Stjórnmálin á tímum heimsfaraldurs Bjarni Halldór Janusson skrifar 15. apríl 2020 09:00 Undir lok síðasta árs var tilkynnt um fyrstu smit nýrrar veiru í fjölskyldu kórónuveira. Í fyrstu héldu sumir að nýja veiran væri litlu alvarlegri en hin venjulega flensa og sneru sér að öðru. Vesturlönd sváfu á verðinum og reyndust illa undirbúin þegar smit fóru loks að berast af alvöru frá Kína til Bandaríkjanna, Evrópu og síðar um allan heim. Nú er varla deilt um alvarleika eða áhrif veirunnar, alla vega ekki meðal málsmetandi fólks. Útbreiðsla veirunnar hefur neytt okkur til að gjörbreyta lífsháttum okkar og aðlagast þeirri stöðu sem annars er kölluð fordæmalaus, og það sem verra er, veiran hefur náð til tveggja milljóna manna og orðið 120 þúsund manns að bana. Síðustu vikur hafa reynt á og minnt okkur á mikilvægi mannúðar og samstöðu. Fátt er mikilvægra í samfélaginu á tímum sem þessum. En það er enn heilmargt sem við getum lært og gert betur næst þegar eitthvað bjátar á. Síðustu vikur hefur heilbrigðisstarfsfólk unnið þrotlausa vinnu. Þetta starfsfólk er auðvitað vant því að sinna sínu nauðsynlega starfi undir miklu álagi, en undanfarnar vikur hafa verið einstaklega erfiðar og álagið áberandi. Oft er sagt um þá, sem taka þarfir annarra fram yfir eigin hag, að þeir sinni óeigingjörnu starfi. Það lýsir heilbrigðisstarfi síðustu vikna einna best. Starfið hefur raunar verið svo óeigingjarnt að í stað launahækkana eða almennilegra úrræða hafa yfirvöld sýnt þakklæti sitt í verki með áhrifalitlu, en þó einlægu, lófataki. Það er ekkert að því að hrósa fyrir góð verk og góðverk, en slíkt gerir lítið til að leysa undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins og gerir lítið til að létta álagi af starfsfólki þess. Skipta stjórnmálin ekki máli? Það er skiljanlegt að yfirlýsingar um “að nú skipti stjórnmál ekki máli” spretti upp því “nú sé mikilvægast af öllu að standa saman” og þá mega átök og aðrar deilur stjórnmálanna bíða. Það er gott og vel, enda þurfum við að sýna samstöðu og vinna saman að lausnum, og vandamál af þessari stærðargráðu krefjast lausna af sömu stærðargráðu. Yfirvöld hafa staðið sig með prýði í upplýsingagjöf og árangur okkar síðustu daga er ákvörðunum og viðbrögðum alls viðeigandi fagfólks að þakka. Hér hefur stjórnmálafólk ekki stefnt þjóðinni í hættu með því að grípa fram fyrir hendur sérfræðinga, annað en í Bandaríkjunum, og hér hafa stjórnmálin ekki heldur öfgavæðst með þeim hætti sem þau hafa í ríkjum á borð við Brasilíu og Ungverjaland. Þar hafa þjóðarleiðtogar í skjóli faraldurs neglt enn einn naglann í líkkistu mannréttinda og frjálslynds lýðræðis. Við erum þó laus við einræðistilburði og mannréttindabrot, og við erum að mestu leyti laus við stjórnmálafólk sem þykist vita betur en þeir sem raunverulega vita betur. Þetta eru þau stjórnmál sem við erum blessunarlega laus við og við ættum að halda því þannig. Þó er ekki þar með sagt að kasta eigi stjórnmálunum á glæ. Það þýðir ekki að við eigum að bæla niður heilbrigðan ágreining og fleygja skynsamlegum tillögum ofan í enn eina ráðherraskúffuna með ófáum skýrslunum sem þar liggja fyrir. Það er ekki hægt að ýta stjórnmálunum og deilum þeirra til hliðar á meðan mikilvægar ákvarðanir eru teknar, það segir sig eiginlega sjálft. Lýðræðislegur ágreiningur er ekki bara eðlilegur, heldur líka mikilvægur ef við viljum draga rétta lærdóma af ástandinu sem nú blasir við. Það er vel hægt að takast á við útbreiðslu veirunnar af fagmennsku og samtakamætti, líkt og við höfum nú þegar gert, en einnig stunda þau stjórnmál og ræða það sem við nauðsynlega þurfum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, til að koma í veg fyrir frekari dauðsföll og enn meiri samfélagsskaða. Það eru stjórnmál að krefjast hærri launa fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Það eru stjórnmál að krefjast hærri fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins. Það eru stjórnmál að vekja athygli á því að í samfélaginu séu vissulega ekki allir jafnir í baráttunni við veiruna, því heldri borgarar, sjúklingar, lágtekjufólk og aðrir jaðarhópar eru vitanlega öll í meiri hættu en aðrir. Ef við viljum draga lærdóm af þessum “fordæmalausu tímum” þá gerum við það ekki með því að fresta umræðu sem kann að virðast óþarfi eða óþægileg á þessum tímapunkti. Verði umræðunni frestað til betri tíma, líkt og svo oft áður, er hætta á að við sofnum aftur á verðinum. Brátt koma nýjar og aðrar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið okkar og við þurfum að bregðast tímanlega við því og með viðeigandi hætti, svo sem að svara kalli hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks sem hefur lengi kallað eftir úrbótum og auknum stuðningi yfirvalda. Það er heldur ekki hægt að fresta viðfangsefnum stjórnmálanna þegar þeim verður vart frestað mikið lengur, eins og í umhverfis- og loftslagsmálum, þar sem hver aðgerðarlaus dagur færir okkur fjær upprunalegum markmiðum okkar og nær þeim veruleika þar sem jörðin hefur hlýnað tilfinnanlega mikið. Stjórnmálin bíða ekki, því vandamálin bíða ekki. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Undir lok síðasta árs var tilkynnt um fyrstu smit nýrrar veiru í fjölskyldu kórónuveira. Í fyrstu héldu sumir að nýja veiran væri litlu alvarlegri en hin venjulega flensa og sneru sér að öðru. Vesturlönd sváfu á verðinum og reyndust illa undirbúin þegar smit fóru loks að berast af alvöru frá Kína til Bandaríkjanna, Evrópu og síðar um allan heim. Nú er varla deilt um alvarleika eða áhrif veirunnar, alla vega ekki meðal málsmetandi fólks. Útbreiðsla veirunnar hefur neytt okkur til að gjörbreyta lífsháttum okkar og aðlagast þeirri stöðu sem annars er kölluð fordæmalaus, og það sem verra er, veiran hefur náð til tveggja milljóna manna og orðið 120 þúsund manns að bana. Síðustu vikur hafa reynt á og minnt okkur á mikilvægi mannúðar og samstöðu. Fátt er mikilvægra í samfélaginu á tímum sem þessum. En það er enn heilmargt sem við getum lært og gert betur næst þegar eitthvað bjátar á. Síðustu vikur hefur heilbrigðisstarfsfólk unnið þrotlausa vinnu. Þetta starfsfólk er auðvitað vant því að sinna sínu nauðsynlega starfi undir miklu álagi, en undanfarnar vikur hafa verið einstaklega erfiðar og álagið áberandi. Oft er sagt um þá, sem taka þarfir annarra fram yfir eigin hag, að þeir sinni óeigingjörnu starfi. Það lýsir heilbrigðisstarfi síðustu vikna einna best. Starfið hefur raunar verið svo óeigingjarnt að í stað launahækkana eða almennilegra úrræða hafa yfirvöld sýnt þakklæti sitt í verki með áhrifalitlu, en þó einlægu, lófataki. Það er ekkert að því að hrósa fyrir góð verk og góðverk, en slíkt gerir lítið til að leysa undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins og gerir lítið til að létta álagi af starfsfólki þess. Skipta stjórnmálin ekki máli? Það er skiljanlegt að yfirlýsingar um “að nú skipti stjórnmál ekki máli” spretti upp því “nú sé mikilvægast af öllu að standa saman” og þá mega átök og aðrar deilur stjórnmálanna bíða. Það er gott og vel, enda þurfum við að sýna samstöðu og vinna saman að lausnum, og vandamál af þessari stærðargráðu krefjast lausna af sömu stærðargráðu. Yfirvöld hafa staðið sig með prýði í upplýsingagjöf og árangur okkar síðustu daga er ákvörðunum og viðbrögðum alls viðeigandi fagfólks að þakka. Hér hefur stjórnmálafólk ekki stefnt þjóðinni í hættu með því að grípa fram fyrir hendur sérfræðinga, annað en í Bandaríkjunum, og hér hafa stjórnmálin ekki heldur öfgavæðst með þeim hætti sem þau hafa í ríkjum á borð við Brasilíu og Ungverjaland. Þar hafa þjóðarleiðtogar í skjóli faraldurs neglt enn einn naglann í líkkistu mannréttinda og frjálslynds lýðræðis. Við erum þó laus við einræðistilburði og mannréttindabrot, og við erum að mestu leyti laus við stjórnmálafólk sem þykist vita betur en þeir sem raunverulega vita betur. Þetta eru þau stjórnmál sem við erum blessunarlega laus við og við ættum að halda því þannig. Þó er ekki þar með sagt að kasta eigi stjórnmálunum á glæ. Það þýðir ekki að við eigum að bæla niður heilbrigðan ágreining og fleygja skynsamlegum tillögum ofan í enn eina ráðherraskúffuna með ófáum skýrslunum sem þar liggja fyrir. Það er ekki hægt að ýta stjórnmálunum og deilum þeirra til hliðar á meðan mikilvægar ákvarðanir eru teknar, það segir sig eiginlega sjálft. Lýðræðislegur ágreiningur er ekki bara eðlilegur, heldur líka mikilvægur ef við viljum draga rétta lærdóma af ástandinu sem nú blasir við. Það er vel hægt að takast á við útbreiðslu veirunnar af fagmennsku og samtakamætti, líkt og við höfum nú þegar gert, en einnig stunda þau stjórnmál og ræða það sem við nauðsynlega þurfum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, til að koma í veg fyrir frekari dauðsföll og enn meiri samfélagsskaða. Það eru stjórnmál að krefjast hærri launa fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Það eru stjórnmál að krefjast hærri fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins. Það eru stjórnmál að vekja athygli á því að í samfélaginu séu vissulega ekki allir jafnir í baráttunni við veiruna, því heldri borgarar, sjúklingar, lágtekjufólk og aðrir jaðarhópar eru vitanlega öll í meiri hættu en aðrir. Ef við viljum draga lærdóm af þessum “fordæmalausu tímum” þá gerum við það ekki með því að fresta umræðu sem kann að virðast óþarfi eða óþægileg á þessum tímapunkti. Verði umræðunni frestað til betri tíma, líkt og svo oft áður, er hætta á að við sofnum aftur á verðinum. Brátt koma nýjar og aðrar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið okkar og við þurfum að bregðast tímanlega við því og með viðeigandi hætti, svo sem að svara kalli hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks sem hefur lengi kallað eftir úrbótum og auknum stuðningi yfirvalda. Það er heldur ekki hægt að fresta viðfangsefnum stjórnmálanna þegar þeim verður vart frestað mikið lengur, eins og í umhverfis- og loftslagsmálum, þar sem hver aðgerðarlaus dagur færir okkur fjær upprunalegum markmiðum okkar og nær þeim veruleika þar sem jörðin hefur hlýnað tilfinnanlega mikið. Stjórnmálin bíða ekki, því vandamálin bíða ekki. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar