Saga/Söguleysi Jakob Jakobsson skrifar 7. apríl 2020 11:30 Nú er Vegagerðin að flytja í Garðabæ. Frábært að dreifa fyrirtækjum og stofnunum um höfuðborgarsvæðið. Það þýðir að eftir standa byggingar sem hýst hafa starfsemi ýmiskonar, húsnæði sem ekki er endilega hannað fyrir þarfir næstu notenda. Húsnæði sem er ekki staðlað og ekki akkúrat. En þar eru tækifærin. Húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni er byggt um og eftir seinni heimstyrjöld og hefur svo tekið breytingum gegnum tíðina. Þetta eru ekki íburðarmiklar byggingar og ekki byggingar sem venjulega væru settar í verndunarflokk eða friðaðar, enda ekki beint ástæða til. Þær falla ekki undir 100 ára regluna og eru ekki meistaraverk í íslenskri byggingasögu en þær eru meðal fárra bygginga sem eftir eru vestan Kringlumýrarbrautar sem myndu flokkast sem iðnaðarhúsnæði. Þær hafa sögu sem nær lengra aftur en til aldamóta, sögu um aðra tíma. Það eru örfáar byggingar eftir í Borgartúni sem segja þessa sögu að einhverju leyti: Smith & Norland, Nóatúni 4 frá 1972, Borgartún 23 frá 1968, Borgartún 34-36 frá 1957. Án þeirra væri hverfið fátækara. Hinum megin við Kringlumýrarbraut er nýtt hverfi í uppbyggingu sem er fallega skipulagt eftir kúnstarinnar reglum, en þar voru byggingar fyrir sem sögðu sögu Strætisvagna Reykjavíkur sem nú eru horfnar. Byggingar frá 1969 sem auðveldlega hefði mátt tvinna inn í nýtt skipulag og hefðu gefið nýju hverfi karakter, nafn og sögu. Vonandi verður Júpiter og Mars húsinu (Íslandsbanka) bjargað, sem stendur eitt eftir og segir misgóðar sögur. Reykjavík hefur byggst hratt á undanförnum árum. Okkur finnst það kannski sjálfsagt núna en við megum ekki gleyma að það er ekki langt síðan allar götur voru eins og þjóðvegir og stórir reitir miðsvæðis í borginni voru malarplön þar sem við geymdum bíla. Borgin hefur aldrei litið betur út og flestir virðast vera að vanda sig. Hins vegar, þegar mikið er byggt á stuttu tímabili, þá er hætta á að byggingar verði einsleitar, „allar eins”, „eintómir steypukassar”. Upplifun fólks skiptir máli og upplifunin verður ekki jafn sláandi þegar fólk þekkir byggingar inn á milli og tengir kennileiti við ný hverfi. Vogabyggð er dæmi um hverfi sem er skipulagt í kringum gamlar byggingar og sögu. Það hefur eflaust verið óhemjumikil vinna fyrir hlutaðeigandi en lokaniðurstaðan virðist ætla að sanna það að sú vinna er að margborga sig. Það rímar líka betur við okkar tíma þar sem takmarkið hlýtur að vera að draga úr neyslu að við áttum okkur á að þær byggingar sem eru hvað sjálfbærastar (e. Sustainable) eru einmitt þær sem nú þegar eru byggðar. Það getur verið að það sé ódýrara að rífa og byrja frá grunni, en það þarf líka að meta söguna til fjár, þó hún sé ómetanleg. Þetta á við í Klettagörðum, Múlahverfi, á Orkuhússreitnum, Mjóddinni, Granda, Vegagerðarreitnum og öllum þeim fjölmörgu svæðum sem á næstu árum fara í endurnýjun. Nóg er plássið. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Nú er Vegagerðin að flytja í Garðabæ. Frábært að dreifa fyrirtækjum og stofnunum um höfuðborgarsvæðið. Það þýðir að eftir standa byggingar sem hýst hafa starfsemi ýmiskonar, húsnæði sem ekki er endilega hannað fyrir þarfir næstu notenda. Húsnæði sem er ekki staðlað og ekki akkúrat. En þar eru tækifærin. Húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni er byggt um og eftir seinni heimstyrjöld og hefur svo tekið breytingum gegnum tíðina. Þetta eru ekki íburðarmiklar byggingar og ekki byggingar sem venjulega væru settar í verndunarflokk eða friðaðar, enda ekki beint ástæða til. Þær falla ekki undir 100 ára regluna og eru ekki meistaraverk í íslenskri byggingasögu en þær eru meðal fárra bygginga sem eftir eru vestan Kringlumýrarbrautar sem myndu flokkast sem iðnaðarhúsnæði. Þær hafa sögu sem nær lengra aftur en til aldamóta, sögu um aðra tíma. Það eru örfáar byggingar eftir í Borgartúni sem segja þessa sögu að einhverju leyti: Smith & Norland, Nóatúni 4 frá 1972, Borgartún 23 frá 1968, Borgartún 34-36 frá 1957. Án þeirra væri hverfið fátækara. Hinum megin við Kringlumýrarbraut er nýtt hverfi í uppbyggingu sem er fallega skipulagt eftir kúnstarinnar reglum, en þar voru byggingar fyrir sem sögðu sögu Strætisvagna Reykjavíkur sem nú eru horfnar. Byggingar frá 1969 sem auðveldlega hefði mátt tvinna inn í nýtt skipulag og hefðu gefið nýju hverfi karakter, nafn og sögu. Vonandi verður Júpiter og Mars húsinu (Íslandsbanka) bjargað, sem stendur eitt eftir og segir misgóðar sögur. Reykjavík hefur byggst hratt á undanförnum árum. Okkur finnst það kannski sjálfsagt núna en við megum ekki gleyma að það er ekki langt síðan allar götur voru eins og þjóðvegir og stórir reitir miðsvæðis í borginni voru malarplön þar sem við geymdum bíla. Borgin hefur aldrei litið betur út og flestir virðast vera að vanda sig. Hins vegar, þegar mikið er byggt á stuttu tímabili, þá er hætta á að byggingar verði einsleitar, „allar eins”, „eintómir steypukassar”. Upplifun fólks skiptir máli og upplifunin verður ekki jafn sláandi þegar fólk þekkir byggingar inn á milli og tengir kennileiti við ný hverfi. Vogabyggð er dæmi um hverfi sem er skipulagt í kringum gamlar byggingar og sögu. Það hefur eflaust verið óhemjumikil vinna fyrir hlutaðeigandi en lokaniðurstaðan virðist ætla að sanna það að sú vinna er að margborga sig. Það rímar líka betur við okkar tíma þar sem takmarkið hlýtur að vera að draga úr neyslu að við áttum okkur á að þær byggingar sem eru hvað sjálfbærastar (e. Sustainable) eru einmitt þær sem nú þegar eru byggðar. Það getur verið að það sé ódýrara að rífa og byrja frá grunni, en það þarf líka að meta söguna til fjár, þó hún sé ómetanleg. Þetta á við í Klettagörðum, Múlahverfi, á Orkuhússreitnum, Mjóddinni, Granda, Vegagerðarreitnum og öllum þeim fjölmörgu svæðum sem á næstu árum fara í endurnýjun. Nóg er plássið. Höfundur er arkitekt.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun