Nýsköpun og rannsóknir á Blöndubrú Björn Hjartarson og Ólafur H. Wallevik skrifa 14. maí 2020 10:30 Eftir nýlegar viðgerðir er Blöndubrú í prýðilegu ásigkomulagi og ætti að duga í fimmtíu til sextíu ár til viðbótar. Framkvæmdirnar við brúna eru gott dæmi um nýsköpunar- og rannsóknarverkefni með mikla þjóðhagslega þýðingu þar sem afraksturinn er notaður til að bæta samgöngukerfi þjóðarinnar. Brúin yfir Blöndu á þjóðvegi nr. 1 var byggð á árunum 1962-1963 og er sú fyrsta hér á landi sem var gerð úr eftirspenntri steinsteypu. Heildarbreidd brúarinnar er 9,63 m en akbrautin var mjókkuð nokkuð 1990 þegar gangbraut með handriði var sett á vinstri kant, á leið norður (undan straumi). Vinna við Blöndubrú.Björn Hjartarson Endurbætur á brúnni hófust 2016 þegar ráðist var í talsverðar endurbætur á brúnni um leið og slitgólf hennar var endurnýjað. Gamla steypan var brotin í burtu með nýlegu vatnsbrotstæki Vegagerðarinnar og ný, sérhönnuð slitsterk steypa lögð í staðinn. Þegar framkvæmdir hófust komu í ljós meiri skemmdir á brúnni en menn höfðu átt von á. Því var tekin ákvörðun um að skipta verkinu niður í tvo hluta en 2016 voru akbrautin og útkantur ofanstraums endurnýjuð en 2019 gönguleiðin og allt neðanstraums. Björn Hjartarson Viðgerðin á brúnni 2019 hófst í júlímánuði og lauk seinni part ársins. Um var að ræða heilmikla aðgerð því brjóta þurfti upp gangstéttina sem var steypt 1990. Því næst voru hengdir upp verkpallar undir brúna og útkantar neðanstraums brotnir af með vatnsbroti, en þeir eru 1,40 m á breidd. Sett voru ný vegrið sem uppfylla öryggisstaðla milli gangbrautar og akbrautar og einnig nýtt gönguhandrið á göngubrúna. Björn Hjartarson Þróun á slitsterkri steypu Vegagerðin og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa í gegnum árin átt árangursríkt samstarf um nokkur tilraunaverkefni sem snúa að þróun á mjög slitsterkri steypu á brúargólf. Gerðar hafa verið tilraunir með sérstaka hástyrkleikasteypu og með blöndun steypunnar á staðnum í steypubíl þegar langt er í næstu steypustöð. Nýja slitsterka steypan, sem er hálfsjálfpakkandi og þarf því ekki að titra við niðurlögn, er án loftblendis og frostþolin með um 70 MPa styrk eftir tvo daga og um og yfir 100 MPa styrk eftir 28 daga. Flögnun eftir frostþolsmælingar samkvæmt SS 137244 reynist að meðaltali vera um 0,01 kg/m2. Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður og Björn Hjartarson deildarstjóri á Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Blönduós Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Eftir nýlegar viðgerðir er Blöndubrú í prýðilegu ásigkomulagi og ætti að duga í fimmtíu til sextíu ár til viðbótar. Framkvæmdirnar við brúna eru gott dæmi um nýsköpunar- og rannsóknarverkefni með mikla þjóðhagslega þýðingu þar sem afraksturinn er notaður til að bæta samgöngukerfi þjóðarinnar. Brúin yfir Blöndu á þjóðvegi nr. 1 var byggð á árunum 1962-1963 og er sú fyrsta hér á landi sem var gerð úr eftirspenntri steinsteypu. Heildarbreidd brúarinnar er 9,63 m en akbrautin var mjókkuð nokkuð 1990 þegar gangbraut með handriði var sett á vinstri kant, á leið norður (undan straumi). Vinna við Blöndubrú.Björn Hjartarson Endurbætur á brúnni hófust 2016 þegar ráðist var í talsverðar endurbætur á brúnni um leið og slitgólf hennar var endurnýjað. Gamla steypan var brotin í burtu með nýlegu vatnsbrotstæki Vegagerðarinnar og ný, sérhönnuð slitsterk steypa lögð í staðinn. Þegar framkvæmdir hófust komu í ljós meiri skemmdir á brúnni en menn höfðu átt von á. Því var tekin ákvörðun um að skipta verkinu niður í tvo hluta en 2016 voru akbrautin og útkantur ofanstraums endurnýjuð en 2019 gönguleiðin og allt neðanstraums. Björn Hjartarson Viðgerðin á brúnni 2019 hófst í júlímánuði og lauk seinni part ársins. Um var að ræða heilmikla aðgerð því brjóta þurfti upp gangstéttina sem var steypt 1990. Því næst voru hengdir upp verkpallar undir brúna og útkantar neðanstraums brotnir af með vatnsbroti, en þeir eru 1,40 m á breidd. Sett voru ný vegrið sem uppfylla öryggisstaðla milli gangbrautar og akbrautar og einnig nýtt gönguhandrið á göngubrúna. Björn Hjartarson Þróun á slitsterkri steypu Vegagerðin og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa í gegnum árin átt árangursríkt samstarf um nokkur tilraunaverkefni sem snúa að þróun á mjög slitsterkri steypu á brúargólf. Gerðar hafa verið tilraunir með sérstaka hástyrkleikasteypu og með blöndun steypunnar á staðnum í steypubíl þegar langt er í næstu steypustöð. Nýja slitsterka steypan, sem er hálfsjálfpakkandi og þarf því ekki að titra við niðurlögn, er án loftblendis og frostþolin með um 70 MPa styrk eftir tvo daga og um og yfir 100 MPa styrk eftir 28 daga. Flögnun eftir frostþolsmælingar samkvæmt SS 137244 reynist að meðaltali vera um 0,01 kg/m2. Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður og Björn Hjartarson deildarstjóri á Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun