Haukur Ingi vill rannsaka séreinkenni íslensks íþróttafólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2020 19:30 Haukur Ingi mætti til þeirra Kjartans Atla og Henry Birgis í dag. Skjáskot/Sportið í dag Haukur Ingi Guðnason mætti í Sportið í dag og ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson um séreinkenni íslensks íþróttafólks. Haukur Ingi kennir í dag íþróttasálfræði við Háskóla Íslands en á árum áður lék hann knattspyrnu við góðan orðstír hjá Keflavík, Grindavík og Fylki eftir að hafa farið til Liverpool ungur að árum. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst og þetta er eitthvað sem væri mjög gaman að rannsaka. Ég hef svo sem rætt við mína kollega að fara bara í rannsóknir á þessu,“ sagði Haukur Ingi er Kjartan Atli spurði hann út í það hvort íslenskt íþróttafólk væri með einhver séreinkenni. Haukur hélt svo áfram. „Maður heyrir víða erlendis frá að þjálfarar sem eru með íslenska leikmenn tala um þetta íslenska hugarfar. Ég get nefnt dæmi; Stig Inge Bjørnebye, framkvæmdastjóri Rosenborg, var að vinna fyrir norska knattspyrnusambandið og kom hingað til lands að skoða hvað við Íslendingar værum að gera og af hverju við værum að ná svona góðum árangri.“ „Hann var á leiðinni upp á Skaga þegar hann hringir í mig og segir að það sé ófært, hann spyr því hvort við getum hist í spjall. Við mælum okkur mót og hann segir að bara það að hann hafi ekki komist upp á Skaga sýni hvað sker á milli Íslendinga og Norðmanna.“ „Hann segir að þetta sé fyrst og fremst hugarfar. Þegar hann var kominn upp í Mosfellsbæ og þurfti að snúa við þá keyrði hann framhjá tveimur völlum þar sem var æfing í gangi. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Þegar það er brjálað veður og fólk kemst ekki ferða sinna þá er það bara inni.“ Þessa skemmtilegu sögu ásamt frekari umræðum má hlusta á og sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Haukur Ingi um séreinkenni Íslendinga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00 Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira
Haukur Ingi Guðnason mætti í Sportið í dag og ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson um séreinkenni íslensks íþróttafólks. Haukur Ingi kennir í dag íþróttasálfræði við Háskóla Íslands en á árum áður lék hann knattspyrnu við góðan orðstír hjá Keflavík, Grindavík og Fylki eftir að hafa farið til Liverpool ungur að árum. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst og þetta er eitthvað sem væri mjög gaman að rannsaka. Ég hef svo sem rætt við mína kollega að fara bara í rannsóknir á þessu,“ sagði Haukur Ingi er Kjartan Atli spurði hann út í það hvort íslenskt íþróttafólk væri með einhver séreinkenni. Haukur hélt svo áfram. „Maður heyrir víða erlendis frá að þjálfarar sem eru með íslenska leikmenn tala um þetta íslenska hugarfar. Ég get nefnt dæmi; Stig Inge Bjørnebye, framkvæmdastjóri Rosenborg, var að vinna fyrir norska knattspyrnusambandið og kom hingað til lands að skoða hvað við Íslendingar værum að gera og af hverju við værum að ná svona góðum árangri.“ „Hann var á leiðinni upp á Skaga þegar hann hringir í mig og segir að það sé ófært, hann spyr því hvort við getum hist í spjall. Við mælum okkur mót og hann segir að bara það að hann hafi ekki komist upp á Skaga sýni hvað sker á milli Íslendinga og Norðmanna.“ „Hann segir að þetta sé fyrst og fremst hugarfar. Þegar hann var kominn upp í Mosfellsbæ og þurfti að snúa við þá keyrði hann framhjá tveimur völlum þar sem var æfing í gangi. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Þegar það er brjálað veður og fólk kemst ekki ferða sinna þá er það bara inni.“ Þessa skemmtilegu sögu ásamt frekari umræðum má hlusta á og sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Haukur Ingi um séreinkenni Íslendinga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00 Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira
Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00
Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00