Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 08:30 Alfreð Finnbogason fagnar marki fyrir Augsburg með félaga sínum Michael Gregoritsch. Það verður athyglisvert að sjá hvernig leikmenn munu fagna mörkum sínum nú þegar þeir eiga að lágmark samskipti sín. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Liðin í þýsku fótboltadeildinni hefja aftur leik um næstu helgi eftir rúmlega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Norska blaðið Verdens Gang fjallar um strangar reglur sem leikmenn efstu tveggja deildanna í Þýskalandi þurfa að fylgja en Norðmenn eiga nokkra leikmenn í Bundesligunni. Ísland á tvo leikmenn í þýsku bundesligunni í dag, því Alfreð Finnbogason spilar með Augsburg og Samúel Kári Friðjónsson er hjá Paderborn. Tveir Íslendingar spila síðan í b-deildinni en það eru Rúrik Gíslason hjá Sandhausen og Guðlaugur Victor Pálsson hjá Darmstadt. Leikmenn þýsku liðanna fá ekki að gista heima hjá sér heldur þurfa þeir að gista allir á sama hóteli og eru þar í sóttkví fram að leik. Þeir þurfa líka að ganga um með andlitsgrímur til varnar sér og öðrum. Lið Dortmund er sem dæmi á L'Arrivée hótelinu sem eru í tólf kílómetra fjarlægð frá heimavelli þeirra Signal Iduna Park. Engir aðrir fá að koma inn á hótelið og fyrir utan eru öryggisverðir sem passa upp á það. Haaland på «strengt bevoktet» hotell foran comebacket spillerne får ikke møte egne barn https://t.co/KvrU01hvjc— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2020 „Það er mikil öryggisgæsla. Inn á hótelinu gilda líka mjög strangar reglur. Leikmenn eiga að umgangast hvern annan eins lítið og mögulegt er. Þeir eiga heldur ekki að vera í samskiptum við starfsfólkið,“ sagði þýski blaðamaðurinn Sebastian Wessling við VG. „Það eru leikmenn sem eru mjög ósáttir með að fá ekki að hitta börnin sín en meirihlutinn sættir sig við þetta. Nú eru bara allir að undirbúa sig fyrir helgina. Það er mikið fyrirtæki að ná þessu aftur af stað og þetta eru skrýtnir tímar, sagði Sven Westerschulze, blaðamaður á Bild við Verdens Gang. Leikmenn eru einir í herbergi á sínum hótelum og þjónustustúlkurnar mega ekki koma inn til þeirra. Leikmennirnir þurfa því að þrífa herbergin sín sjálfir. Allir leikmenn í liðunum 36 sem skipa efstu tvær deildirnar í Þýskalandi þurfa að fylgja þessum hörðu reglum. Það er bara eitt lið sem spilar ekki um helgina en það er lið Dynamo Dresden þar sem upp komu tvö kórónuveirusmit. Allir leikmennirnir þurftu þar með að kveðja fjölskyldur sínar og munu ekki fá að umgangast þær á næstunni. Þeir mega ekki einu sinni hitta börnin sín. Félögin tóku öll herbergi hótelsins á leigu og sáu líka mörg til þess að hresst var upp á nettenginguna þannig að leikmenn geti spilað tölvuleiki, farið á fjarfundi eða horft á myndir milli æfinga og leikja nú þegar þeir mega ekki hitta vini sína eða fjölskyldu. Þýski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira
Liðin í þýsku fótboltadeildinni hefja aftur leik um næstu helgi eftir rúmlega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Norska blaðið Verdens Gang fjallar um strangar reglur sem leikmenn efstu tveggja deildanna í Þýskalandi þurfa að fylgja en Norðmenn eiga nokkra leikmenn í Bundesligunni. Ísland á tvo leikmenn í þýsku bundesligunni í dag, því Alfreð Finnbogason spilar með Augsburg og Samúel Kári Friðjónsson er hjá Paderborn. Tveir Íslendingar spila síðan í b-deildinni en það eru Rúrik Gíslason hjá Sandhausen og Guðlaugur Victor Pálsson hjá Darmstadt. Leikmenn þýsku liðanna fá ekki að gista heima hjá sér heldur þurfa þeir að gista allir á sama hóteli og eru þar í sóttkví fram að leik. Þeir þurfa líka að ganga um með andlitsgrímur til varnar sér og öðrum. Lið Dortmund er sem dæmi á L'Arrivée hótelinu sem eru í tólf kílómetra fjarlægð frá heimavelli þeirra Signal Iduna Park. Engir aðrir fá að koma inn á hótelið og fyrir utan eru öryggisverðir sem passa upp á það. Haaland på «strengt bevoktet» hotell foran comebacket spillerne får ikke møte egne barn https://t.co/KvrU01hvjc— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2020 „Það er mikil öryggisgæsla. Inn á hótelinu gilda líka mjög strangar reglur. Leikmenn eiga að umgangast hvern annan eins lítið og mögulegt er. Þeir eiga heldur ekki að vera í samskiptum við starfsfólkið,“ sagði þýski blaðamaðurinn Sebastian Wessling við VG. „Það eru leikmenn sem eru mjög ósáttir með að fá ekki að hitta börnin sín en meirihlutinn sættir sig við þetta. Nú eru bara allir að undirbúa sig fyrir helgina. Það er mikið fyrirtæki að ná þessu aftur af stað og þetta eru skrýtnir tímar, sagði Sven Westerschulze, blaðamaður á Bild við Verdens Gang. Leikmenn eru einir í herbergi á sínum hótelum og þjónustustúlkurnar mega ekki koma inn til þeirra. Leikmennirnir þurfa því að þrífa herbergin sín sjálfir. Allir leikmenn í liðunum 36 sem skipa efstu tvær deildirnar í Þýskalandi þurfa að fylgja þessum hörðu reglum. Það er bara eitt lið sem spilar ekki um helgina en það er lið Dynamo Dresden þar sem upp komu tvö kórónuveirusmit. Allir leikmennirnir þurftu þar með að kveðja fjölskyldur sínar og munu ekki fá að umgangast þær á næstunni. Þeir mega ekki einu sinni hitta börnin sín. Félögin tóku öll herbergi hótelsins á leigu og sáu líka mörg til þess að hresst var upp á nettenginguna þannig að leikmenn geti spilað tölvuleiki, farið á fjarfundi eða horft á myndir milli æfinga og leikja nú þegar þeir mega ekki hitta vini sína eða fjölskyldu.
Þýski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira