Hlutabréfaútgáfu Norwegian Air lokið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 11:36 Skuldir Norwegian Air voru miklar áður en kórónuveirufaraldurinn brast á. Kapp hefur verið lagt á að bjarga flugfélaginu undanfarnar vikur. Vísir/EPA Virði hlutabréfa í norska lágfargjaldaflugfélaginu Norwegian Air féll um helming eftir að hlutabréfaútgáfu lauk í dag. Einnig stendur til að ljúka því að breyta kröfum í hlutafé til þess að reyna að sigla félaginu í gegnum ólgusjó kórónuveirufaraldursins. Hlutum í Norwegian var fjölgað úr 163,6 milljónum í 3,5 milljarða með hlutabréfaútgáfunni. Með aðgerðunum getur flugfélagið sótt í sjóði norska ríkisins með ábyrgðir fyrir allt að 2,7 milljarða norskra króna, jafnvirði um 39 milljarða íslenskra króna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frekari endurskipulagning á Norwegian stendur enn fyrir dyrum. Áformað er að 95% flota fyrirtækisins verði kyrrsettur í tólf mánuði og að það reki aðeins sjö vélar þar til uppbyggingin hefst hægt aftur á næsta ári. Norwegian stóð höllum fæti jafnvel áður en kórónuveirufaraldurinn svo gott sem lamaði farþegaflutninga um heiminn. Flugfélagið hefur fært hratt út kvíarnar undanfarin ár og skuldaði fyrir vikið um átta milljarða dollara, jafnvirði hátt í 1.200 milljarða íslenskra króna, í fyrra. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Reyna að bjarga Air France og Norwegian Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. 4. maí 2020 12:00 Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Virði hlutabréfa í norska lágfargjaldaflugfélaginu Norwegian Air féll um helming eftir að hlutabréfaútgáfu lauk í dag. Einnig stendur til að ljúka því að breyta kröfum í hlutafé til þess að reyna að sigla félaginu í gegnum ólgusjó kórónuveirufaraldursins. Hlutum í Norwegian var fjölgað úr 163,6 milljónum í 3,5 milljarða með hlutabréfaútgáfunni. Með aðgerðunum getur flugfélagið sótt í sjóði norska ríkisins með ábyrgðir fyrir allt að 2,7 milljarða norskra króna, jafnvirði um 39 milljarða íslenskra króna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frekari endurskipulagning á Norwegian stendur enn fyrir dyrum. Áformað er að 95% flota fyrirtækisins verði kyrrsettur í tólf mánuði og að það reki aðeins sjö vélar þar til uppbyggingin hefst hægt aftur á næsta ári. Norwegian stóð höllum fæti jafnvel áður en kórónuveirufaraldurinn svo gott sem lamaði farþegaflutninga um heiminn. Flugfélagið hefur fært hratt út kvíarnar undanfarin ár og skuldaði fyrir vikið um átta milljarða dollara, jafnvirði hátt í 1.200 milljarða íslenskra króna, í fyrra.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Reyna að bjarga Air France og Norwegian Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. 4. maí 2020 12:00 Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Reyna að bjarga Air France og Norwegian Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. 4. maí 2020 12:00
Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30