Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 11:23 Vanessa Paradis var með Johnny Depp í fjórtán ár. Þar áður var hann með leikkonunni Winona Ryder. Vísir/getty Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla um að hann væri ofbeldisfullur. Ummælin féllu í grein í blaðinu sem birtist í apríl árið 2018 vegna umfjöllunar um skilnað hans við leikkonuna Amber Heard. Heard sótti um skilnað eftir að hafa farið fram á nálgunarbann gegn Depp sökum meints heimilisofbeldis, en Depp hefur ávallt neitað því að hafa beitt hana ofbeldi. „Við höfum verið félagar í fjórtán ár og alið upp börnin okkar tvö saman,“ sagði Paradis og bætti við að hún hefði aldrei upplifað annað en að Depp væri góður maður, örlátur og allt annað en ofbeldisfullur. Hún hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu, hvorki andlegu né líkamlegu. Í umsögn Ryder segir að hún eigi erfitt með að skilja þær ásakanir sem Heard hefur sett fram. Hún hefði aldrei upplifað það í þeirra sambandi að Depp væri ofbeldisfullur og hann aldrei sýnt slíka hegðun í hennar návist. Talsmenn Heard segja jákvætt að leikkonurnar hafi ekki upplifað ofbeldi af hálfu Depp. Þeirra upplifun útiloki þó ekki að hann hafi beitt Heard ofbeldi. „Upplifun einnar konu útilokar ekki upplifun annarrar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Málið átti að fara fyrir dóm í lok marsmánaðar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Áætlað er að málið fari fyrir dóm í júlí þar sem bæði Paradis og Ryder munu bera vitni. Johnny Depp og Amber Heard voru gift frá árinu 2015 og skildu árið 2017.Vísir/Getty Missti framan af fingri þegar Heard braut vodkaflösku Samband Heard og Depp komst aftur í sviðsljósið á þessu ári þegar Daily Mail birti brot af skýrslutöku Depp þar sem hann segir frá rifrildi þeirra á milli vegna fyrrum mótleikara hennar Billy Bob Thorton. Á það að hafa endað með því að Heard reiddist mjög og braut vodkaflösku á eldhúsborðinu sem Depp studdi sig við. Í skýrslutökunni segir Depp blóðflæðið úr fingrinum hafa minnt á eldfjallið Vesúvíus. Það hafi verið „klikkun“ að hafa lent í því að eiginkona hans hafi orðið til þess að hann missti fingurinn. Á vef Vanity Fair er farið yfir málið og segir þar að vitnisburður Heard um umrætt rifrildi hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Hún hafi þó haldið því fram að hann hafi slegið sig með annarri hendi á meðan hann notaði hina til þess að berja plastsíma í vegginn þar til hann brotnaði. Við átökin hafi síminn brotnað og Depp skorið sig. Þá hafi hann skrifað „Billy Bob“ og „Easy Amber“ á vegginn með blóði. Depp hafnar því að hafa skorið sig eftir að hafa brotið síma en neitar því ekki að hafa skrifað skilaboðin með blóði. Í öðru myndbandi sem Daily Mail birti mátti heyra Heard játa að hafa beitt Depp ofbeldi. Þar lofar hún því að beita hann ekki „líkamlegu ofbeldi aftur“ en segist ekki hafa meitt hann. Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. Depp höfðaði mál gegn blaðinu vegna ummæla um að hann væri ofbeldisfullur. Ummælin féllu í grein í blaðinu sem birtist í apríl árið 2018 vegna umfjöllunar um skilnað hans við leikkonuna Amber Heard. Heard sótti um skilnað eftir að hafa farið fram á nálgunarbann gegn Depp sökum meints heimilisofbeldis, en Depp hefur ávallt neitað því að hafa beitt hana ofbeldi. „Við höfum verið félagar í fjórtán ár og alið upp börnin okkar tvö saman,“ sagði Paradis og bætti við að hún hefði aldrei upplifað annað en að Depp væri góður maður, örlátur og allt annað en ofbeldisfullur. Hún hefði aldrei orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu, hvorki andlegu né líkamlegu. Í umsögn Ryder segir að hún eigi erfitt með að skilja þær ásakanir sem Heard hefur sett fram. Hún hefði aldrei upplifað það í þeirra sambandi að Depp væri ofbeldisfullur og hann aldrei sýnt slíka hegðun í hennar návist. Talsmenn Heard segja jákvætt að leikkonurnar hafi ekki upplifað ofbeldi af hálfu Depp. Þeirra upplifun útiloki þó ekki að hann hafi beitt Heard ofbeldi. „Upplifun einnar konu útilokar ekki upplifun annarrar,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Málið átti að fara fyrir dóm í lok marsmánaðar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Áætlað er að málið fari fyrir dóm í júlí þar sem bæði Paradis og Ryder munu bera vitni. Johnny Depp og Amber Heard voru gift frá árinu 2015 og skildu árið 2017.Vísir/Getty Missti framan af fingri þegar Heard braut vodkaflösku Samband Heard og Depp komst aftur í sviðsljósið á þessu ári þegar Daily Mail birti brot af skýrslutöku Depp þar sem hann segir frá rifrildi þeirra á milli vegna fyrrum mótleikara hennar Billy Bob Thorton. Á það að hafa endað með því að Heard reiddist mjög og braut vodkaflösku á eldhúsborðinu sem Depp studdi sig við. Í skýrslutökunni segir Depp blóðflæðið úr fingrinum hafa minnt á eldfjallið Vesúvíus. Það hafi verið „klikkun“ að hafa lent í því að eiginkona hans hafi orðið til þess að hann missti fingurinn. Á vef Vanity Fair er farið yfir málið og segir þar að vitnisburður Heard um umrætt rifrildi hafi breyst mikið í gegnum tíðina. Hún hafi þó haldið því fram að hann hafi slegið sig með annarri hendi á meðan hann notaði hina til þess að berja plastsíma í vegginn þar til hann brotnaði. Við átökin hafi síminn brotnað og Depp skorið sig. Þá hafi hann skrifað „Billy Bob“ og „Easy Amber“ á vegginn með blóði. Depp hafnar því að hafa skorið sig eftir að hafa brotið síma en neitar því ekki að hafa skrifað skilaboðin með blóði. Í öðru myndbandi sem Daily Mail birti mátti heyra Heard játa að hafa beitt Depp ofbeldi. Þar lofar hún því að beita hann ekki „líkamlegu ofbeldi aftur“ en segist ekki hafa meitt hann.
Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent