Vonandi hægt að halda flest þessara móta Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 19:00 Símamótið í Kópavogi er eitt af stærstu fótboltamótum hvers sumars hér á landi. VÍSIR/VILHELM Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra mun talan 2.000 geta komið til með að vera ákveðið viðmið fyrir samkomur í sumar. Fleiri hafa safnast saman á stærstu barnamótunum í fótbolta, ekki síst ef aðstandendur iðkenda eru taldir með. „Ég veit að félögin eru að fara yfir þetta og ég held að þau ætli sér að fara yfir það með yfirvöldum hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hvernig hægt sé að breyta framkvæmdinni og vera með hana þannig að þetta sé innan ramma þessara sóttvarnaúrræða. Vonandi verður hægt að finna einhverjar útfærslur á því þannig að það verði hægt að halda flest þessara móta, þó að það verði kannski með breyttu sniði. Þetta er eitthvað sem liggur fyrir að við þurfum að finna lausn á,“ sagði Guðni. „Ef fram heldur sem horfir þá verður kannski gefinn meiri slaki í lok júní eða byrjun júlí þannig að þetta mun taka einhverjum breytingum þegar komið verður inn í sumarið, geri ég ráð fyrir. Við þurfum að sjá hvernig þetta allt saman spilast og gerum þetta allt að sjálfsögðu í góðri samvinnu við yfirvöld,“ sagði formaðurinn, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Formaður KSÍ ræðir um barnamótin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fótbolti Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Sportið í dag Tengdar fréttir Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra mun talan 2.000 geta komið til með að vera ákveðið viðmið fyrir samkomur í sumar. Fleiri hafa safnast saman á stærstu barnamótunum í fótbolta, ekki síst ef aðstandendur iðkenda eru taldir með. „Ég veit að félögin eru að fara yfir þetta og ég held að þau ætli sér að fara yfir það með yfirvöldum hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hvernig hægt sé að breyta framkvæmdinni og vera með hana þannig að þetta sé innan ramma þessara sóttvarnaúrræða. Vonandi verður hægt að finna einhverjar útfærslur á því þannig að það verði hægt að halda flest þessara móta, þó að það verði kannski með breyttu sniði. Þetta er eitthvað sem liggur fyrir að við þurfum að finna lausn á,“ sagði Guðni. „Ef fram heldur sem horfir þá verður kannski gefinn meiri slaki í lok júní eða byrjun júlí þannig að þetta mun taka einhverjum breytingum þegar komið verður inn í sumarið, geri ég ráð fyrir. Við þurfum að sjá hvernig þetta allt saman spilast og gerum þetta allt að sjálfsögðu í góðri samvinnu við yfirvöld,“ sagði formaðurinn, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Formaður KSÍ ræðir um barnamótin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Sportið í dag Tengdar fréttir Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Sjá meira
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41
KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30
KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00