„Var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 14:30 Brandur Olsen hafði spilað tvö sumur í Hafnarfirði. vísir/bára Freyr Alexandersson trúir því að FH geti barist við toppinn en Hjörvar Hafliðason segir að Fimleikafélagið þurfi leikmenn ætli liðið að berjast um gullið í Pepsi Max-deild karla. FH var á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld á miðvikudagskvöldið þar sem Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir sviðið. FH var eitt þeirra liða sem var rætt um. „FH getur hiklaust verið að keppa við toppinn. Þú nefnir þennan blástur sem var vegna launagreiðslna og fjármála í kringum áramót. Kannski var það ágætt að þeir voru búnir að rétta af sína reikninga og fara í endurskoðun fyrir þetta Covid sem er yfir okkur núna. Ég held að það hafi verið fleiri lið í sama pakka en FH-liðið var eina liðið sem var í umfjöllun. Það eru fullt af þjálfurum og leikmönnum sem eru búnir að taka á sig launalækkanir núna en það fer ekket endilega í fjölmiðla. Það er misjafnt hvað ratar þangað,“ sagði Freyr. Hann hélt áfram. „FH-liðið er að mínu mati með gríðarlega sterkt byrjunarlið. Það eru sterkir fyrstu ellefu eða tólf en þetta verður mjög áhugavert mót hvernig liðin koma undan þessu tímabili sem við erum að ganga í gegnum núna. Þá ætla ég að leyfa mér að setja ábyrgðina á Óla og hans teymi sem er eitt stærsta þjálfarateymið í deildinni. Gríðarlega reyndir og öflugir menn, allir með tölu, og ég set pressuna og væntingar til þeirra. Gæðin eru í leikmannahópnum.“ Hjörvar Hafliðason er ekki svo sammála aðstoðarlandsliðsþjálfaranum og segir að þeir hvítklæddu úr Hafnarfirði þurfi leikmenn í stað þeirra sem farnir eru. Brandur Olsen var meðal annars seldur til Helsingborgar í Svíþjóð. „Stóru karakterarnir eru farnir; Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson. Leikmannahópurinn er mjög lítill og þeir eru að fara í Evrópukeppni og mögulega verður þessu þjappað enn frekar. Lítill leikmannahópur og búnir að missa alla þessa leikmenn. Brandur er líka farinn. Hann var á sínum degi kannski besti fótboltamaður í liðinu,“ sagði Hjörvar og þá tók Freyr við boltanum á ný: „Brandur var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu á deginum sínum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld FH Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Freyr Alexandersson trúir því að FH geti barist við toppinn en Hjörvar Hafliðason segir að Fimleikafélagið þurfi leikmenn ætli liðið að berjast um gullið í Pepsi Max-deild karla. FH var á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld á miðvikudagskvöldið þar sem Guðmundur Benediktsson, Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir sviðið. FH var eitt þeirra liða sem var rætt um. „FH getur hiklaust verið að keppa við toppinn. Þú nefnir þennan blástur sem var vegna launagreiðslna og fjármála í kringum áramót. Kannski var það ágætt að þeir voru búnir að rétta af sína reikninga og fara í endurskoðun fyrir þetta Covid sem er yfir okkur núna. Ég held að það hafi verið fleiri lið í sama pakka en FH-liðið var eina liðið sem var í umfjöllun. Það eru fullt af þjálfurum og leikmönnum sem eru búnir að taka á sig launalækkanir núna en það fer ekket endilega í fjölmiðla. Það er misjafnt hvað ratar þangað,“ sagði Freyr. Hann hélt áfram. „FH-liðið er að mínu mati með gríðarlega sterkt byrjunarlið. Það eru sterkir fyrstu ellefu eða tólf en þetta verður mjög áhugavert mót hvernig liðin koma undan þessu tímabili sem við erum að ganga í gegnum núna. Þá ætla ég að leyfa mér að setja ábyrgðina á Óla og hans teymi sem er eitt stærsta þjálfarateymið í deildinni. Gríðarlega reyndir og öflugir menn, allir með tölu, og ég set pressuna og væntingar til þeirra. Gæðin eru í leikmannahópnum.“ Hjörvar Hafliðason er ekki svo sammála aðstoðarlandsliðsþjálfaranum og segir að þeir hvítklæddu úr Hafnarfirði þurfi leikmenn í stað þeirra sem farnir eru. Brandur Olsen var meðal annars seldur til Helsingborgar í Svíþjóð. „Stóru karakterarnir eru farnir; Davíð Þór Viðarsson og Pétur Viðarsson. Leikmannahópurinn er mjög lítill og þeir eru að fara í Evrópukeppni og mögulega verður þessu þjappað enn frekar. Lítill leikmannahópur og búnir að missa alla þessa leikmenn. Brandur er líka farinn. Hann var á sínum degi kannski besti fótboltamaður í liðinu,“ sagði Hjörvar og þá tók Freyr við boltanum á ný: „Brandur var mögulega besti fótboltamaðurinn á deginum sínum en kannski líka mesta krabbameinið í liðinu á deginum sínum.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um FH Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld FH Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira