Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Sigrún Árnadóttir skrifar 17. apríl 2020 08:00 Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. Um 72% íbúðanna er almennt félagslegt leiguhúsnæði, 11% eru íbúðir fyrir fatlaða, 13% eru íbúðir fyrir aldraða og ríflega 1% íbúðanna er ætlaðar heimilislausum. Þess má geta að fjöldi íbúða Félagsbústaða er nú mun meiri en t.d. allar íbúðir á Seltjarnarnesi sem voru 1.703 í lok árs 2017. Á þessu ári er ráðgert að kaupa 132 íbúðir til viðbótar og byggja tvo íbúðakjarna fyrir fatlaða með 6 íbúðum í hvorum kjarna. Áætlað er að kostnaður nemi alls um 4,5 milljörðum króna og hefur verið sótt um stofnframlög frá ríki og borg fyrir hluta kostnaðarins. Lög um almennar íbúðir frá 2016 sem miða að því að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga undir tilteknum tekju- og eignamörkum kveða á um heimildir ríkis og sveitarfélaga til að veita stofnframlög til byggingar og kaupa leiguíbúða. Þessi lög hafa haft mikil og jákvæð áhrif fyrir leigjendur og óhagnaðardrifin leigufélög en fyrir tilstilli þeirra hefur tekist að auka verulega framboð af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Aukinn jöfnuður – betra samfélag Félagsbústaðir sem eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar sinna því mikilvæga verkefni sveitarfélagsins að sjá til þess að framboð sé á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði til að mæta grundvallar-mannréttindum og þörfum fólks fyrir eigið heimili og stuðla að auknum jöfnuði og betra samfélagi. Á undanförnum misserum hefur markvisst verið unnið að því að styrkja og efla samfélagslegt hlutverk Félagsbústaða. Gerðar hafa verið þjónustukannanir meðal leigjenda og nú er verið að innleiða nýja þjónustustefnu með breyttum áherslum og stjórnskipulagi. Unnið hefur verið markvisst úr gagnlegum ábendingum innri- og ytri endurskoðenda og verið er að bæta og efla upplýsingatæknimál um leið og lögð er áhersla á að tryggja fjármagn svo unnt sé að mæta þörf fyrir fjölgun íbúða samkvæmt uppbyggingarstefnu borgarinnar. Nýlega fengu Félagsbústaðir, fyrst íslenskra fyrirtækja, vottun og heimild til útgáfu félagslegra skuldabréfa (e.social bonds) en í því felst að útgáfa bréfanna er talin hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Við útgáfu skuldabréfanna hafa óhagstæð lán verið greidd upp og kaup nýrra íbúða fjármögnuð. Einn helsti hvatinn að útgáfu félagslegra skuldabréfa er vaxandi krafa fjárfesta um samfélagslega ábyrga fjárfestingakosti. Jöfn dreifing um alla borg Stefna borgaryfirvalda er að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði sem dreifist sem jafnast í hverfi borgarinnar. Við kaup og byggingu íbúða er leitast við að jafna dreifinguna sem er nú á bilinu 1,5% til 7,5% eftir hverfum. Samkvæmt upplýsingum úr Borgarsjá var fjöldi íbúða í borginni í byrjun þessa árs 54,758 og þar af er liðlega 5% íbúðanna í eigu eða umsjón Félagsbústaða. Á árinu 2019 var úthlutað 351 íbúð, ýmist til nýrra leigjenda eða vegna flutninga í aðrar félagslegar leiguíbúðir. Umsóknum um almennt félagslegt leiguhúsnæði fækkaði milli ára um 257 eða frá því að vera 906 í mars í fyrra í 649 í mars á þessu ári. Eins og sjá má af þessum tölum er enn mikil þörf fyrir að bæta við leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Talsvert hefur verið rætt og ritað um reikningsskilaaðferðir Félagsbústaða vegna fasteigna í eigu félagsins. Eignirnar hafa allt frá árinu 2004 verið færðar á svokölluðu gangvirðismati sem er í samræmi við heimildir í lögum um ársreikninga. Vegna gagnrýni á þessa aðferð var hún borin undir óháðan aðila, KPMG, sem komst að þeirri niðurstöðu að aðferðin væri í fullu samræmi við viðurkenndar reikningsskilaaðferðir og mjög algengt væri að leigufélög notuðu hana. KPMG telur viðeigandi að skilgreina leiguíbúðir í eigu Félagsbústaða sem fjárfestingareignir og fylgja ákvæðum IAS 40 um reikningshaldslega meðferð þeirra og færa eignirnar á gangvirði eins og nú er gert. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. Um 72% íbúðanna er almennt félagslegt leiguhúsnæði, 11% eru íbúðir fyrir fatlaða, 13% eru íbúðir fyrir aldraða og ríflega 1% íbúðanna er ætlaðar heimilislausum. Þess má geta að fjöldi íbúða Félagsbústaða er nú mun meiri en t.d. allar íbúðir á Seltjarnarnesi sem voru 1.703 í lok árs 2017. Á þessu ári er ráðgert að kaupa 132 íbúðir til viðbótar og byggja tvo íbúðakjarna fyrir fatlaða með 6 íbúðum í hvorum kjarna. Áætlað er að kostnaður nemi alls um 4,5 milljörðum króna og hefur verið sótt um stofnframlög frá ríki og borg fyrir hluta kostnaðarins. Lög um almennar íbúðir frá 2016 sem miða að því að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga undir tilteknum tekju- og eignamörkum kveða á um heimildir ríkis og sveitarfélaga til að veita stofnframlög til byggingar og kaupa leiguíbúða. Þessi lög hafa haft mikil og jákvæð áhrif fyrir leigjendur og óhagnaðardrifin leigufélög en fyrir tilstilli þeirra hefur tekist að auka verulega framboð af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Aukinn jöfnuður – betra samfélag Félagsbústaðir sem eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar sinna því mikilvæga verkefni sveitarfélagsins að sjá til þess að framboð sé á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði til að mæta grundvallar-mannréttindum og þörfum fólks fyrir eigið heimili og stuðla að auknum jöfnuði og betra samfélagi. Á undanförnum misserum hefur markvisst verið unnið að því að styrkja og efla samfélagslegt hlutverk Félagsbústaða. Gerðar hafa verið þjónustukannanir meðal leigjenda og nú er verið að innleiða nýja þjónustustefnu með breyttum áherslum og stjórnskipulagi. Unnið hefur verið markvisst úr gagnlegum ábendingum innri- og ytri endurskoðenda og verið er að bæta og efla upplýsingatæknimál um leið og lögð er áhersla á að tryggja fjármagn svo unnt sé að mæta þörf fyrir fjölgun íbúða samkvæmt uppbyggingarstefnu borgarinnar. Nýlega fengu Félagsbústaðir, fyrst íslenskra fyrirtækja, vottun og heimild til útgáfu félagslegra skuldabréfa (e.social bonds) en í því felst að útgáfa bréfanna er talin hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Við útgáfu skuldabréfanna hafa óhagstæð lán verið greidd upp og kaup nýrra íbúða fjármögnuð. Einn helsti hvatinn að útgáfu félagslegra skuldabréfa er vaxandi krafa fjárfesta um samfélagslega ábyrga fjárfestingakosti. Jöfn dreifing um alla borg Stefna borgaryfirvalda er að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði sem dreifist sem jafnast í hverfi borgarinnar. Við kaup og byggingu íbúða er leitast við að jafna dreifinguna sem er nú á bilinu 1,5% til 7,5% eftir hverfum. Samkvæmt upplýsingum úr Borgarsjá var fjöldi íbúða í borginni í byrjun þessa árs 54,758 og þar af er liðlega 5% íbúðanna í eigu eða umsjón Félagsbústaða. Á árinu 2019 var úthlutað 351 íbúð, ýmist til nýrra leigjenda eða vegna flutninga í aðrar félagslegar leiguíbúðir. Umsóknum um almennt félagslegt leiguhúsnæði fækkaði milli ára um 257 eða frá því að vera 906 í mars í fyrra í 649 í mars á þessu ári. Eins og sjá má af þessum tölum er enn mikil þörf fyrir að bæta við leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Talsvert hefur verið rætt og ritað um reikningsskilaaðferðir Félagsbústaða vegna fasteigna í eigu félagsins. Eignirnar hafa allt frá árinu 2004 verið færðar á svokölluðu gangvirðismati sem er í samræmi við heimildir í lögum um ársreikninga. Vegna gagnrýni á þessa aðferð var hún borin undir óháðan aðila, KPMG, sem komst að þeirri niðurstöðu að aðferðin væri í fullu samræmi við viðurkenndar reikningsskilaaðferðir og mjög algengt væri að leigufélög notuðu hana. KPMG telur viðeigandi að skilgreina leiguíbúðir í eigu Félagsbústaða sem fjárfestingareignir og fylgja ákvæðum IAS 40 um reikningshaldslega meðferð þeirra og færa eignirnar á gangvirði eins og nú er gert. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun