Krefjast þess að skráningum á vanskilaskrá verði tafarlaust hætt Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 16:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldurinn. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir kröfuna byggja á misskilningi. Það séu kröfuhafar sem óski eftir skráningu á vanskilaskrá og það sé ekki undir stjórn fyrirtækisins hverjir þar lendi. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja ASÍ og NS skráningu á vanskilaskrá hafa íþyngjandi og langvarandi afleiðingar fyrir þá sem þar lenda. Þetta eigi sérstaklega við í ljósi þess að Creditinfo-Lánstraust hafi heimild til þess að halda aðilum á vanskilaskrá í fjögur ár eftir að þeir gera upp skuldir sínar. „Á meðan er einstaklingum gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verður fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðingar." Í yfirlýsingunni sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifa undir er þess krafist að fyrirtækið hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid-19 og sleppi því fram til ársloka. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Creditinfo sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. „Krafa Neytendasamtakanna og ASÍ um að Creditinfo hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldinn er greinilega á misskilningi byggð og vil Creditinfo koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Það eru kröfuhafar/ lánveitendur sem óska eftir skráningu á vanskilaskrá, það er ekki Creditinfo sem velur hverja skuli skrá og hverja ekki. Kröftum ASÍ og NS er því betur varið í að beina athygli sinni þangað en til Creditinfo ef þið ætlið að taka þessa umræðu. Miðað við öll þau úrræði sem verið er að innleiða í dag vegna COVID-19 hjá lánveitendum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þá er ljóst að allir eru virkilega að vanda sig við að koma til móts við þá sem lenda í vandræðum vegna þessa ástands og ljóst að mjög margir munu fá nauðsynlega fyrirgreiðslu og þ.a.l. ekki lenda á vanskilaskrá. Kröfur berast ekki til Creditinfo til skráningar fyrr en eftir að minnsta kosti 40+ daga vanskil. Því eru þær kröfur sem er verið að skrá t.d. núna og munu berast næstu mánuði til skráningar til komnar vegna aðstæðna fyrir COVID-19. Þá verður einnig nægur tími fyrir viðkomandi aðila að fá fyrirgreiðslu eða þiggja úrræði hjá sínum lánardrottnum áður en til skráningar kemur. Að þessu sögðu þá er krafa ASÍ og NS óskiljanleg. Vanskilaskrá er nauðsynlegt tæki til áhættustýringar fyrir íslenska lánveitendur en ekki síður til þess að vernda neytendur." Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að Creditinfo-Lánstraust hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldurinn. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir kröfuna byggja á misskilningi. Það séu kröfuhafar sem óski eftir skráningu á vanskilaskrá og það sé ekki undir stjórn fyrirtækisins hverjir þar lendi. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja ASÍ og NS skráningu á vanskilaskrá hafa íþyngjandi og langvarandi afleiðingar fyrir þá sem þar lenda. Þetta eigi sérstaklega við í ljósi þess að Creditinfo-Lánstraust hafi heimild til þess að halda aðilum á vanskilaskrá í fjögur ár eftir að þeir gera upp skuldir sínar. „Á meðan er einstaklingum gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verður fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðingar." Í yfirlýsingunni sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifa undir er þess krafist að fyrirtækið hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid-19 og sleppi því fram til ársloka. Fréttin hefur verið uppfærð með svari frá Creditinfo sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan. „Krafa Neytendasamtakanna og ASÍ um að Creditinfo hætti að skrá einstaklinga og fyrirtæki á vanskilaskrá vegna greiðsluvanda sem tengja má við kórónuveirufaraldinn er greinilega á misskilningi byggð og vil Creditinfo koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Það eru kröfuhafar/ lánveitendur sem óska eftir skráningu á vanskilaskrá, það er ekki Creditinfo sem velur hverja skuli skrá og hverja ekki. Kröftum ASÍ og NS er því betur varið í að beina athygli sinni þangað en til Creditinfo ef þið ætlið að taka þessa umræðu. Miðað við öll þau úrræði sem verið er að innleiða í dag vegna COVID-19 hjá lánveitendum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, þá er ljóst að allir eru virkilega að vanda sig við að koma til móts við þá sem lenda í vandræðum vegna þessa ástands og ljóst að mjög margir munu fá nauðsynlega fyrirgreiðslu og þ.a.l. ekki lenda á vanskilaskrá. Kröfur berast ekki til Creditinfo til skráningar fyrr en eftir að minnsta kosti 40+ daga vanskil. Því eru þær kröfur sem er verið að skrá t.d. núna og munu berast næstu mánuði til skráningar til komnar vegna aðstæðna fyrir COVID-19. Þá verður einnig nægur tími fyrir viðkomandi aðila að fá fyrirgreiðslu eða þiggja úrræði hjá sínum lánardrottnum áður en til skráningar kemur. Að þessu sögðu þá er krafa ASÍ og NS óskiljanleg. Vanskilaskrá er nauðsynlegt tæki til áhættustýringar fyrir íslenska lánveitendur en ekki síður til þess að vernda neytendur."
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira