Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2020 17:52 Jón Ásgeir Jóhannesson vill að Sýn greiði honum milljarð króna í skaðabætur. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona hans, krefst sömu upphæðar og félag hennar 365 sömuleiðis. Vísir/Vilhelm Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Greint er frá stefnu hjónanna og 365 í árshlutareikningi Sýnar í dag. Þar kemur aðeins fram að þau hafi stefnt félaginu, Heiðari Guðjónssyni forstjóra og öllum stjórnarmönnum til greiðslu skaðabóta en ekki kemur fram á hvaða forsendum. Þau krefjast eins milljarðs króna hver fyrir sig. Málið er sagt bíða þingfestingar. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Í desember sendi Sýn Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Í árshlutareikningnum sem var birtur í dag kemur fram að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða dagsektir ef til brota á samkeppnisbanni kæmi. Dómkrafa Sýnar gegn þeim byggi á dagsektarákvæðum og nemi um 1,7 milljörðum króna auk vaxta. Stefnan hafi verið birt málsaðilum og málið bíði frekari meðferðar. Uppfært 18:06 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sýn hefði stefnt 365 og Torgi ásamt Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu. Bréf sem Sýn sendi í desember vegna meintra samningsbrota var einnig stílað á Torg og 365 en í árshlutareikningi Sýnar nú segir aðeins að þeim Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu hafi verið stefnt. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Greint er frá stefnu hjónanna og 365 í árshlutareikningi Sýnar í dag. Þar kemur aðeins fram að þau hafi stefnt félaginu, Heiðari Guðjónssyni forstjóra og öllum stjórnarmönnum til greiðslu skaðabóta en ekki kemur fram á hvaða forsendum. Þau krefjast eins milljarðs króna hver fyrir sig. Málið er sagt bíða þingfestingar. Sýn keypti stóran hluta eigna 365 miðla, þar á meðal fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, í mars árið 2017. Fréttablaðið varð eftir hjá 365 miðlum. Í kaupsamningi var ákvæði um samkeppnisbann. Í desember sendi Sýn Jóni Ásgeiri, Ingibjörgu, 365 og Torgi, núverandi útgáfufélagi Fréttablaðsins, bréf þar sem þeirri skoðun var lýst að hluti af starfsemi vefmiðils Fréttablaðsins bryti gegn samkeppnisákvæði kaupsamningsins. Það ákvæði veitti rétt til að krefjast dagsekta upp á fimm milljónir króna. Í árshlutareikningnum sem var birtur í dag kemur fram að Jón Ásgeir og Ingibjörg hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða dagsektir ef til brota á samkeppnisbanni kæmi. Dómkrafa Sýnar gegn þeim byggi á dagsektarákvæðum og nemi um 1,7 milljörðum króna auk vaxta. Stefnan hafi verið birt málsaðilum og málið bíði frekari meðferðar. Uppfært 18:06 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sýn hefði stefnt 365 og Torgi ásamt Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu. Bréf sem Sýn sendi í desember vegna meintra samningsbrota var einnig stílað á Torg og 365 en í árshlutareikningi Sýnar nú segir aðeins að þeim Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu hafi verið stefnt. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira