Áhrif COVID-19 á ungmenni Valgerður Eyja Eyþórsdóttir skrifar 8. apríl 2020 14:45 Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd. Ég er ein þeirra sem mun útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólagöngu í vor. Þannig mun stórum og mikilvægum kafla í lífi mínu senn ljúka og annar taka við. Á sama tíma hefur þessi faraldur skapað mikla óvissu og hafa margar spurningar vaknað um framhaldið. Eins og svo margir aðrir bjóst ég aldrei við þessum enda á grunnskólagöngunni. Óvissuástand Framhaldsskólakynningarnar sem voru rétt að byrja, hvað verður um þær? Hvað með árshátíðirnar sem voru framundan? Hvernig verður námsmati háttað? Verður umsóknarfrestur í framhaldsskóla framlengdur? Hvað með útskriftir og útskriftarferðir okkar 10.bekkinga? Hvað með vinnu fyrir okkur ungmennin í sumar í þessu sögulega ástandi þegar atvinnuleysi hefur nánast aldrei mælst meira? Kannski skipta þessar vangaveltur ekki máli í stóra samhenginu þegar margir hafa veikst og margir hverjir berjast fyrir lífi sínu. Það er samt mikilvægt að það sé hlustað á vangaveltur okkar unga fólksins og við vinnum að sameiginlegum lausnum í stað þess að fresta öllu og hætta við. Jafnvægi í daglegu lífi Við höfum verið að stíga stór skref með aðstoð tækninnar í skólastarfinu og allir mjög opnir fyrir því að nýta sér allt það góða sem tæknibyltingin hefur fært okkur. Af því tilefni vil ég benda áhugasömum á efni sem við fulltrúar ungmenna í Evrópuráði um örugga netnotkun tókum saman og má finna á Insight2act.net. Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda eins venjulegri rútínu og hægt er og reyna að viðhalda jákvæðu hugarfari því þetta er ekki auðvelt en við erum öll að reyna að gera okkar allra besta á þessum skrítnu tímum. Gott er líka að hafa í huga þar sem margt hefur færst á netið að við gætum þess að halda góðu jafnvægi á milli þessara tveggja heima þ.e. net- og raunheima og við pössum upp á líkamlega og andlega heilsu okkar. Við þurfum líka að muna að gæta þess að netsamskipti komi ekki alveg í veg fyrir félagsleg samskipti, alla vega þegar ástandið batnar. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Álftanesskóla og fulltrúi í UngSaft, ungmennaráði SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd. Ég er ein þeirra sem mun útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólagöngu í vor. Þannig mun stórum og mikilvægum kafla í lífi mínu senn ljúka og annar taka við. Á sama tíma hefur þessi faraldur skapað mikla óvissu og hafa margar spurningar vaknað um framhaldið. Eins og svo margir aðrir bjóst ég aldrei við þessum enda á grunnskólagöngunni. Óvissuástand Framhaldsskólakynningarnar sem voru rétt að byrja, hvað verður um þær? Hvað með árshátíðirnar sem voru framundan? Hvernig verður námsmati háttað? Verður umsóknarfrestur í framhaldsskóla framlengdur? Hvað með útskriftir og útskriftarferðir okkar 10.bekkinga? Hvað með vinnu fyrir okkur ungmennin í sumar í þessu sögulega ástandi þegar atvinnuleysi hefur nánast aldrei mælst meira? Kannski skipta þessar vangaveltur ekki máli í stóra samhenginu þegar margir hafa veikst og margir hverjir berjast fyrir lífi sínu. Það er samt mikilvægt að það sé hlustað á vangaveltur okkar unga fólksins og við vinnum að sameiginlegum lausnum í stað þess að fresta öllu og hætta við. Jafnvægi í daglegu lífi Við höfum verið að stíga stór skref með aðstoð tækninnar í skólastarfinu og allir mjög opnir fyrir því að nýta sér allt það góða sem tæknibyltingin hefur fært okkur. Af því tilefni vil ég benda áhugasömum á efni sem við fulltrúar ungmenna í Evrópuráði um örugga netnotkun tókum saman og má finna á Insight2act.net. Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda eins venjulegri rútínu og hægt er og reyna að viðhalda jákvæðu hugarfari því þetta er ekki auðvelt en við erum öll að reyna að gera okkar allra besta á þessum skrítnu tímum. Gott er líka að hafa í huga þar sem margt hefur færst á netið að við gætum þess að halda góðu jafnvægi á milli þessara tveggja heima þ.e. net- og raunheima og við pössum upp á líkamlega og andlega heilsu okkar. Við þurfum líka að muna að gæta þess að netsamskipti komi ekki alveg í veg fyrir félagsleg samskipti, alla vega þegar ástandið batnar. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Álftanesskóla og fulltrúi í UngSaft, ungmennaráði SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar