Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.
Málið snýr að andláti konu um sextugt, sem fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði síðastliðna nótt. Maðurinn var handtekinn á vettvangi eins og fram hefur komið.
Annar maður, var handtekinn á vettvangi, sá hefur verið leystur úr haldi.