Hörður þreyttur á ónafngreindum heimildarmönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2020 12:26 Hörður Arnarson flytur ræðu á aðalfundi Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar skýtur fast á heimildarmenn Morgunblaðsins vegna frétta af hugleiðingum Rio Tinto þess efnis að fyrirtækið íhugi að loka álverinu í Straumsvík og stefna Landsvirkjun. Morgunblaðið greindi frá því í morgun og vísaði í heimildarmenn sína að Rio Tinto leitaði allra leiða til að stemma stigu við taprekstri og væri að undirbúa málaferli gegn Landsvirkjun með það fyrir augum að losna undan stórum hluta þeirrar kaupskyldu á rafmagni sem fyrirtækið er undir. Landsvirkjun og Rio Tinto eiga í viðræðum um þá kröfu Rio Tinto að raforkusamningur vegna álversins verði endurskoðaður. Landsvirkjun hefur óskað eftir því að trúnaði verði létt af samningnum við Rio Tinto til að tryggja gagnsæi í viðræðum en Rio Tinto hafi ekki orðið við því. Fullyrðingar sem aldrei hafi heyrst í viðræðum „Í Morgunblaðinu í dag fara ónafngreindir heimildarmenn blaðsins fram með fullyrðingar sem aldrei hafa komið fram í viðræðum fyrirtækjanna – og fulltrúar Rio Tinto í þeim viðræðum geta staðfest - þ.e. að Rio Tinto íhugi nú að leggja niður starfsemi í Straumsvík í tvö ár og sé jafnframt að íhuga málaferli gegn Landvirkjun, til að fá raforkusamningi hnekkt,“ segir Hörður. Þá sé því jafnframt haldið fram, að nýundirritaðir kjarasamningar Rio Tinto við starfsmenn séu háðir því skilyrði að nýir raforkusamningar náist fyrir júnílok. „Það sætir auðvitað furðu, ef rétt er, að alþjóðlega risafyrirtækið Rio Tinto hafi skilyrt kjarasamninga við starfsmenn sína á Íslandi aðgerðum fyrirtækis í eigu íslensku þjóðarinnar, sem hefur ekkert með þá kjarasamninga að gera.“ Hörður segir heimildarmönnum Morgunblaðsins tíðrætt um erfiða afkomu Rio Tinto. Minnir á arðgreiðslur „Það blasir auðvitað við að staða fyrirtækja almennt er ákaflega erfið um þessar mundir. Í fréttum af erfiðleikum Rio Tinto og taprekstri undanfarinna ára í Straumsvík er því hins vegar sjaldan haldið á lofti að álverið hér greiddi móðurfélagi sínu 130 milljónir dollara í arð árið 2017. Á þeim tíma var sú arðgreiðsla hærri en samanlagðar skattgreiðslur og allur arður Landsvirkjunar frá upphafi til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar.“ 130 milljónir dollara svara til um átján milljarða íslenskra króna í dag. Frumlegasta fullyrðing heimildarmanna Morgunblaðsins sé hins vegar sú, að álverið í Straumsvík ætli í mál þar sem orkan til álversins sé ekki frá vatnsaflsvirkjunum, eins og um hafi verið samið. „Samkvæmt raforkureikningum sé orkan í raun frá kola- og kjarnorkuverum og því um vörusvik að ræða gagnvart Rio Tinto. Þarna beita heimildarmennirnir því ómerkilega bragði að ýta undir algengan misskilning um eðli svokallaðra upprunavottorða, sem Landsvirkjun selur og skapa fyrirtækinu og þar með íslensku þjóðinni auknar tekjur af auðlind sinni.“ Landsvirkjun Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar skýtur fast á heimildarmenn Morgunblaðsins vegna frétta af hugleiðingum Rio Tinto þess efnis að fyrirtækið íhugi að loka álverinu í Straumsvík og stefna Landsvirkjun. Morgunblaðið greindi frá því í morgun og vísaði í heimildarmenn sína að Rio Tinto leitaði allra leiða til að stemma stigu við taprekstri og væri að undirbúa málaferli gegn Landsvirkjun með það fyrir augum að losna undan stórum hluta þeirrar kaupskyldu á rafmagni sem fyrirtækið er undir. Landsvirkjun og Rio Tinto eiga í viðræðum um þá kröfu Rio Tinto að raforkusamningur vegna álversins verði endurskoðaður. Landsvirkjun hefur óskað eftir því að trúnaði verði létt af samningnum við Rio Tinto til að tryggja gagnsæi í viðræðum en Rio Tinto hafi ekki orðið við því. Fullyrðingar sem aldrei hafi heyrst í viðræðum „Í Morgunblaðinu í dag fara ónafngreindir heimildarmenn blaðsins fram með fullyrðingar sem aldrei hafa komið fram í viðræðum fyrirtækjanna – og fulltrúar Rio Tinto í þeim viðræðum geta staðfest - þ.e. að Rio Tinto íhugi nú að leggja niður starfsemi í Straumsvík í tvö ár og sé jafnframt að íhuga málaferli gegn Landvirkjun, til að fá raforkusamningi hnekkt,“ segir Hörður. Þá sé því jafnframt haldið fram, að nýundirritaðir kjarasamningar Rio Tinto við starfsmenn séu háðir því skilyrði að nýir raforkusamningar náist fyrir júnílok. „Það sætir auðvitað furðu, ef rétt er, að alþjóðlega risafyrirtækið Rio Tinto hafi skilyrt kjarasamninga við starfsmenn sína á Íslandi aðgerðum fyrirtækis í eigu íslensku þjóðarinnar, sem hefur ekkert með þá kjarasamninga að gera.“ Hörður segir heimildarmönnum Morgunblaðsins tíðrætt um erfiða afkomu Rio Tinto. Minnir á arðgreiðslur „Það blasir auðvitað við að staða fyrirtækja almennt er ákaflega erfið um þessar mundir. Í fréttum af erfiðleikum Rio Tinto og taprekstri undanfarinna ára í Straumsvík er því hins vegar sjaldan haldið á lofti að álverið hér greiddi móðurfélagi sínu 130 milljónir dollara í arð árið 2017. Á þeim tíma var sú arðgreiðsla hærri en samanlagðar skattgreiðslur og allur arður Landsvirkjunar frá upphafi til eiganda síns, íslensku þjóðarinnar.“ 130 milljónir dollara svara til um átján milljarða íslenskra króna í dag. Frumlegasta fullyrðing heimildarmanna Morgunblaðsins sé hins vegar sú, að álverið í Straumsvík ætli í mál þar sem orkan til álversins sé ekki frá vatnsaflsvirkjunum, eins og um hafi verið samið. „Samkvæmt raforkureikningum sé orkan í raun frá kola- og kjarnorkuverum og því um vörusvik að ræða gagnvart Rio Tinto. Þarna beita heimildarmennirnir því ómerkilega bragði að ýta undir algengan misskilning um eðli svokallaðra upprunavottorða, sem Landsvirkjun selur og skapa fyrirtækinu og þar með íslensku þjóðinni auknar tekjur af auðlind sinni.“
Landsvirkjun Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira