Andlát: Gissur Sigurðsson Þórir Guðmundsson skrifar 6. apríl 2020 06:50 Gissur Sigurðsson fréttamaður Gissur Sigurðsson fréttamaður lést af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi í fyrrinótt. Hann sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung. Ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar, sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd, einarðri fróðleiksfýsn og yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku samfélagi. Gissur fæddist 7. desember 1947 í Hraungerði í Flóa. Foreldrar hans voru Stefanía Gissurardóttir og séra Sigurður Pálsson vígslubiskup. Þau fluttu á Selfoss árið 1956 þegar Gissur var níu ára. Hann var næst yngstur af sjö systkinum. Gissur hóf starfsferil sinn í blaðamennsku hjá Alþýðublaðinu um tvítugt. Hann varð fyrsti ritstjóri tímaritsins Sjávarfrétta og þótti flytja fréttir af sjávarútvegi af mikilli þekkingu enda hafði Gissur stundað sjómennsku á sínum yngri árum. Í framhaldinu tók hann þátt í stofnun Dagblaðsins sem breyttist síðar í Dagblaðið Vísi og er í dag kallað DV. Gissur Sigurðsson opnar formlega Gissurarstofu, eins og fréttastúdíó Bylgjunnar var nefnt, eftir flutning fréttastofunnar úr Skaftahlíð á Suðurlandsbraut.Vilhelm/Vísir Ferill hans sem útvarpsmaður hófst hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins í kringum 1980 þar sem hann starfaði í 16 ár þar til hann flutti sig yfir á Bylgjuna. Hann sá um morgunfréttir Bylgjunnar við miklar vinsældir landsmanna, enda þekktur fyrir einstaka frásagnargáfu og húmor. Hvort tveggja naut sín til fulls í Bítinu á Bylgjunni. Þar var hann daglegur gestur árum saman, óhræddur við að segja skoðanir sínar og gantast við umsjónarmennina, Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Heimir ræddi við Gissur um ferilinn í ítarlegu viðtali á jóladag 2018 sem hlýða má á að neðan. Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttur og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda- og þáttagerðarmaður, Hrafnhildur myndlistarmaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. Gissur með þeim Heimi, Þráni og Gulla. Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar minnast Gissurar með mikilli virðingu og hlýju. Hann var óviðjafnanlegur fréttamaður og kær samstarfsmaður sem átti samleið með hlustendum morgunútvarps Bylgjunnar í 25 ár. Við vottum aðstandendum hans samúð okkar og kveðjum einstakan mann. Andlát Fjölmiðlar Bítið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Gissur Sigurðsson fréttamaður lést af veikindum á Landspítalanum í Fossvogi í fyrrinótt. Hann sagði morgunfréttir á Bylgjunni í aldarfjórðung. Ófáir landsmenn ólust upp við fréttaflutning Gissurar, sem hann gæddi lífi með hrjúfri og hlýrri rödd, einarðri fróðleiksfýsn og yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku samfélagi. Gissur fæddist 7. desember 1947 í Hraungerði í Flóa. Foreldrar hans voru Stefanía Gissurardóttir og séra Sigurður Pálsson vígslubiskup. Þau fluttu á Selfoss árið 1956 þegar Gissur var níu ára. Hann var næst yngstur af sjö systkinum. Gissur hóf starfsferil sinn í blaðamennsku hjá Alþýðublaðinu um tvítugt. Hann varð fyrsti ritstjóri tímaritsins Sjávarfrétta og þótti flytja fréttir af sjávarútvegi af mikilli þekkingu enda hafði Gissur stundað sjómennsku á sínum yngri árum. Í framhaldinu tók hann þátt í stofnun Dagblaðsins sem breyttist síðar í Dagblaðið Vísi og er í dag kallað DV. Gissur Sigurðsson opnar formlega Gissurarstofu, eins og fréttastúdíó Bylgjunnar var nefnt, eftir flutning fréttastofunnar úr Skaftahlíð á Suðurlandsbraut.Vilhelm/Vísir Ferill hans sem útvarpsmaður hófst hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins í kringum 1980 þar sem hann starfaði í 16 ár þar til hann flutti sig yfir á Bylgjuna. Hann sá um morgunfréttir Bylgjunnar við miklar vinsældir landsmanna, enda þekktur fyrir einstaka frásagnargáfu og húmor. Hvort tveggja naut sín til fulls í Bítinu á Bylgjunni. Þar var hann daglegur gestur árum saman, óhræddur við að segja skoðanir sínar og gantast við umsjónarmennina, Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Heimir ræddi við Gissur um ferilinn í ítarlegu viðtali á jóladag 2018 sem hlýða má á að neðan. Gissur skilur eftir sig fjögur börn, eina stjúpdóttur og sjö barnabörn. Börn hans eru Guðbjörg útgefandi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar kvikmynda- og þáttagerðarmaður, Hrafnhildur myndlistarmaður og sýningarstjóri og Helga Auðardóttir sálfræðingur. Gissur með þeim Heimi, Þráni og Gulla. Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar minnast Gissurar með mikilli virðingu og hlýju. Hann var óviðjafnanlegur fréttamaður og kær samstarfsmaður sem átti samleið með hlustendum morgunútvarps Bylgjunnar í 25 ár. Við vottum aðstandendum hans samúð okkar og kveðjum einstakan mann.
Andlát Fjölmiðlar Bítið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira