„Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2020 12:35 Steingrímur J. Sigfússon sleit þingfundi eftir að Jón Þór Ólafsson gerði athugasemdir við dagskrá fundarins og fjölda þingmanna í salnum. Vísir Þingfundi var slitið í morgun eftir að hann hafði staðið yfir í aðeins tæpar fjórar mínútur. Saman voru komnir minnst 26 þingmenn í salnum sem stangast á við sóttvarnarreglur. Uppákomuna má rekja til óánægju stjórnarandstöðunnar með að sett hafi verið mál á dagskrá fundarins sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Á dagskrá fundarins voru óundirbúnar fyrirspurnir, störf þingsins og sjö mál frá ríkisstjórninni, sem ekki tengjast beinum viðbrögðum við Covid19, sem átti að taka til fyrstu umræðu. Áður en tókst að hefja fyrsta mál á dagskrá kvaddi Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Úr pontu taldi hann minnst 26 þingmenn í salnum og í framhaldinu tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis öll mál af dagskrá og sleit fundi. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Fundurinn stóð þannig í aðeins í rúmar þrjár mínútur og fimmtíu sekúndur. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur nokkuð hissa þar sem stjórnarandstaðan hafi sjálf kallað eftir því að þingfundir færu fram. Ef vel er að gáð má sjá að flestir þeir þingmenn sem sátu í þingsal í morgun voru þingmenn stjórnarandstöðu fyrir utan þá sem sitja á ráðherrabekknum.Vísir/Egill „Þegar ég sá í uppsiglingu langa fundarstjórnarlotu af hálfu stjórnarandstöðunnar og hún leyfði ekki einu sinni fundinum að hefjast, fundinum sem að hún hafði sjálf beðið um, þá sá ég ekki ástæðu til að vera að halda hann,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi kallað eftir því að þingfundir færu fram tvisvar í viku svo henni gæfi tækifæri til að beina fyrirspurnum til ráðherra og ræða störf þingsins. Orðið hafi verið við þeirri bón þótt sett hafi verið sú stefna að aðeins mál sem tengjast Covid-19 séu sett í forgang á þinginu. Steingrímur J. SigfússonVísir/Vilhelm Hann hafi óskað eftir liðsinni þingflokksformanna til að huga að fjöldatakmörkunum í þingsalnum. Hann hafi aftur á móti talið eðlilegt, fyrst þing var að koma saman á annað borð, að taka nokkur mál til fyrstu umræðu svo þau geti gengið til umfjöllunar í þingnefndum. Jón Þór er aftur á móti allt annað en sáttur við þessa nálgun forseta. „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi, hann vissi það að með því að setja mál á dagskrá sem ágreiningur er um, varðar ekki Covid eins og opinberar yfirlýsingar eru um, þá stefnir hann þingmönnum sem að sjálfsögðu þurfa þá að mæta til þess að verja lýðræðið á þingið og setur starfsfólkið og aðra þingmenn í hættu,“ segir Jón Þór. „Þingforseti, þingflokksformenn og formenn flokka eru búnir að hafa samtal við þingforseta í allan gærdaginn og benda honum á að hann er að fara umfram það sem að opinberar yfirlýsingar eru um, umfram það sem að samþykkt var í forsætisnefnd um að halda bara sömu stefnu varðandi þingfundina, að það séu bara rædd Covid-mál,“ bætir Jón Þór við. Helga Vala Helgadóttir og Jón Þór Ólafsson eru alls ekki sátt við framgöngu þingforseta.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sé ekki hlynntur því að leitast við að gæta að fjöldatakmörkunum þannig að hægt sé að koma öðrum málum til umfjöllunar í þingnefndum svarar Jón Þór: „Það er náttúrlega samtal sem þingforseti getur átt við þingflokksformenn. Og þótt þingflokksformenn fari til sinna þingflokka og spyrji; „neyðist þú að tala í þessu máli? Hvaða loforð og væntingar hefur þú gefið kjósendum varðandi það að standa í lappirnar í hinum og þessum málum?“ Það er samtal sem þarf að eiga sér stað þá og það er samtal sem átti sér ekki stað,“ segir Jón Þór. Stórt lýðræðislegt mál Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir framkomu þingforseta vera ósvífna og segir að vegið sé að lýðræðinu. „Þetta er ótrúlega ósvífin framkoma af forseta þings sem setur á dagskrá þingsins mál gegn samkomulagi um þinghaldið. Að segja að við höfum ekki viljað spyrja ráðherra er ósatt - þess höfum við krafist stanslaust," segir Helga Vala. „Þess vegna er óþolandi að upp komi sú staða sem forseti Alþingis hefur nú boðið upp á að inn á dagskrá sé laumað máli í bullandi ágreiningi, máli um veggjöld sem verður að fá eðlilega umræðu í þingsal. Það er val forseta að setja það mál á dagskrá og val hans að slíta fundi án þess að þingmenn fengju að spyrja ráðherra í dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir eins og samkomulag hafði verið um. Ég er ekki viss um að allir átti sig á hvað þetta er stórt lýðræðislegt mál, en fyrir mér er þetta algjört lykilatriði,“ skrifar Helga Vala í færslu á Facebook. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Þingfundi var slitið í morgun eftir að hann hafði staðið yfir í aðeins tæpar fjórar mínútur. Saman voru komnir minnst 26 þingmenn í salnum sem stangast á við sóttvarnarreglur. Uppákomuna má rekja til óánægju stjórnarandstöðunnar með að sett hafi verið mál á dagskrá fundarins sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Á dagskrá fundarins voru óundirbúnar fyrirspurnir, störf þingsins og sjö mál frá ríkisstjórninni, sem ekki tengjast beinum viðbrögðum við Covid19, sem átti að taka til fyrstu umræðu. Áður en tókst að hefja fyrsta mál á dagskrá kvaddi Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata sér hljóðs um fundarstjórn forseta. Úr pontu taldi hann minnst 26 þingmenn í salnum og í framhaldinu tók Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis öll mál af dagskrá og sleit fundi. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Fundurinn stóð þannig í aðeins í rúmar þrjár mínútur og fimmtíu sekúndur. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur nokkuð hissa þar sem stjórnarandstaðan hafi sjálf kallað eftir því að þingfundir færu fram. Ef vel er að gáð má sjá að flestir þeir þingmenn sem sátu í þingsal í morgun voru þingmenn stjórnarandstöðu fyrir utan þá sem sitja á ráðherrabekknum.Vísir/Egill „Þegar ég sá í uppsiglingu langa fundarstjórnarlotu af hálfu stjórnarandstöðunnar og hún leyfði ekki einu sinni fundinum að hefjast, fundinum sem að hún hafði sjálf beðið um, þá sá ég ekki ástæðu til að vera að halda hann,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi kallað eftir því að þingfundir færu fram tvisvar í viku svo henni gæfi tækifæri til að beina fyrirspurnum til ráðherra og ræða störf þingsins. Orðið hafi verið við þeirri bón þótt sett hafi verið sú stefna að aðeins mál sem tengjast Covid-19 séu sett í forgang á þinginu. Steingrímur J. SigfússonVísir/Vilhelm Hann hafi óskað eftir liðsinni þingflokksformanna til að huga að fjöldatakmörkunum í þingsalnum. Hann hafi aftur á móti talið eðlilegt, fyrst þing var að koma saman á annað borð, að taka nokkur mál til fyrstu umræðu svo þau geti gengið til umfjöllunar í þingnefndum. Jón Þór er aftur á móti allt annað en sáttur við þessa nálgun forseta. „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi, hann vissi það að með því að setja mál á dagskrá sem ágreiningur er um, varðar ekki Covid eins og opinberar yfirlýsingar eru um, þá stefnir hann þingmönnum sem að sjálfsögðu þurfa þá að mæta til þess að verja lýðræðið á þingið og setur starfsfólkið og aðra þingmenn í hættu,“ segir Jón Þór. „Þingforseti, þingflokksformenn og formenn flokka eru búnir að hafa samtal við þingforseta í allan gærdaginn og benda honum á að hann er að fara umfram það sem að opinberar yfirlýsingar eru um, umfram það sem að samþykkt var í forsætisnefnd um að halda bara sömu stefnu varðandi þingfundina, að það séu bara rædd Covid-mál,“ bætir Jón Þór við. Helga Vala Helgadóttir og Jón Þór Ólafsson eru alls ekki sátt við framgöngu þingforseta.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sé ekki hlynntur því að leitast við að gæta að fjöldatakmörkunum þannig að hægt sé að koma öðrum málum til umfjöllunar í þingnefndum svarar Jón Þór: „Það er náttúrlega samtal sem þingforseti getur átt við þingflokksformenn. Og þótt þingflokksformenn fari til sinna þingflokka og spyrji; „neyðist þú að tala í þessu máli? Hvaða loforð og væntingar hefur þú gefið kjósendum varðandi það að standa í lappirnar í hinum og þessum málum?“ Það er samtal sem þarf að eiga sér stað þá og það er samtal sem átti sér ekki stað,“ segir Jón Þór. Stórt lýðræðislegt mál Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir framkomu þingforseta vera ósvífna og segir að vegið sé að lýðræðinu. „Þetta er ótrúlega ósvífin framkoma af forseta þings sem setur á dagskrá þingsins mál gegn samkomulagi um þinghaldið. Að segja að við höfum ekki viljað spyrja ráðherra er ósatt - þess höfum við krafist stanslaust," segir Helga Vala. „Þess vegna er óþolandi að upp komi sú staða sem forseti Alþingis hefur nú boðið upp á að inn á dagskrá sé laumað máli í bullandi ágreiningi, máli um veggjöld sem verður að fá eðlilega umræðu í þingsal. Það er val forseta að setja það mál á dagskrá og val hans að slíta fundi án þess að þingmenn fengju að spyrja ráðherra í dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir eins og samkomulag hafði verið um. Ég er ekki viss um að allir átti sig á hvað þetta er stórt lýðræðislegt mál, en fyrir mér er þetta algjört lykilatriði,“ skrifar Helga Vala í færslu á Facebook.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira