Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 11:09 Íbúar Mumbai bíða eftir niðurstöðum úr skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. AP/Rajanish Kakade Útgöngubann Indlands, sem á að standa yfir í 21 dag, mun enda í næstu viku. Ríkisstjórar í Indlandi hafa þó kallað eftir því að bannið verði framlengt eða það fellt niður í hlutum. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hafa einungis 4.858 tilfelli greinst í Indlandi og 137 dáið. Indland virðist hafa komist hjá stórum faraldri með aðgerðum yfirvalda þar. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands setti útgöngubann á í síðasta mánuði og bað 1,3 milljarða íbúa að halda sig heima. Það hefur þó komið verulega niður á efnahagi landsins og milljónir hafa misst vinnuna. Þrátt fyrir að Indland hafi hingað til sloppið mjög vel þykir þó ljóst að ekki má mikið bregða út af. Til marks um það greindist 56 ára gamall maður í Mumbai með veiruna í lok mars. Hann dó nokkrum dögum síðar. Þessi maður bjó í stærsta fátækrahverfi Indlands sem kallast Dharavi og var innblásturinn fyrir myndina Slumdog Millionaire. Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. Þar sem allt að tíu manns sofa í sama herberginu og tugir deila sama almenningsklósettinu. Þá er lítið um rennandi vatn í hverfinu og íbúar hafa ekki tök á að þrífa hendur sínar. Hér má sjá stutta umfjöllun South China Morning Post um fátækrahverfið. Þar sést hvernig aðstæður eru þar. Samkvæmt frétt Guardian hafa nokkrir til viðbótar greinst með veiruna í fátækrahverfinu og þar á meðal þrítug kona sem hélt nýverið fjölmenna afmælisveislu. „Við erum að gera allt sem við getum til að tryggja að þetta springi ekki út og dreifist ekki um samfélagið. Það er mikil áskorun að einangra þetta,“ sagði Kiran Dihavkar, embættismaður í Mumbai við Guardian. Hann sagði íbúa fátækrahverfisins þegar glíma við ýmsa heilsukvilla og fólk óttist að stíga fram með einkenni. Það fylgi því mikil smán. Þá er vonast til þess að íbúar hverfisins séu með góð ónæmiskerfi vegna þeirra fjölda veikinda sem þau verða fyrir. Sérstaklega með tilliti til þess hve margir deila klósettum, sagði Dihavkar. Annar embættismaður sem rætt var við segist óttast að veiran hafi þegar dreifst verulega meðal íbúa. Missi yfirvöld tök á ástandinu muni hún dreifast um eins og eldur í sinu. „Þegar fimm greinast með veiruna hljóta að vera mun fleiri sem hafa smitast. Við vitum að margir bera veiruna án einkenna en get samt dreift henni,“ sagði Babbu Khan. Hann sagði sömuleiðis miklar líkur á því að veiran hefði dreifst í gegnum áðurnefnd almenningsklósett. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Útgöngubann Indlands, sem á að standa yfir í 21 dag, mun enda í næstu viku. Ríkisstjórar í Indlandi hafa þó kallað eftir því að bannið verði framlengt eða það fellt niður í hlutum. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hafa einungis 4.858 tilfelli greinst í Indlandi og 137 dáið. Indland virðist hafa komist hjá stórum faraldri með aðgerðum yfirvalda þar. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands setti útgöngubann á í síðasta mánuði og bað 1,3 milljarða íbúa að halda sig heima. Það hefur þó komið verulega niður á efnahagi landsins og milljónir hafa misst vinnuna. Þrátt fyrir að Indland hafi hingað til sloppið mjög vel þykir þó ljóst að ekki má mikið bregða út af. Til marks um það greindist 56 ára gamall maður í Mumbai með veiruna í lok mars. Hann dó nokkrum dögum síðar. Þessi maður bjó í stærsta fátækrahverfi Indlands sem kallast Dharavi og var innblásturinn fyrir myndina Slumdog Millionaire. Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. Þar sem allt að tíu manns sofa í sama herberginu og tugir deila sama almenningsklósettinu. Þá er lítið um rennandi vatn í hverfinu og íbúar hafa ekki tök á að þrífa hendur sínar. Hér má sjá stutta umfjöllun South China Morning Post um fátækrahverfið. Þar sést hvernig aðstæður eru þar. Samkvæmt frétt Guardian hafa nokkrir til viðbótar greinst með veiruna í fátækrahverfinu og þar á meðal þrítug kona sem hélt nýverið fjölmenna afmælisveislu. „Við erum að gera allt sem við getum til að tryggja að þetta springi ekki út og dreifist ekki um samfélagið. Það er mikil áskorun að einangra þetta,“ sagði Kiran Dihavkar, embættismaður í Mumbai við Guardian. Hann sagði íbúa fátækrahverfisins þegar glíma við ýmsa heilsukvilla og fólk óttist að stíga fram með einkenni. Það fylgi því mikil smán. Þá er vonast til þess að íbúar hverfisins séu með góð ónæmiskerfi vegna þeirra fjölda veikinda sem þau verða fyrir. Sérstaklega með tilliti til þess hve margir deila klósettum, sagði Dihavkar. Annar embættismaður sem rætt var við segist óttast að veiran hafi þegar dreifst verulega meðal íbúa. Missi yfirvöld tök á ástandinu muni hún dreifast um eins og eldur í sinu. „Þegar fimm greinast með veiruna hljóta að vera mun fleiri sem hafa smitast. Við vitum að margir bera veiruna án einkenna en get samt dreift henni,“ sagði Babbu Khan. Hann sagði sömuleiðis miklar líkur á því að veiran hefði dreifst í gegnum áðurnefnd almenningsklósett.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent