Hagar reiða fram 315 milljónir vegna starfsloka Finns og Guðmundar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2020 16:48 Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson sögðu skilið við stjórnendastöður sínar hjá Högum í lok apríl. samsett Hagar gera ráð fyrir að starfslok tveggja stjórnenda hjá félaginu, þeirra Finns Árnasonar og Guðmundar Marteinssonar, muni kosta félagið um 314,5 milljónir króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársuppgjöri Haga, sem tekur til tímabilsins mars 2019 til febrúar 2020. Þar segir jafnframt að Hagar munu ekki greiða út arð fyrir árið eins og fyrirhugað var, auk þess sem þorri viðskiptavina matvöruverslana Haga nýti sér sjálfsafgreiðslukassa. Finnur Árnason tilkynnti 30. apríl að hann óskað eftir því að hætta sem forstjóri Haga. Þá óskaði framkvæmdastjóri Bónus, Guðmundur Marteinsson, einnig eftir því að láta af störfum en þeir munu báðir starfa hjá Högum þangað til eftirmenn þeirra taka við keflinu. Þann 7. maí var tilkynnt um ráðningu á nýjum forstjóra og mun Finnur Oddsson, sem síðustu ár hefur verið forstjóri Origo hf., hefja störf hjá félaginu í sumar. Hagar segja í uppgjöri sínust að fjárhagsleg áhrif starfslokanna muni koma fram á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2020/21 og eru þau áætluð í heild, með launatengdum gjöldum, um 314,5 milljónir króna. Í fyrri fréttum af málinu var áætlað að kostnaðurinn myndi nema um 300 milljónum. Kórónuveiran bitnar á Olís Þá segja Hagar að áhrif kórónuveirunnar muni hafa töluverð áhrif á rekstur félagsins sem munu þó ekki koma fram fyrr en í uppgjöri næsta árs. Áhrifin á félög innan samstæðunnar séu ólík eftir starfsemi þeirra. Þannig sé tekjuvöxtur í dagvöruhluta félagsins en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Stærstu áhrifaþættir COVID-19 verði þannig áhrif á Olís, verðfall á olíumörkuðum, kostnaðarverðshækkanir, gengisfall íslensku krónunnar auk þess sem tekið er tillit til einskiptisáhrifa af fyrrnefndum breytingum á framkvæmdastjórn. Félagið muni ekki, enn sem komið er, gefa út afkomuspá fyrir rekstrarárið 2020/21 „þar sem mikil óvissa ríkir enn um áhrif faraldursins á nýju rekstrarári,“ eins og segir í uppgjörinu. Sjálfsafgreiðslukassar hafa verið settir upp í 14 Bónusverslunum. Kassarnir njóta mikilla vinsælda að sögn Haga.Vísir/vilhelm Hætta við arðgreiðslu Hagar muni þó hverfa frá fyrirætlunum sínum um að greiða út arð fyrir síðasta árs. Arðgreiðslustefna Haga gerir ráð fyrir að hið minnsta helmingur hagnaðar ársins sé greiddur í arð, sem var um 3 milljarðar á síðara ári. Stjórn félagsins leggur hins vegar til að horfið verði frá þessari stefnu. Stjórnin leggur til fyrir aðalfund félagsins þann 9. júní næstkomandi að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna reikningsársins 2019/20. Er þetta sagt gert vegna þeirra óvissu sem sem nú ríkir um efnahagshorfur í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjálfsafgreiðslan vinsæl Í uppgjörinu greina Hagar einnig frá sjálfvirknivæðingu verslana sinna. Hagar hafa komið upp sjálfsafgreiðslukössum í 21 af 40 verslunum sínum, 14 Bónusverslunum og 7 verslunum Hagkaups. Félagið segir að kössunum hafi fylgt aukin afkastageta á álagstímum og mikil hagræðing í rekstri. Hagar fyrirhugað að halda þessari þróun áfram. Til stendur að setja sjálfsafgreiðslukassa í sjö Bónusverslanir og eina Hagkaupsverslun á árinu „Viðskiptavinir eru ánægðir en hlutfall afgreiðslufjölda í gegnum sjálfsafgreiðslukassa er á bilinu 35-60%,“ segir í uppgjörinu sem má nálgast í heild hér. Verslun Markaðir Vistaskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hagar gera ráð fyrir að starfslok tveggja stjórnenda hjá félaginu, þeirra Finns Árnasonar og Guðmundar Marteinssonar, muni kosta félagið um 314,5 milljónir króna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársuppgjöri Haga, sem tekur til tímabilsins mars 2019 til febrúar 2020. Þar segir jafnframt að Hagar munu ekki greiða út arð fyrir árið eins og fyrirhugað var, auk þess sem þorri viðskiptavina matvöruverslana Haga nýti sér sjálfsafgreiðslukassa. Finnur Árnason tilkynnti 30. apríl að hann óskað eftir því að hætta sem forstjóri Haga. Þá óskaði framkvæmdastjóri Bónus, Guðmundur Marteinsson, einnig eftir því að láta af störfum en þeir munu báðir starfa hjá Högum þangað til eftirmenn þeirra taka við keflinu. Þann 7. maí var tilkynnt um ráðningu á nýjum forstjóra og mun Finnur Oddsson, sem síðustu ár hefur verið forstjóri Origo hf., hefja störf hjá félaginu í sumar. Hagar segja í uppgjöri sínust að fjárhagsleg áhrif starfslokanna muni koma fram á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2020/21 og eru þau áætluð í heild, með launatengdum gjöldum, um 314,5 milljónir króna. Í fyrri fréttum af málinu var áætlað að kostnaðurinn myndi nema um 300 milljónum. Kórónuveiran bitnar á Olís Þá segja Hagar að áhrif kórónuveirunnar muni hafa töluverð áhrif á rekstur félagsins sem munu þó ekki koma fram fyrr en í uppgjöri næsta árs. Áhrifin á félög innan samstæðunnar séu ólík eftir starfsemi þeirra. Þannig sé tekjuvöxtur í dagvöruhluta félagsins en samdráttur í olíu-, bensín- og veitingasölu hjá Olís og í sérvöruverslunum. Stærstu áhrifaþættir COVID-19 verði þannig áhrif á Olís, verðfall á olíumörkuðum, kostnaðarverðshækkanir, gengisfall íslensku krónunnar auk þess sem tekið er tillit til einskiptisáhrifa af fyrrnefndum breytingum á framkvæmdastjórn. Félagið muni ekki, enn sem komið er, gefa út afkomuspá fyrir rekstrarárið 2020/21 „þar sem mikil óvissa ríkir enn um áhrif faraldursins á nýju rekstrarári,“ eins og segir í uppgjörinu. Sjálfsafgreiðslukassar hafa verið settir upp í 14 Bónusverslunum. Kassarnir njóta mikilla vinsælda að sögn Haga.Vísir/vilhelm Hætta við arðgreiðslu Hagar muni þó hverfa frá fyrirætlunum sínum um að greiða út arð fyrir síðasta árs. Arðgreiðslustefna Haga gerir ráð fyrir að hið minnsta helmingur hagnaðar ársins sé greiddur í arð, sem var um 3 milljarðar á síðara ári. Stjórn félagsins leggur hins vegar til að horfið verði frá þessari stefnu. Stjórnin leggur til fyrir aðalfund félagsins þann 9. júní næstkomandi að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna reikningsársins 2019/20. Er þetta sagt gert vegna þeirra óvissu sem sem nú ríkir um efnahagshorfur í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjálfsafgreiðslan vinsæl Í uppgjörinu greina Hagar einnig frá sjálfvirknivæðingu verslana sinna. Hagar hafa komið upp sjálfsafgreiðslukössum í 21 af 40 verslunum sínum, 14 Bónusverslunum og 7 verslunum Hagkaups. Félagið segir að kössunum hafi fylgt aukin afkastageta á álagstímum og mikil hagræðing í rekstri. Hagar fyrirhugað að halda þessari þróun áfram. Til stendur að setja sjálfsafgreiðslukassa í sjö Bónusverslanir og eina Hagkaupsverslun á árinu „Viðskiptavinir eru ánægðir en hlutfall afgreiðslufjölda í gegnum sjálfsafgreiðslukassa er á bilinu 35-60%,“ segir í uppgjörinu sem má nálgast í heild hér.
Verslun Markaðir Vistaskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira