Arnar ætlaði að klófesta Inga Þór strax Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2020 15:47 Ingi Þór gerði KR að Íslandsmeisturum í fyrra en var sagt upp hjá vesturbæjarliðinu í vor. vísir/vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, var staðráðinn í að næla í Inga Þór Steinþórsson eftir að honum var sagt upp störfum hjá KR. „Arnar sendi bæði á mig og menn í kringum mig að ég yrði að hafa samband við hann strax. Hann ætlaði að ná mér um leið. Hann var mjög áhugasamur um að við myndum ná saman,“ sagði Ingi Þór í Sportinu í dag. Hann var kynntur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar ásamt Danielle Rodriguez í dag. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla mun Ingi Þór stýra drengja- og unglingaflokki hjá Stjörnunni. Ingi Þór var síðast aðstoðarþjálfari hjá KR tímabilið 2008-09. Hann hlakkar til að takast á við þessa nýju áskorun og vinna með Arnari. „Ég ætla að nota þetta sem áskorun og til að kveikja aðeins í mér. Arnar er ekki allra en er mjög áhugasamur um þá hluti sem hann er góður í og ég tel mig geta lært af því,“ sagði Ingi Þór. „Ég held að ég hafi líka fullt af hlutum sem hann er kannski ekki alveg nógu góður í. Og Dani kemur svo með þriðju víddina inn í þetta. Ég held að við eigum eftir að læra af hvort öðru og mynda gott teymi.“ Þjálfarateymi karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta.VÍSIR/KJARTAN ATLI Áskorunin var í Stjörnunni Ingi Þór hafði úr nokkrum tilboðum að velja og Þór á Akureyri vildi m.a. fá hann til að þjálfa karlalið félagsins. Stjarnan varð hins vegar fyrir valinu. „Maður hefur lengi verið í samkeppni við Stjörnuna og þetta er stórt félag. Ég sagði við Arnar, eins og alla aðra, að ég ætlaði að sjá hvað væri í boði. Og ég gerði það,“ sagði Ingi Þór. „Ég skoðaði alla möguleika og reyndi að meta hvað var best fyrir þjálfarann Inga Þór Steinþórsson. Ég var strax spenntur því ég fann að áskorunin sem ég vildi taka var klárlega þarna.“ Klippa: Sportið í dag - Ingi Þór vildi áskorunina í Garðabænum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, var staðráðinn í að næla í Inga Þór Steinþórsson eftir að honum var sagt upp störfum hjá KR. „Arnar sendi bæði á mig og menn í kringum mig að ég yrði að hafa samband við hann strax. Hann ætlaði að ná mér um leið. Hann var mjög áhugasamur um að við myndum ná saman,“ sagði Ingi Þór í Sportinu í dag. Hann var kynntur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar ásamt Danielle Rodriguez í dag. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla mun Ingi Þór stýra drengja- og unglingaflokki hjá Stjörnunni. Ingi Þór var síðast aðstoðarþjálfari hjá KR tímabilið 2008-09. Hann hlakkar til að takast á við þessa nýju áskorun og vinna með Arnari. „Ég ætla að nota þetta sem áskorun og til að kveikja aðeins í mér. Arnar er ekki allra en er mjög áhugasamur um þá hluti sem hann er góður í og ég tel mig geta lært af því,“ sagði Ingi Þór. „Ég held að ég hafi líka fullt af hlutum sem hann er kannski ekki alveg nógu góður í. Og Dani kemur svo með þriðju víddina inn í þetta. Ég held að við eigum eftir að læra af hvort öðru og mynda gott teymi.“ Þjálfarateymi karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta.VÍSIR/KJARTAN ATLI Áskorunin var í Stjörnunni Ingi Þór hafði úr nokkrum tilboðum að velja og Þór á Akureyri vildi m.a. fá hann til að þjálfa karlalið félagsins. Stjarnan varð hins vegar fyrir valinu. „Maður hefur lengi verið í samkeppni við Stjörnuna og þetta er stórt félag. Ég sagði við Arnar, eins og alla aðra, að ég ætlaði að sjá hvað væri í boði. Og ég gerði það,“ sagði Ingi Þór. „Ég skoðaði alla möguleika og reyndi að meta hvað var best fyrir þjálfarann Inga Þór Steinþórsson. Ég var strax spenntur því ég fann að áskorunin sem ég vildi taka var klárlega þarna.“ Klippa: Sportið í dag - Ingi Þór vildi áskorunina í Garðabænum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30