Sjötugur unglingur Tómas Guðbjartsson skrifar 6. mars 2020 15:00 Það var vel til fundið hjá Fréttablaðinu að hafa forsíðumynd frá 70 ára afmælistónleikum Sinfó í gær. Hvílíkir tónleikar þar sem Augustin Hadelich fór á kostum í fiðlukonsert Sibelíusar og aukalagið eftir gítarsnillinginn Fransico Tarrega í fiðluútfærslu með þeim betri sem ég hef heyrt. Mahler 1 var líka frábær undir stjórn Eva Ollikainen og Páll Ísólfsson spennandi. Sinfó er klárlega eitt af því sem lífgar upp á tilveru okkar Íslendinga og maður er stoltur af því hversu góð hljómsveitin er. Sama á við um Hörpu sem opnaði 2011 og er forsenda þess að hljómsveitin geti haldið sér í hópi þeirra bestu. Því er mikilvægt að stjórnvöld og Borgin tryggi rekstrargrundvöll Hörpu og lækki fasteignagjöldin sem eru að sliga þetta mikilvæga menningarmusteri. Sem betur fer fækkar þeim röddum sem bölsótast út í Hörpu og Sinfó - en merkilegt nokk skýtur umræðan þó alltaf upp kollinum af og til - líkt og gagnrýni á sjálfsögð listamannalaun. Þetta er skammsýn gagnrýni sem lækkar flugið þegar listamenn eins og Hildur Guðnadóttir og Andri Snær Magnason, sem þegið hafa slík laun, skila verkum sem vekja heimsathygli. Sama á við um fyrirbæri eins og Sinfó sem endurtekið vekur verðskuldaða athygli erlendis - hljómsveit sem aldrei getur, og á ekki, að standa undir sér fjárhagslega. Því eins og kemur fram í vandaðri afmælistónleikaskrá Árna Heimis Ingólfssonar þá var skrifað í eitt Reykjavíkurblaðanna 1951 í tilefni af gagnrýni á kostnað við stofnun Sinfó: „Það eru þó, þegar á allt er litið, fyrst og fremst menningarleg og listræn afrek íslensku þjóðarinnar, sem hafa skipað henni virðingarsess á meðal þjóðanna, en ekki baráttan fyrir munni og maga, svo nauðsynleg sem hún er". Þetta á ekki síður við í dag. Höfundur er hjartaskurðlæknir og umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Menning Tónlist Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það var vel til fundið hjá Fréttablaðinu að hafa forsíðumynd frá 70 ára afmælistónleikum Sinfó í gær. Hvílíkir tónleikar þar sem Augustin Hadelich fór á kostum í fiðlukonsert Sibelíusar og aukalagið eftir gítarsnillinginn Fransico Tarrega í fiðluútfærslu með þeim betri sem ég hef heyrt. Mahler 1 var líka frábær undir stjórn Eva Ollikainen og Páll Ísólfsson spennandi. Sinfó er klárlega eitt af því sem lífgar upp á tilveru okkar Íslendinga og maður er stoltur af því hversu góð hljómsveitin er. Sama á við um Hörpu sem opnaði 2011 og er forsenda þess að hljómsveitin geti haldið sér í hópi þeirra bestu. Því er mikilvægt að stjórnvöld og Borgin tryggi rekstrargrundvöll Hörpu og lækki fasteignagjöldin sem eru að sliga þetta mikilvæga menningarmusteri. Sem betur fer fækkar þeim röddum sem bölsótast út í Hörpu og Sinfó - en merkilegt nokk skýtur umræðan þó alltaf upp kollinum af og til - líkt og gagnrýni á sjálfsögð listamannalaun. Þetta er skammsýn gagnrýni sem lækkar flugið þegar listamenn eins og Hildur Guðnadóttir og Andri Snær Magnason, sem þegið hafa slík laun, skila verkum sem vekja heimsathygli. Sama á við um fyrirbæri eins og Sinfó sem endurtekið vekur verðskuldaða athygli erlendis - hljómsveit sem aldrei getur, og á ekki, að standa undir sér fjárhagslega. Því eins og kemur fram í vandaðri afmælistónleikaskrá Árna Heimis Ingólfssonar þá var skrifað í eitt Reykjavíkurblaðanna 1951 í tilefni af gagnrýni á kostnað við stofnun Sinfó: „Það eru þó, þegar á allt er litið, fyrst og fremst menningarleg og listræn afrek íslensku þjóðarinnar, sem hafa skipað henni virðingarsess á meðal þjóðanna, en ekki baráttan fyrir munni og maga, svo nauðsynleg sem hún er". Þetta á ekki síður við í dag. Höfundur er hjartaskurðlæknir og umhverfisverndarsinni.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar