra karlmanna á áttræðisaldri. Auk þeirra Biden og Sanders hangir þó Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, enn inni í keppninni. Pete Buttigieg, sem vann sigur í fyrsta forvalinu í Iowa, dró framboð sitt til baka og lýsti stuðningi við Biden eftir forvalið í Suður-Karólínu um síðustu helgi. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, fylgdi í fótspor Buttigieg og lagði lóð sitt á vogarskálar fyrrverandi varaforsetans. Bloomberg lagði árar í bát eftir ofurþriðjudaginn svonefnda þar sem hann náði aðeins að landa sigri á Bandarísku Samóaeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00 Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Eins og að vera fangi í eigin líkama „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Útgöngubann í borginni í nótt 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Ekkert verður af kaupunum á Krafti Trump ekki dæmdur í fangelsi „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira
Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, ætlar að tilkynna stuðningsmönnum sínum að hún ætli að draga framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka í dag. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir heimildum sínum. Á tímabili í fyrra mældist Warren með næstmestan stuðning frambjóðenda í forvalinu á landsvísu. Henni varð þó aldrei sérstaklega ágengt eftir að forvalið hófst í febrúar og endaði hún aldrei hærra en í þriðja sæti í neinu ríki. Warren lenti meðal annars í þriðja sæti í heimaríki sínu Massachusetts, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninum frá Vermont. Bæði Sanders og Biden hafa rætt við Warren eftir forvölin sem fóru fram í fjórtán ríkjum á þriðjudag. Talið er að eftir miklu sé að slægjast fyrir þá báða að tryggja sér stuðningsyfirlýsingu Warren. Hún er þó sögð ætla að bíða með slíkt og leggjast undir feld til að ákveða hvort hún taki afstöðu til frambjóðendanna sem eftir eru. New York Times segir að þó að Warren hafi aldrei náð að setja mark sitt á forvalið eins og hún vonaðist til hafi hún nær upp á eigin spýtur kippt fótunum undan framboði milljarðamæringsins Michaels Bloomberg með beittri gagnrýni á hann í sjónvarpskappræðum. Á þriðja tug frambjóðenda hófu kosningabaráttu fyrir forval Demókrataflokksins og var hópnum lýst sem þeim fjölbreyttasta frá upphafi. Eftir brotthvarf Warren stendur valið nú hins vegar í reynd á milli tveggja hvítra karlmanna á áttræðisaldri. Auk þeirra Biden og Sanders hangir þó Tulsi Gabbard, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, enn inni í keppninni. Pete Buttigieg, sem vann sigur í fyrsta forvalinu í Iowa, dró framboð sitt til baka og lýsti stuðningi við Biden eftir forvalið í Suður-Karólínu um síðustu helgi. Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, fylgdi í fótspor Buttigieg og lagði lóð sitt á vogarskálar fyrrverandi varaforsetans. Bloomberg lagði árar í bát eftir ofurþriðjudaginn svonefnda þar sem hann náði aðeins að landa sigri á Bandarísku Samóaeyjum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00 Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Eins og að vera fangi í eigin líkama „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Útgöngubann í borginni í nótt 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Ekkert verður af kaupunum á Krafti Trump ekki dæmdur í fangelsi „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46
Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 18:00
Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 22:21