Búast við helmings tekjutapi fyrirtækja Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 11:25 Tæplega sex þúsund uppsagnir haa átt sér stað og þar af langstærstur hluti í ferðaþjónustu og flutningum. Um 24 þúsund manns eru konir í skert starfshlutfall. Vísir/Vilhelm Rúmlega 90 prósent forsvarsmanna fyrirtækja telja að tekjur muni minnka á öðrum ársfjórðungi, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Að meðaltali er áætlað að tekjutapið verði um 50 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök Atvinnulífsins gerðu. Þar kemur fram að um 90 prósent af íslenskum atvinnurekendum hafi gripið til hagræðingaraðgerða vegna ástandsins og var þar skert starfshlutfall starfsmanna algengasta aðgerðin. Niðurskurður annars rekstrarkostnaðar var næstur. Tæplega sex þúsund uppsagnir hafa átt sér stað og þar af langstærstur hluti í ferðaþjónustu og flutningum. Um 24 þúsund manns eru komnir í skert starfshlutfall. Á vef SA segir að könnunin hafi verið gerð á tímabilinu 26. til 31. mars en umsóknir um hlutabætur hjá Vinnumálastofnun þann 3. apríl hafi verið um 30 þúsund. Það sýni hve hratt forsendur breytist degi til dags. „Forsvarsmenn fyrirtækjanna voru spurðir um hversu lengi þeir teldu að áhrif COVID-19 muni vara á rekstur fyrirtækjanna. Flestir, eða 30 prósent, töldu áhrifin vara í þrjá til fjóra mánuði og fjórðungur taldi áhrifin standa í fimm til sjö mánuði. Allmargir, eða 29 prósent, töldu áhrifin vara lengur en tíu mánuði og að meðaltími áhrifanna er áætlaður 8 mánuðir,“ segir á vef SA. Könnunin var lögð fyrir 1.803 forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA. Svarhlutfall var 37 prósent því 674 svöruðu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Rúmlega 90 prósent forsvarsmanna fyrirtækja telja að tekjur muni minnka á öðrum ársfjórðungi, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Að meðaltali er áætlað að tekjutapið verði um 50 prósent. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök Atvinnulífsins gerðu. Þar kemur fram að um 90 prósent af íslenskum atvinnurekendum hafi gripið til hagræðingaraðgerða vegna ástandsins og var þar skert starfshlutfall starfsmanna algengasta aðgerðin. Niðurskurður annars rekstrarkostnaðar var næstur. Tæplega sex þúsund uppsagnir hafa átt sér stað og þar af langstærstur hluti í ferðaþjónustu og flutningum. Um 24 þúsund manns eru komnir í skert starfshlutfall. Á vef SA segir að könnunin hafi verið gerð á tímabilinu 26. til 31. mars en umsóknir um hlutabætur hjá Vinnumálastofnun þann 3. apríl hafi verið um 30 þúsund. Það sýni hve hratt forsendur breytist degi til dags. „Forsvarsmenn fyrirtækjanna voru spurðir um hversu lengi þeir teldu að áhrif COVID-19 muni vara á rekstur fyrirtækjanna. Flestir, eða 30 prósent, töldu áhrifin vara í þrjá til fjóra mánuði og fjórðungur taldi áhrifin standa í fimm til sjö mánuði. Allmargir, eða 29 prósent, töldu áhrifin vara lengur en tíu mánuði og að meðaltími áhrifanna er áætlaður 8 mánuðir,“ segir á vef SA. Könnunin var lögð fyrir 1.803 forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA. Svarhlutfall var 37 prósent því 674 svöruðu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira