Kjartan Atli Kjartansson kíkti í sinn gamla klefa er hann heimsótti klefa körfuknattleikslið Stjörnunnar á dögunum. Þó klefinn sé ekki sá flottasti er andrúmsloftið þar ólíkt öllu öðru, eða svo segir Kjartan sjálfur.
Kjartan kom þó inn á að hann hefði spilað stóran þátt í að skapa andrúmsloftið í klefanum og því er hann eflaust ekki alveg hlutlaus í sinni skoðun. Hitti hann Tómas Þórð Hilmarsson, leikmann Stjörnunnar, og fór yfir aðstöðuna.
Tómas nefnir að helsti kostur klefans sé „leynileiðin“ í sundlaug Garðabæjar en klefinn er lítill miðað við marga aðra klefa landsins.
Þetta áhugaverða innslag má sjá í spilaranum hér að neðan.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.