Fór langt í viðræðum við tvö önnur félög: „Mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 19:00 Guðmundur Hólmar Helgason er enn staddur í Austurríki en flytur á Selfoss í sumar. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég mun fara beint á Kaffi Krús. Síðan er það sundlaugin og ein góð pylsa,“ sagði handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason léttur í bragði í Sportinu í dag þar sem tilkynnt var um heimkomu hans úr atvinnumennsku og samning við Selfoss. Guðmundur Hólmar er frá Akureyri en hefur leikið sem atvinnumaður í Frakklandi og Austurríki síðustu ár auk þess að hafa farið með íslenska landsliðinu á Evrópumótið 2016. Um áramót ákvað hann og fjölskylda hans að tímabært væri að halda heim til Íslands og þrátt fyrir áhuga fleiri félaga urðu ríkjandi Íslandsmeistarar Selfoss fyrir valinu. Þar mun Guðmundur leika undir stjórn annars Akureyrings, Halldórs Jóhanns Sigfússonar, sem tekinn er við liðinu: „Það er ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að fara á Selfoss. Dóri hringdi í mig og útskýrði sína hugmyndafræði og hvað hann sæi fyrir sér varðandi mig og þetta lið, og stemninguna í kringum liðið í bænum. Það heillaði mig mikið og ég er mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss og spila fyrir Dóra,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Ætla má að KA og Þór hafi verið meðal þeirra félaga sem freistuðu þess að fá Guðmund í sínar raðir áður en hann valdi Selfoss en Guðmundur vildi ekki gefa upp hvaða önnur félög hann hefði rætt við. „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta var alveg erfitt val. Hausverkur. Það voru nú ekki öll liðin að hafa samband við mig en við vorum í sambandi við nokkur lið og fórum sérstaklega ansi langt í viðræðum við tvö önnur félög. Síðan er það þannig að við erum að koma heim út af ákveðnum ástæðum. Konan til að hún geti sinnt sinni vinnu og ég til að fara í þetta nám sem ég hef hugsað mér. Þau lið, einungis kannski af þessum ástæðum, urðu því eftir á,“ sagði Guðmundur sem hyggur á meistaranám í lögfræði. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur Hólmar um komuna á Selfoss Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Olís-deild karla Íslenski handboltinn UMF Selfoss Tengdar fréttir Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00 Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
„Ég mun fara beint á Kaffi Krús. Síðan er það sundlaugin og ein góð pylsa,“ sagði handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason léttur í bragði í Sportinu í dag þar sem tilkynnt var um heimkomu hans úr atvinnumennsku og samning við Selfoss. Guðmundur Hólmar er frá Akureyri en hefur leikið sem atvinnumaður í Frakklandi og Austurríki síðustu ár auk þess að hafa farið með íslenska landsliðinu á Evrópumótið 2016. Um áramót ákvað hann og fjölskylda hans að tímabært væri að halda heim til Íslands og þrátt fyrir áhuga fleiri félaga urðu ríkjandi Íslandsmeistarar Selfoss fyrir valinu. Þar mun Guðmundur leika undir stjórn annars Akureyrings, Halldórs Jóhanns Sigfússonar, sem tekinn er við liðinu: „Það er ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að fara á Selfoss. Dóri hringdi í mig og útskýrði sína hugmyndafræði og hvað hann sæi fyrir sér varðandi mig og þetta lið, og stemninguna í kringum liðið í bænum. Það heillaði mig mikið og ég er mjög spenntur fyrir því að fara á Selfoss og spila fyrir Dóra,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Ætla má að KA og Þór hafi verið meðal þeirra félaga sem freistuðu þess að fá Guðmund í sínar raðir áður en hann valdi Selfoss en Guðmundur vildi ekki gefa upp hvaða önnur félög hann hefði rætt við. „Ég ætla ekki að ljúga neinu um það að þetta var alveg erfitt val. Hausverkur. Það voru nú ekki öll liðin að hafa samband við mig en við vorum í sambandi við nokkur lið og fórum sérstaklega ansi langt í viðræðum við tvö önnur félög. Síðan er það þannig að við erum að koma heim út af ákveðnum ástæðum. Konan til að hún geti sinnt sinni vinnu og ég til að fara í þetta nám sem ég hef hugsað mér. Þau lið, einungis kannski af þessum ástæðum, urðu því eftir á,“ sagði Guðmundur sem hyggur á meistaranám í lögfræði. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur Hólmar um komuna á Selfoss Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Olís-deild karla Íslenski handboltinn UMF Selfoss Tengdar fréttir Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00 Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Guðmundur Hólmar Helgason gengur í raðir Selfoss frá West Wien í Austurríki. 16. apríl 2020 15:31
Guðmundur leikið sinn síðasta leik í Austurríki Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður West Wien, í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið þar sem handknattleikssambands Austurríkis hefur blásið allar keppnir á sínum vegum af. 3. apríl 2020 20:00