Lítill hluti af þjóðinni hefur tekið smit, meirihlutinn enn móttækilegur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2020 18:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Lögreglan Sóttvarnalæknir telur að kórónuveirufaraldurinn hafi náð toppi á landsvísu. Hann segir samt að enn sé of snemmt að slaka á takmörkunum og lítið þurfi til svo að faraldurinn nái sér aftur á strik. Á daglegum upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag kom fram að þrjátíu ný kórónuveirusmit hafi greinst hér á landi síðasta sólarhringinn og í heildina væru 1616 smit hér á landi. Þrjátíu og níu liggja inni á spítala vegna veirunnar og þó nokkrir eru alvarlega veikir og á gjörgæslu. Níu á Landspítalanum þar af sex á öndunarvél og tveir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á öndunarvél. Lang flest sýni sem greinst hafa jákvæð voru á höfuðborgarsvæðinu en engin hefur greinst á Austurlandi, Suðurlandi, utan Vestmannaeyja, og á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Frá upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.Mynd/Lögreglan Erum jafnvel aðeins á niðurleið „Eins og staðan er núna þá virðist toppnum vera náð á landsvísu. Það þýðir ekki það að það geti ekki komið upp hósýkingar, þannig að við þurfum að passa okkur áfram. Tölurnar benda hins vegar til þess að við séum komin á toppinn og jafnvel aðeins á niðurleið og vonandi heldur sú þróun áfram,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Það sé þegar fjöldi þeirra sem hefur batnað er meiri en fjöldi nýgreindar smita. Þórólfur segir að of snemmt sé að létta á aðgerðum þó staðan sé að batna. Álag á heilbrigðiskerfið komi ekki til með að ná toppi fyrr en eftir um tíu daga. Samkomubanni þurfi að vara áfram. „Ég held að við þurfum að halda út þangað til og við munum fljótlega eftir páska kynna hvað sé í vændum eftir 4. maí,“ segir Þórólfur. Engin marktæk breyting hefur orðið á Vestfjörðum síðan í gær. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er stöðugt en fjórir sem þar dvelja eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa komið upp smit hjá starfsmönnum á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík svo vitað sé, Grund og Sóltúni. Þar hafa stafsmenn verið settir í einangrun eða sóttkví. Litlar líkur eru taldar á að smit hafi borist til heimilismanna. Vel sé fylgst með þróun mála á þessum stöðum. Þórólfur segir að þjóðin verði að halda samkomubannið til 4. maí.Vísir/Vilhelm Verðum að aflétta takmörkunum og banni í skrefum Þórólfur segir áríðandi að samkomubann og ferðatakmörkunum verði aflétt í skrefum meðal annars til þess að vernda þennan hóp. „Vegna þess að ef við myndum stoppa allt saman og hætta öllu þá væri mjög líklegt að við fengjum bara annan faraldur. Ég held að það sé mjög lítill hluti af þjóðinni sem hefur tekið þetta smit þannig að meirihlutinn er enn þá móttækilegur,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11 Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur að kórónuveirufaraldurinn hafi náð toppi á landsvísu. Hann segir samt að enn sé of snemmt að slaka á takmörkunum og lítið þurfi til svo að faraldurinn nái sér aftur á strik. Á daglegum upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag kom fram að þrjátíu ný kórónuveirusmit hafi greinst hér á landi síðasta sólarhringinn og í heildina væru 1616 smit hér á landi. Þrjátíu og níu liggja inni á spítala vegna veirunnar og þó nokkrir eru alvarlega veikir og á gjörgæslu. Níu á Landspítalanum þar af sex á öndunarvél og tveir á sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af einn á öndunarvél. Lang flest sýni sem greinst hafa jákvæð voru á höfuðborgarsvæðinu en engin hefur greinst á Austurlandi, Suðurlandi, utan Vestmannaeyja, og á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Frá upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.Mynd/Lögreglan Erum jafnvel aðeins á niðurleið „Eins og staðan er núna þá virðist toppnum vera náð á landsvísu. Það þýðir ekki það að það geti ekki komið upp hósýkingar, þannig að við þurfum að passa okkur áfram. Tölurnar benda hins vegar til þess að við séum komin á toppinn og jafnvel aðeins á niðurleið og vonandi heldur sú þróun áfram,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Það sé þegar fjöldi þeirra sem hefur batnað er meiri en fjöldi nýgreindar smita. Þórólfur segir að of snemmt sé að létta á aðgerðum þó staðan sé að batna. Álag á heilbrigðiskerfið komi ekki til með að ná toppi fyrr en eftir um tíu daga. Samkomubanni þurfi að vara áfram. „Ég held að við þurfum að halda út þangað til og við munum fljótlega eftir páska kynna hvað sé í vændum eftir 4. maí,“ segir Þórólfur. Engin marktæk breyting hefur orðið á Vestfjörðum síðan í gær. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er stöðugt en fjórir sem þar dvelja eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa komið upp smit hjá starfsmönnum á tveimur dvalar- og hjúkrunarheimilum í Reykjavík svo vitað sé, Grund og Sóltúni. Þar hafa stafsmenn verið settir í einangrun eða sóttkví. Litlar líkur eru taldar á að smit hafi borist til heimilismanna. Vel sé fylgst með þróun mála á þessum stöðum. Þórólfur segir að þjóðin verði að halda samkomubannið til 4. maí.Vísir/Vilhelm Verðum að aflétta takmörkunum og banni í skrefum Þórólfur segir áríðandi að samkomubann og ferðatakmörkunum verði aflétt í skrefum meðal annars til þess að vernda þennan hóp. „Vegna þess að ef við myndum stoppa allt saman og hætta öllu þá væri mjög líklegt að við fengjum bara annan faraldur. Ég held að það sé mjög lítill hluti af þjóðinni sem hefur tekið þetta smit þannig að meirihlutinn er enn þá móttækilegur,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25 Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11 Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. 8. apríl 2020 15:25
Faraldurinn hefur náð hápunkti Kórónuveirufaraldurinn er búinn að ná hámarki sínu á Íslandi og er á niðurleið, að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Fleiri ná sér nú af smiti en greinast með veiruna á hverjum degi. 8. apríl 2020 14:11
Svona var 39. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 8. apríl 2020 13:21