Willum Þór er viss: Gummi Ben hefði spilað með stærstu liðum í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 09:00 Willum Þór Þórsson og Guðmundur Benediktsson með Íslandsbikarinn sem þeir unnu saman með Val sumarið 2007. Skjámynd/S2 Sport Willum Þór Þórsson vann marga sína stærstu sigra sem knattspyrnuþjálfari með Guðmund Benediktsson sér við hlið. Það það þarf því ekki að koma á óvart að hann hafi miklar mætur á Gumma Ben. Willum Þór Þórsson valdi að sjálfsögðu Guðmund Benediktsson í úrvalsliðið sitt þegar hann mætti til Ríkharðs Guðnasonar í þáttinn Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport. Willum Þór og Guðmundur Benediktsson urðu Íslandsmeistarar saman hjá bæði KR og Val sem og að vinna bikarinn saman með Val þegar Hlíðarendaliðið var nýliði í deildinni. Guðmundur Benediktsson skoraði 57 mörk og gaf 87 stoðsendingar í 237 leikjum í efstu deild á Íslandi en eins og fleiri þá velti Willum Þór því fyrir sér hversu langt Guðmundur hefði náði ef hann meiðslin hefðu ekki elt hann. Guðmundur var þannig kominn út í atvinnumennsku hjá Germinal Ekeren í Belgíu þegar hann fór ítrekað að slíta krossbandið í hnénu. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þennan meistara. Maður hefur séð hann gera hluti á æfingum sem maður sér ekki öllu jafna,“ sagði Willum Þór Þórsson „Ég veit að það eru fleiri sem hafa sagt það en ég að ef að þessi meiðsli hefðu ekki komið upp þá hefði hann spilað með þeim stærstu,“ sagði Willum Þór. Erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. „Við sem fengum að hafa hann hérna heima erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. Ég er sannfærður um það að hann hefði annars spilað með stærstu liðum í heimi,“ sagði Willum Þór. Það er frægt þegar Guðmundur Benediktsson fékk endurnýjum lífdaga hjá Val á Hlíðarenda eftir að KR-ingar höfðu afskrifað hann. Willum hætti sem þjálfari KR og KR-ingar leyfðu Guðmundi síðan að fara. Willum fékk hann yfir í Val. „Það nýttist mér ágætlega að hafa ekki staðið mig betur með KR árið 2004. Það voru einhverjir leikmenn sem KR taldi ekki ástæðu til að halda í. Fyrsta verkefnið var að ná í Gumma Ben,“ sagði Willum Þór en hann ræddi hann í þættinum. Klippa: Willum Þór um Gumma Ben „Það þarf nú ekki mikla vísindamenn til að átta sig á því hvað hann er fær í knattspyrnunni. Hann er líka einkar laginn í hóp, hnyttinn og er líka leiðtogi en fer vel með það. Hann gerir það ekki með neinum æsingi,“ sagði Willum Þór. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma „Ég hafði gert hann að aðstoðarþjálfara þegar ég var hjá KR og hann var í þessum mestu meiðslum. Hann kann þessa línu, gagnvart þjálfara og gagnvart leikmannahóp. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma,“ sagði Willum Þór. Guðmundur Benediktsson spilaði í fjögur tímabil með Val og var með 10 mörk og 35 stoðsendingar í 70 leikjum með Hlíðarendaliðinu. Besta tímabilið var sumarið 2007 þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn og Guðmundur var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Willum Þór Þórsson vann marga sína stærstu sigra sem knattspyrnuþjálfari með Guðmund Benediktsson sér við hlið. Það það þarf því ekki að koma á óvart að hann hafi miklar mætur á Gumma Ben. Willum Þór Þórsson valdi að sjálfsögðu Guðmund Benediktsson í úrvalsliðið sitt þegar hann mætti til Ríkharðs Guðnasonar í þáttinn Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport. Willum Þór og Guðmundur Benediktsson urðu Íslandsmeistarar saman hjá bæði KR og Val sem og að vinna bikarinn saman með Val þegar Hlíðarendaliðið var nýliði í deildinni. Guðmundur Benediktsson skoraði 57 mörk og gaf 87 stoðsendingar í 237 leikjum í efstu deild á Íslandi en eins og fleiri þá velti Willum Þór því fyrir sér hversu langt Guðmundur hefði náði ef hann meiðslin hefðu ekki elt hann. Guðmundur var þannig kominn út í atvinnumennsku hjá Germinal Ekeren í Belgíu þegar hann fór ítrekað að slíta krossbandið í hnénu. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þennan meistara. Maður hefur séð hann gera hluti á æfingum sem maður sér ekki öllu jafna,“ sagði Willum Þór Þórsson „Ég veit að það eru fleiri sem hafa sagt það en ég að ef að þessi meiðsli hefðu ekki komið upp þá hefði hann spilað með þeim stærstu,“ sagði Willum Þór. Erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. „Við sem fengum að hafa hann hérna heima erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. Ég er sannfærður um það að hann hefði annars spilað með stærstu liðum í heimi,“ sagði Willum Þór. Það er frægt þegar Guðmundur Benediktsson fékk endurnýjum lífdaga hjá Val á Hlíðarenda eftir að KR-ingar höfðu afskrifað hann. Willum hætti sem þjálfari KR og KR-ingar leyfðu Guðmundi síðan að fara. Willum fékk hann yfir í Val. „Það nýttist mér ágætlega að hafa ekki staðið mig betur með KR árið 2004. Það voru einhverjir leikmenn sem KR taldi ekki ástæðu til að halda í. Fyrsta verkefnið var að ná í Gumma Ben,“ sagði Willum Þór en hann ræddi hann í þættinum. Klippa: Willum Þór um Gumma Ben „Það þarf nú ekki mikla vísindamenn til að átta sig á því hvað hann er fær í knattspyrnunni. Hann er líka einkar laginn í hóp, hnyttinn og er líka leiðtogi en fer vel með það. Hann gerir það ekki með neinum æsingi,“ sagði Willum Þór. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma „Ég hafði gert hann að aðstoðarþjálfara þegar ég var hjá KR og hann var í þessum mestu meiðslum. Hann kann þessa línu, gagnvart þjálfara og gagnvart leikmannahóp. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma,“ sagði Willum Þór. Guðmundur Benediktsson spilaði í fjögur tímabil með Val og var með 10 mörk og 35 stoðsendingar í 70 leikjum með Hlíðarendaliðinu. Besta tímabilið var sumarið 2007 þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn og Guðmundur var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira