Segir félög vanáætla eða ljúga um launakostnað: „Þá værum við bara í mansali“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2020 20:00 Grímur Atlason mætti í heimsókn til Kjartans Atla og Henrys Birgis í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Hluti körfuknattleiksfélaga á Íslandi vanáætlar stórlega launakostnað vegna leikmanna, svindlar á þeim eða vill halda kostnaðinum leyndum. Þetta segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, í Sportinu í dag. Hann skrifaði MBA-ritgerð sem fjallar um rekstrarumhverfið í íslenskum körfubolta og vann úr svörum frá helmingi þeirra 12 félaga sem áttu lið í Domino‘s-deild karla, og fimm af átta liðum í Domino‘s-deild kvenna. Samkvæmt svörunum, sem Grímur segir að standist ekki skoðun, áætla tvö félög í úrvalsdeild kvenna að heildarlaunakostnaður leikmanna sé aðeins á bilinu 1-3 milljónir króna, og tvö félög í úrvalsdeild karla áætla að heildarlaunakostnaður sé 1-8 milljónir króna. Til samanburðar sögðu tvö félög heildarlaunakostnað vegna karlaliðs nema 22-29 milljónum króna. „Ég reiknaði þetta sjálfur því ég veit nokkurn veginn hvernig þetta umhverfi er. Ég vissi að þetta gæti orðið mjög tricky spurning, sem hún vissulega er því þarna koma svör sem standast ekki. Kostnaðurinn getur ekki verið svona lágur því öll liðin voru með erlendan leikmann frá löndum utan EES-svæðisins. Ef þú ert með slíkan leikmann þá þarftu að borga lágmarkslaun til að hann fái atvinnuleyfi. Annað hvort eru menn að segja ósatt viljandi eða vita ekki betur,“ sagði Grímur. En af hverju veigra menn sér við því að segja satt um launakostnaðinn? Ótti við að veita réttar upplýsingar „Ég held að þetta sé ótti. Það segja allir „nei, nei, nei, við erum að borga miklu minna fyrir hana en Valur gerði, eða KR eða Stjarnan“. Þetta snýst alltaf um að gera bestu dílana. Ég gerði þessa rannsókn, sem ég helgaði líf mitt í sex mánuði, út af því að mér finnst ákvarðanir okkar sem störfum í þessum körfubolta vera oft byggðar á svo veikum forsendum. Við könnum ekkert áhrifin. Það er svo mikilvægt að gera það til að geta tekið skynsamar ákvarðanir, með það fyrir augum að við erum öll að vinna eftir reglum og lögum ÍSÍ. Svo er KKÍ okkar samband og í sambandi við KKÍ viljum við efla körfubolta og dreifa honum um landið. Með því að vera með hlutina á hreinu þá ætti maður að geta tekið betri ákvarðanir,“ sagði Grímur. Áætluð laun og hlunnindi erlendra leikmanna. Grímur segir að þarna sé um lágmarkskostnað að ræða. Grímur áætlar að kostnaður við tvo erlenda leikmenn nemi samtals að lágmarki rúmlega 7,5 milljónum króna, en í þeirri upphæð eru laun, flugferðir og leiga á íbúð og bíl. „Ef að kostnaðurinn væri 1-8 milljónir króna þá myndi enginn íslenskur leikmaður fá pening, sem er heldur ekki rétt. Það eru þó örugglega leikmenn sem að taka ekki pening og ég veit um nokkra. En þegar liðin eru eins og á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni, með samtals 50 erlenda leikmenn, þá eru þeir ekki á þessum kjörum. Þá værum við bara í mansali og ég veit ekki hverju,“ sagði Grímur. Svörin sem hann óskaði eftir voru órekjanleg en það virðist ekki hafa dugað til að hann fengi nákvæm svör. Staða hans í stjórn Vals gæti spilað þar inn í: „Ég gæti trúað að það sé vegna þess að þetta er ég. En ég gerði bara könnun og þetta eru órekjanlegar upplýsingar. Ég þekki liðið mitt og það sagði satt og rétt frá, og það eru fleiri lið sem svara rétt, en stærsti hlutinn svarar vitlaust. Annað hvort vona menn að þetta sé betra, eða vilja ekki að ég viti það, eða bara eitthvað.“ Klippa: Sportið í dag - Grímur um vanáætlaðan launakostnað í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Hluti körfuknattleiksfélaga á Íslandi vanáætlar stórlega launakostnað vegna leikmanna, svindlar á þeim eða vill halda kostnaðinum leyndum. Þetta segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, í Sportinu í dag. Hann skrifaði MBA-ritgerð sem fjallar um rekstrarumhverfið í íslenskum körfubolta og vann úr svörum frá helmingi þeirra 12 félaga sem áttu lið í Domino‘s-deild karla, og fimm af átta liðum í Domino‘s-deild kvenna. Samkvæmt svörunum, sem Grímur segir að standist ekki skoðun, áætla tvö félög í úrvalsdeild kvenna að heildarlaunakostnaður leikmanna sé aðeins á bilinu 1-3 milljónir króna, og tvö félög í úrvalsdeild karla áætla að heildarlaunakostnaður sé 1-8 milljónir króna. Til samanburðar sögðu tvö félög heildarlaunakostnað vegna karlaliðs nema 22-29 milljónum króna. „Ég reiknaði þetta sjálfur því ég veit nokkurn veginn hvernig þetta umhverfi er. Ég vissi að þetta gæti orðið mjög tricky spurning, sem hún vissulega er því þarna koma svör sem standast ekki. Kostnaðurinn getur ekki verið svona lágur því öll liðin voru með erlendan leikmann frá löndum utan EES-svæðisins. Ef þú ert með slíkan leikmann þá þarftu að borga lágmarkslaun til að hann fái atvinnuleyfi. Annað hvort eru menn að segja ósatt viljandi eða vita ekki betur,“ sagði Grímur. En af hverju veigra menn sér við því að segja satt um launakostnaðinn? Ótti við að veita réttar upplýsingar „Ég held að þetta sé ótti. Það segja allir „nei, nei, nei, við erum að borga miklu minna fyrir hana en Valur gerði, eða KR eða Stjarnan“. Þetta snýst alltaf um að gera bestu dílana. Ég gerði þessa rannsókn, sem ég helgaði líf mitt í sex mánuði, út af því að mér finnst ákvarðanir okkar sem störfum í þessum körfubolta vera oft byggðar á svo veikum forsendum. Við könnum ekkert áhrifin. Það er svo mikilvægt að gera það til að geta tekið skynsamar ákvarðanir, með það fyrir augum að við erum öll að vinna eftir reglum og lögum ÍSÍ. Svo er KKÍ okkar samband og í sambandi við KKÍ viljum við efla körfubolta og dreifa honum um landið. Með því að vera með hlutina á hreinu þá ætti maður að geta tekið betri ákvarðanir,“ sagði Grímur. Áætluð laun og hlunnindi erlendra leikmanna. Grímur segir að þarna sé um lágmarkskostnað að ræða. Grímur áætlar að kostnaður við tvo erlenda leikmenn nemi samtals að lágmarki rúmlega 7,5 milljónum króna, en í þeirri upphæð eru laun, flugferðir og leiga á íbúð og bíl. „Ef að kostnaðurinn væri 1-8 milljónir króna þá myndi enginn íslenskur leikmaður fá pening, sem er heldur ekki rétt. Það eru þó örugglega leikmenn sem að taka ekki pening og ég veit um nokkra. En þegar liðin eru eins og á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni, með samtals 50 erlenda leikmenn, þá eru þeir ekki á þessum kjörum. Þá værum við bara í mansali og ég veit ekki hverju,“ sagði Grímur. Svörin sem hann óskaði eftir voru órekjanleg en það virðist ekki hafa dugað til að hann fengi nákvæm svör. Staða hans í stjórn Vals gæti spilað þar inn í: „Ég gæti trúað að það sé vegna þess að þetta er ég. En ég gerði bara könnun og þetta eru órekjanlegar upplýsingar. Ég þekki liðið mitt og það sagði satt og rétt frá, og það eru fleiri lið sem svara rétt, en stærsti hlutinn svarar vitlaust. Annað hvort vona menn að þetta sé betra, eða vilja ekki að ég viti það, eða bara eitthvað.“ Klippa: Sportið í dag - Grímur um vanáætlaðan launakostnað í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira