Að standa vörð hvert um annað Flosi Eiríksson skrifar 15. apríl 2020 08:00 Við sem erum alin upp við grátkór LÍÚ, verðbólgu, gengisfellingar og smjörfjöll erum eðlilega svolítið tortryggin þegar valdahópar fara að kalla eftir breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um efnahagsaðgerðir, lýsa því allt í einu yfir að núna séum við öll á sama báti og telja, eins og stundum áður, að eina leiðin til að taka á vandanum sé að lækka laun láglaunafólks, eins og fram kom í tillögum Samtaka atvinnulífsins. Stundum hefur sú mikla samstaða snúist um að verja ríkjandi ástand, tryggja völd og forréttindi. Í yfirstandandi hremmingum má svo sem heyra þessa gamalkunnu tóna, en það bregður líka fyrir nýjum tónum sem er fagnaðarefni. Um nauðsyn þess að hafa hér öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla, um mikilvægi innviða af margvíslegu tagi, um fagmennsku og breiða samvinnu. Þagnaður er að mestu söngurinn um að markaðurinn einn sé bestur til að finna lausnir og heilbrigðisþjónustu eigi að einkavæða sem víðast. Sú breiða samstaða sem maður finnur nú fyrir er af öðrum meiði, við viljum standa hvert með öðru, standa vörð hvert um annað. Þetta gerum við oft á dag með því að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum um fjarlægð frá öðrum, vinnum heima, heimsækjum ekki ömmu og afa og sprittum okkur í sífellu. Það er ekki af því okkur er skipað að gera það, heldur af því við viljum hjálpast að, standa saman. Því fylgir líka endurmat á mikilvægi hópa í samfélaginu, krafa og skilningur um að gerðir séu kjarasamningar við stóra hópa heilbrigðisstarfsfólks svo dæmi séu tekin, og sjúkrahúsin séu búin þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru. Við flest leggjum okkar af mörkum í þeirri fjármögnun á hverjum degi með því að greiða okkar skatta og skyldur, það er gert í hljóði og þarf ekki að auglýsa í Fréttablaðinu eins og sumir sem gefa opinberar leynigjafir eða leynilegar opinberar gjafir. Vonandi tekst okkur að varðveita þessa samstöðu um öflugt velferðarkerfi, um innviði sem gagnast okkur öllum, um nauðsyn þess að endurmeta hvað eru verðmæti, um mikilvægi fólksins sem vinnur við umönnun, hverju nafni sem hún nefnist. Þessi samstaða gæti orðið viðspyrnan fyrir uppbyggingu samfélagsins, að starfsfólkið í ferðaþjónustunni sem margt er láglaunafólk, njóti umsamina kjara og réttinda, að stórfelld og margvísleg brot á erlendu starfsfólki heyri sögunni til. Að atvinnurekendur og aðrir standi við stóru orðin um samstöðuna, að við stöndum hvert með öðru og berum ábyrgð hvert á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við sem erum alin upp við grátkór LÍÚ, verðbólgu, gengisfellingar og smjörfjöll erum eðlilega svolítið tortryggin þegar valdahópar fara að kalla eftir breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um efnahagsaðgerðir, lýsa því allt í einu yfir að núna séum við öll á sama báti og telja, eins og stundum áður, að eina leiðin til að taka á vandanum sé að lækka laun láglaunafólks, eins og fram kom í tillögum Samtaka atvinnulífsins. Stundum hefur sú mikla samstaða snúist um að verja ríkjandi ástand, tryggja völd og forréttindi. Í yfirstandandi hremmingum má svo sem heyra þessa gamalkunnu tóna, en það bregður líka fyrir nýjum tónum sem er fagnaðarefni. Um nauðsyn þess að hafa hér öflugt heilbrigðiskerfi fyrir alla, um mikilvægi innviða af margvíslegu tagi, um fagmennsku og breiða samvinnu. Þagnaður er að mestu söngurinn um að markaðurinn einn sé bestur til að finna lausnir og heilbrigðisþjónustu eigi að einkavæða sem víðast. Sú breiða samstaða sem maður finnur nú fyrir er af öðrum meiði, við viljum standa hvert með öðru, standa vörð hvert um annað. Þetta gerum við oft á dag með því að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum um fjarlægð frá öðrum, vinnum heima, heimsækjum ekki ömmu og afa og sprittum okkur í sífellu. Það er ekki af því okkur er skipað að gera það, heldur af því við viljum hjálpast að, standa saman. Því fylgir líka endurmat á mikilvægi hópa í samfélaginu, krafa og skilningur um að gerðir séu kjarasamningar við stóra hópa heilbrigðisstarfsfólks svo dæmi séu tekin, og sjúkrahúsin séu búin þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru. Við flest leggjum okkar af mörkum í þeirri fjármögnun á hverjum degi með því að greiða okkar skatta og skyldur, það er gert í hljóði og þarf ekki að auglýsa í Fréttablaðinu eins og sumir sem gefa opinberar leynigjafir eða leynilegar opinberar gjafir. Vonandi tekst okkur að varðveita þessa samstöðu um öflugt velferðarkerfi, um innviði sem gagnast okkur öllum, um nauðsyn þess að endurmeta hvað eru verðmæti, um mikilvægi fólksins sem vinnur við umönnun, hverju nafni sem hún nefnist. Þessi samstaða gæti orðið viðspyrnan fyrir uppbyggingu samfélagsins, að starfsfólkið í ferðaþjónustunni sem margt er láglaunafólk, njóti umsamina kjara og réttinda, að stórfelld og margvísleg brot á erlendu starfsfólki heyri sögunni til. Að atvinnurekendur og aðrir standi við stóru orðin um samstöðuna, að við stöndum hvert með öðru og berum ábyrgð hvert á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun